Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 11
hann sér við og gekk hægt yfir í hinn enda salarins. Nokkrum augnablikum síðar sagði Sanni allt í einu: „Mendez, af hverju varstu að biðja strákinn að hjálpa þér — þrælinn?" „Því ekki það?“ sagði ég. „Hann er indæll drengur, og mér finnst, að hann hafi verið mér heilráður.“ „En hann er þó þræll, negrastrák- yr,“ sagði Sami. „Mundu orðtakið: í,eggðu ekki lag þitt við þræla, negra eða glæpamenn." Eftir nokkra þögn sagði ég rólega: „Sanni, Sebastian er ekki hamingju- Íiamur. Líf hans er dauflegt og tóm- egt samanborið við okkar kjör.“ Og ég bætti við: „Sanni, finnst þér rétt- Íátt, að drengurinn fái tuttugu og fimm svipuhögg?" „Nei, það er ekki nauðsynlegt, að hann sé látinn þjást,“ sagði hann afundinn. „En hann verður að halda sér vakandi alia nóttina. Hann má ekki sofna. Hann verður að finná SÖkudólginn.“ Svo bætti hann við með nokkurri beiskju: „Mendez, hveri Vegna ertu alltaf að hugsa um strák- inn. Hann er þó bara þræll, bar« þræll." Þegar kennslutíminn var liðinn, gekk ég heim. Ég var í þungu skapL Aftur og aftur sagði ég við sjálfan _ mig: „Negradrengurinn á að fá tuttugu og fimm svipuhögg. Tuttugu og fimm svipuhögg á hann að fá.“ Um kvöldið gekk ég út að glugg- anum á svefnherbergi mínu og horfði yfir húsþökin og trjátoppana í áttina til skólans. Ég gat næstum séð hann í silfurlitu mánaskininu. Svo gekk ég að rúminu og lagðist fyrir. Og þá sveif þetta allt fyrir hugskotssjónum mínum: Langur, gráleitur salurinn blasti við mér. Inn um gluggann féllu ljósgeislar á gólfið og á sum vinnu- horðin. í horninu, þar sem litirnir voru geymdir, var borð og á því laínpi. Þar stóð lítill drengur, ein- mana, vinalaus og sorgbitinn. Ég þóttist sjá dyrnar bak við hann opnast, og í þeim birtist andlit Jó- hannesar gamla. Hann kom inn hægt og rólega. Hann gekk þögull til drengsins, lagði handlegginn yfir axl- ir hans og kyssti hann. Drengurinn leit upp, og mér til furðu mátti sjá sama ástúðarfulla brosið á andliti hans og áður um daginn. Þessir tveir menn horfðu hvor á annan nokkrar sekúndur. Síðan sneri gamli faðirinn við og gekk út. Hurð- in féll að stöfum á hæla honum, og aftur varð negradrengurinn ein- samall. Þarna stóð hann í enda hins langa, gráa salar, jafnvel ennþá raunalegri á svipinn en áður. Ljósið frá lamp- anum skein á svarta vangana, i aug- un brúnu, á andlitið með sorgarsvip- inn. En aðeins augnablik. Sebastian ' slökkti ljósið. Þó mátti enn sjá hann við mánaskinið. Skært Ijós skein inn um gluggana og féll á . . . Pét.ur. Það var ekki litli þrællinn, sem stóð þarna. Það var nemandinn sjálfbirg- ingslegi. Pétur hélt á gulum pensli, og eng- in svipbrigði sáust á andliti hans frekar venju. Og nú tók ég eftir því, að langi salurinn var fullur af mann- krílum. Þeir dönsuðu í fölu ljósinu, á veggjunum, á öllum hlutum, sem í herberginu voru, á lérefti nemand- anna — já, jafnvel á lérefti Múrillos sjálfs — alls staðar, nema á lérefti Alfons. Þar var fagurt konuandlit, guðsmóðir, og í kringum það hreyfðust fögur englahöfuð hægt og hátíðlega. Þá var hrópað hásri röddu. Það var sjálfur ljóti karlinn, sem hróp- aði. Og hann hét Múrilló. Hann var mjög reiður, hann hrópaði hástöfum. Ég heyrði líka, að drengur var að gráta. Ég fór að telja ekkasogin . . . eitt, tvö þrjú . . . en var þetta grát- ur? Það voru högg . . . fjögur, fimm, sex, sjö . . . og meðan ég var að telja fann ég til skerandi sársauka . . . átta níu . . . Ég reyndi að hrópa. Ég reyndi að æpa upp yfir mig. Ég myndaði með vörunum orðin: „Hann . . . er . . . þó . . maður. En orðin dóu á vörum mínum. Ennþá hvein í svipunni . . nítján, tuttugu. Ég brauzt um og reyndi að komast til vinar míns, Sebastians. Svipuhögg- Framhald á 837. blaBsiSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 827

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.