Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 3
Síðla hausts hrygnir laxinn á botni straumvatna. Hrygnan, umkringd haangum, grefur hrogn sín í möl og grjótmylsnu. Margar hrygnur leita æskustöðva sinna um óravegu til þess að hrygna þar. Hvernig fer laxinn að rata til uppeldisstöðva sinna? Hann fylgir þorsk- og síldartorfum og neytir þefnæmis sins. Hvert vatnsfall hefur sérstakan „þef“. Göngulax fer allajafna með ströndum fram og kannast við sig, þegar kemur að þeirri á, þar sem hann hefur fæðzt upp. Laxam'erkingar leiða í Ijós, að þetta er átfhagatryggur fiskur. Árlð 1964 merktu Svíar rösklega 70 þúsund laxa. Plastplata er fest við bak- ugga fisksins, og að því búnu er honum sleppt. Kortið sýnir veiðistaði laxa, sem sleppt hefur verið í Umeá. Eftir tveggja tll þriggja ára dvöl í sjó leitar laxinn á hrygningarstöðvarn- ar. Þótt farvegur vatnsfalla eða rennsli breytist, bregzt laxinum aldrei ratvísi, hann kemst alltaf á heimaslóðir. Efnasamsetning hvers vatnsfalls er með sérstökum hætti. Þetta skynjar laxinn, og þannig auðnast honum að greina ,,þef“ heimaár sinnar. Getið er tilraunar, sem sýnir lykt- næmi laxa. Þúsundum laxa var sleppt í á nokkra, sem fellur í tveimur kvíslum. Helmingi þeirra brást þefnæmið, og rataði sá hóp- ur hvergi, en hinir áttuðu sig og komust á áfangastað. Veiðimenn eru nú farnir að ala upp laxaseiði, þar sem þeir leita til fanga. Þeir vita, að laxar snúa alltaf aftur til heimkynna sinna eft ir dvöl sína í sjónum. Og fiskarnir, sem þeir ala upp, kunna að bíta á hjá þeim síðar meir. kom laxaseiðum til að halda, að laxastigi værl heimkynni þeirra. Að lokinni dvöl í sjónum sneru þau aftur til laxastigan sem futlvaxnir fiskar, og þar var unnt að höndla þá og ná úr þeim verðmætum hrognum og svilum. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 627

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.