Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Síða 16
Sjálfstæðishúsið (Independence Hall) í Filadelfíu. Þar var sjálfstæðisyfirlysing-
in undirrituð árið 1776. Byggingin var reist á árunum 1731—51. Nú er þar safn
sögulegra minja.
er annað mál, að árið 1776 voru
endanleg úrslit ófriðarins mjög á
huldu, enda héldu sumir Amerlku
menn tryggð 'við Breta, þar á með-
al sonur óskilgetinn Benjamíns
Franklíns, er Vilhjálmur hét.
Bandaríkjamönnum var það lífs-
nauðsyn að tryggja sér alla þá er-
lendu aðstoð, sem þeir áttu völ á,
og þá hlutu mestar vonir að vera
bundnar við Frakka, sem þegar
höfðu veitt Ameríkumönnum
nokkra hjálp. Ákveðið var að senda
þriggja manna nefnd til Parísar
í þessu skyni. Benjamín Franklín
var einn nefndarmanna.
IV.
Franklín var vel kunnur í Frakk-
iandi fyrir komu sína þangað, eink
um sem vísindamaður og höfund-
ur Ríkharðs snauða. En skemmst
er frá því að segja, að á Skömrn-
um tíma ávann hann sér ótrúlegar
vinsældir meðal Frakka. Á hann var
iitið sem hin sanna Ameríkumann,
og keppzt var um það að veita
honum viðurkenningu. Mynd hans
\ar greypt á minnispeninga,
hringa, tóbaksdósir og fleiri hluti.
Og P’ranklín skrifaði dóttur sínni,
að ásýnd sín væri jafnþekkt í
Frakklandi og ásýnd karlsins i
tunglinu.
Franska ríkisstjórnin hljóp þó
hvorki upp til handa né fóta við
komu þreiienninganna og vildi
ekki taka beinan þátt í ófriðnum,
meðan hætta var á því, að Banda-
rikjamenn biðu lægra hlut. En
haustið 1777 unnu herir þeirra
mikinn sigur við Saratoga, og
þótti nú sýnt, að þeir yrðu ekki
brotnir á bak aftur. Nú tók Frank-
lín á öllu sínu, og leið ekki á
löngu, áður en Frakkar viður-
kenndu sjálfstæði Bandaríkjanna
og gerðu bandalag við hið ný-
sfcofnaða ríki. Liðsafli sá og vopn,
sem Frakkar sendu vestur, mun
naumast hafa haft úrslitaáhrif, en
þátttaka Frakka breytti rás ófrið-
arins með öðru móti. Nú fyrst
stóð brezka þjóðin einihuga að baki
ríkisstjórninni, en meiru varðaði
það, að styrjöldin í Ameríku varð
aðeins einn þáttur átaka um allan
heim, eftir að Frakkar, Spánverj-
ar, bandamenn þeirra, Hollending
ar o^ fleiri höfðu tekið til vopna
gegn Bretum. Eitt sinn lá nærri,
að tk innrásar kæmi í Englandi, og
var gV[ ekki kyn, þótt Bretar yrðu
aðþrerígdir vestra og biðu þar
hvern ósigurinn á fætur öðrum.
Hafði og sín áhrif, að Franklín
varð mjög vel ágengt í því að afla
Bandaríkjamönnum lána og
styrkja í Frakklandi. Er athyiglis-
vért í því sambandi, að bandarísk-
Ir sendimenn í höfuðborgum ann
arra Norðurálfuríkja gengu yfir-
leitt bónleiðir til búðar.
Þar kom, að setzt var að samn-
ingaborði, og var ráðstefna kvödd
saman í París. Fulltrúar Banda-
ríkjanna þar voru Benjamín Frank
lín, dohn Jay, John Adams,
síðar Bandaríkjaforseti, Thom-
as Jefferson og Vilhjálmur Frank-
lín. Var þeim í sjálfsvald
sett, hvernig þeir héldu á
málum, nema hvað frumskil-
yrði var, að sjálfstæði Bandaríkj-
anna yrði viðurkennt af öllum
aðiljum. Aöstaða þeirra félaga var
erfið, því að grunur lék á því, að
bæði Frakkar og Spánverjar hefðu
640
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ