Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 2
Ármann bóndi á Myrká ViS kirkjugarðsvegginn. SáluhliSiS er gegnt íbúSarhúsinu, Draugafjall i baksýn. Séra Ágúst SigurössoiK Tveir gamlir steinar í grein minni um Myrkárstað i hinn gamalkunni djáknasteinE á Hörgárdal í Sunnudagsblaði Tím- Myrká væri enn í jörðu, svo lem ans 5. júní sl. greindi svo frá, að hann var lengi, eftir að han*. var Djáknasteinninn viS sáluhliðiS á Myrká. tekinn til þess andlega stórvirkis, að setja djáknann niður. Varð trú manna, að um djáknann losað ist, ef steinninn væri hreyfður eða raskað við steininum. En þar eð steinn þessi er óvenjuvel fallinn í hleðslu, var freistingin ærin, og mun síra Páll Jónsson, sem síðast ur staðarpresta fór frá Myrká 1859, hafa látið hefja steininn úr jörð og nota í hleðslu í suðausturhorn bæjarins. Sá þar lengi á tvær hlið ar steinsins. Þegar hús er byggt á Myrká löngu síðar, lét Ármann bóndi á Myrká færa djáknastein- inn út á hlaðið, þar sem hann er nú við kirkjugarðsvegg, hið næsta sáluhliði, eins og meðfylgj- andi mynd sýnir. Ofan í steininn er höggvinn dálítill bolli og var lengi venja að hundum væri mylkt í bollann. Þá hefur verið járn í steininum, er hann var hesta- steinn á Myrkárhaði. Önnur myndin, sem hér fylgir, er af Kárasteini í Selárdal, kennd ur við „Árum-Kára prest“, sem átti að hafa borið steininn (margra manna tak) í hempufaldi sínum ofan úr svonefndri Boga- hlíð og sett niður milli bæjar og kirkju í Selárdal. í Kárastein eru klappaðar þrjár skálar, eins og sjá má af myndinni, og voru þær ætl- aðar konum að þvo sér þar eftir mjaltir. Til hvers bollinn í djákna steininum á Myrká var í upphafi ætlaður, skal ósagt látið, en ólík lega var slíkt verk og svo fagur- lagaður steinn lagður undir hund- ana á bænum. Aðeins hinn mikli jöfnuður seinni tíma gat umbor- ið slíkt. A þriðju myndinni er Ármann á Myrká við kirkjugarðsvegginn, ná lægt þar, sem sáluhliðið var fyrr um, gegnt kirkjudyrum mót vestri Framhald á 838. blaðsiðu. Kárasteinn í Selárdal 1 Arnarfirðl. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 818

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.