Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Síða 9
i endum Klaus af Mervitz hirð- stjóra og Diðrik fógeta af Mynden í bann, og eignir þeirra dæmdu þeir Skálholtskirkju. Síðar var Dið rik ásamt fylgjurum sínum drep- inn í Skálholti af landsetum stóls- ins. Eftir siðaskipti í Skálholts- biskupsdæmi lagði Gizur biskup Einarsson til við konung (Kristján þriðja), að skóli yrði settur í Við- ey, en sá skóli kom aldrei. Jón Arason Hólabiskup kom til Viðeyj- ar eftir Skálholtsför sína 1550. Rak hann þaðan Laurus Múla hirð- stjóra og fleiri Dani á skip út og skipaði öllu sem fyrr hafði verið á dögum ábótanna og setti Alexíus ábóta á ný, en vígði klaustrið og kirkjuna og reisti virki í eyjunni. Um þetta orti hann visu: Víkur hann sér í Viðeyjar- klaustur víða trúi ég hann svamli, hinn gamli, við danska var hann djarfur og hraustur dreifði þeim í flæðar flaustur með brauki og bramli. Alexíus átti skamma setu í ábóta sætinu eftir þessa atburði, en ár- ið eftir var klaustrið tekið undir konungsvald og klausturlifnaður afnuminn. Fluttist Alexíus að Hólum í Grímsnesi. Sú jörð var síðar kölluð Klausturhólar. Hana höfðu húsfrú Guðríður Ingimund ardóttir og Erlendur, sonur henn ar, gefið Viðeyjarklaustri fyrir sál Vigfúsar ívarssonar, hirðstjóra, manns hennar og föður Erlends og fylgdu jörðinni fimm kúgildi. Er bréfið dagsett 16. apríl 1433. Alexíus dó 1568, þá orðinn maður gamall. Þessir voru bræður 4 Viðey, er Gizur Einarsson superintendens tók við Skálhol'tsbiskupsdæmi árið 1542: Pétur, Þorfeifur, Hall- varður, Jörundur klukkari (hringj- ari), alis fimm. Viðeyjarklaustur var ríkasta klaustur á landinu, átti 116 jarð- ir auk ítaka, reka og hlunninda á fjölmörgum stöðum. Voru marg- ar jarðanna í næsta nágrenni klaustursins og mjög verðmætar vegna útvegsins, sem þar var stund aður. Rann allur þessi auður í híit hins danska konungs og umboðs- manna hans. Eu sagnir um það, að Gleraugna-Pétur, bróðir Mar teins Einarssonar Skálholtsbisk- Dýrlingsmynd á kápu Jóns biskups Arasonar. Ljósmynd: Gísli Gestsson. ups hafi farið heldur hraklega ingjar veraldlegir, mötuðu einn- méð kirkjueignir í Viðey, er hann ig krókinn við siðaskiptin. Þeir sat þar sem umboðsmaður eða tóku að léni úr konungshöndum fógeti konungs. íslenzkir höfð- Framhald á bls. 645. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 633

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.