Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 21
 . . . Þessi mynd ber meS sér, að hún er frá ggmla fímanum. Árabátur hefur lent í vör, og skeggjaðir raeðararnir standa yfir aflanum í fiörunni. Nú er það eitt eftir að bera upp og gera til. En þetta gerist ekki framar. Það er ekki róið lengur í réttri merkingu þess orðs, frekar en að gengið sé á teig með orf og Ijá. HuldumáEarinn - Framhald af 827. blaðsíðu. in ómuðu í eyrum mér . . . tuttugu og eitt, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú . . . Ég gat ekki komizt til hans, ég gat ekki . . . tuttugu og fjögur, tuttugu og fimm . . . Og þá vaknaði ég. Eftir nokkur augnablik áttaði qg mig á þvi, að sólin skein á mig inn um gluggann. Það var komin fram á dag. Klukkan var yfir átta. Það hlaut að vera búið að opna skólann. og félagar mínir voru eflaust hver við sitt vinnuborð. Þið getið ímyndað ykkur, að ég var ekki lengi að þjóta fram úr rúm- inu. Ég klæddi mig í mesta flýti. Og án þess að bragða vott eða þurrt, þaut ég út úr húsinu og flýtti mér í skólann. Ég tók varla eftir fegurð himfnsins né yndislegu morgunskini sólarinnar. Ég rétt aðeins gaf mér tíma til að veita athygli angan app- elsinublómanna í garðinum. Ég hljóp gegnum trjágöngin, yfir stéttina og að dyrunum. Þar var Jóhann. En hann var búinn að sópa, og það var svo einkennilegt, að hann stóð við dyrnar, og á andliti hans var jaínvel meiri raunasvipur en venjujega. Ég horfði inn um glugg- ann. Ég hlaut að vera orðinn of seinn. Allir hinir nemendurnir voru komnir. En hvað var um að vera? í annað sinn höfðu þeir hópazt sam- an fyrir framan léreft Alfons — já, og meistarinn, Múrillo sjálfur, var mitt á meðal þeirra. Ég þekkti hann á hrokknu hárinu, svörtu og síðu. Ég opnaði hurðina. Það var stein- hljóð í sainum eins og í gröf. Það hefði mátt heyra flugu anda. Ég lædd ist inn á tánum og blandaði mér í hópinn. Af því að ég er hár vexti, gat ég horft yfir höfuð hinna. Þar sá ég — ekki uppkastið af Maríu- myndinni, sem var þar daginn áður, heldur fullunnið málverk. Og þvílík mynd. Augun næstum hreyfðust. Nef- ið var fagurskapað. Nasavængirnir voru mjúkir og fagrir. Varirnar voru ofurlítið aðskildar. Það var engu lík- ara en myndin væri að byrja að anda. Nemendurnir, jafnvel líka Sanni, stóðu steini lostnir. Augun í Pétri hinum sjálfbirgingslega næstum döns uðu. Sjálfur Múrilio stóð hreyfingar- laus eins og myndastytta og starði og starði. Ég gægðist fram hjá þess- um þögla hálfhring og sá lítinn hrokkinkoll. Litlir, brúnsvartir fing- ur héldu á penslinum. Með honum drógu þeir síðustu burstaförin á hina helgu mynd. Nú skildi ég, hvernig í öllu iá. Sebastian var teiknarinn frá degin- um í gær og málarinn í dag. Allan þennan langa morgun hafði hann hamast við að mála og mála. Hann hafði ekkert tekið eftir, þegar nem- endurnir tíndust inn hver á fætur öðrum. Ennþá hafði hánn jafnvel ekki minnstu hugmynd um meistar- ann og nemendurna, sem næstum héldu niðri í sér andanum, þótt við sjálft lægi, að þeir snertu axlir hans. Loks hætti Sebastian að mála. Loks ins var hann ánægður. Loksins virti hann fyrir sér málverkið af guðsmóð- ur í allri sirini guðdómlegu fegurð og var innilega hamingjusamur. Hann leit við. Þá mætti hann öll- um þessum augu/, sem störðu á hann. Hann leit í kringum sig. Og nú fór hann að skjálfa. Drengurin’í rann eins og örskot niður úr tröpp- unni, flýtti sér á fætur og skorðaði sig fyrir framan meistarann alveg ráðalaus. Þarna stóð hann. Þarna skalf hann. T í 1V1 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 837

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.