Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Síða 22
ar óttusöngsbækur með kórsölt- urum. Tvenn bakstursjárn og hin þriðju sléti, 2 glóðarker, 3 kist- ur í kirkju og 2 ólæstar, 4 stein- tjöld, 2 borðar, 7 klukkur, 5 bjöll ur. Brík yfir altari, 2 Maríuskriftir, kross yfir háaltari, annar stór steindur með líkneskjum, 2 smelt ir krossar. Altarissteinn búinn. Item kross gylltur með festi, er vegur 9 aura. Róðukross stór í kapitula. Fontsumbúningur með skírnarkatli. Sakraríum mund- laug. Skrín með helgum dóm- um.“ Þá er silfureign klausturs- íns sem hér segir: „Silfurkross, tvær spírur gylltar með lokum, er standa þriðjung hinnar sjötcu markar, item níu silfurrósir, fjóg- ur stéttarker og eitt mösurker með silfurloki, ellefu silfurspænir. fimm horn búin“. Stórbú var rekið á klaustrinu, eins og sést á eftirfarandi skrá yf- ir búpening frá árinu 1367: „65 geldingar tvævetur, 4 hrútar, 75 veturgamlir, 145 ásauðir, alls 239 sauðfjár. Geldnaut þrevetur og eldri 20, tvævetur og veturgömul 60. kálfar 31, kýr 50, nautgripir alls 161. 18 hestar rosknir, 2 tvævetur, 12 merhross, 4 tvævetur 1 veturgamalt hross, alls hestar 37 Kúgildi með leigujörðum tveim fátt í 11 tugi, er þar í 20 ásauðar- kúgildi.“ Hefur búið í Viðey verið af svipaðri stærð og þau, er nú gerast stærst hér á landi. Kornyrkja hefur verið stunduð á mörgum jörðum klaustursins og leigur greiddar i korni. Má því. ætla, að kornbirgðir hafi safnazt á klaustrinu á góðum árum. Er þar komin skýringin á því, að öl- bruggun mun hafa verið stunduð af bræðrum, sbr. afhendingu Lafr- entz Mule frá 1553, þar sem lýst er hituhúsinu ibrugghúsinu) í Viðey og talin upp ýmis áhöld (ölgögn) þar. Árið 1395 var gerð í Viðey skrá um kvikfé klaustursins og leigu mála á jörðum þess. Hún er á þessa leið: „Kvikfé á leigustöðum 127 kýr og ásauðir 69 kúgildi. Á staðar ins ábyrgð 50 kúa og ásauðir, geld- ingar gamalt og tvævetur 100, vet- urgamalt 100.“ Jarðir og leigu- máli þeirra var sem hér segir: „Hvammur 4 marka leiga, Hvoll 3 marka leiga, Húsatóptir 200 áln ir, Starnes (Stafnes) 4 mörk, 100 álnir, Hafurbjarnarstaðir 4 mörk. 100 álnir, Kolbeinsstaðir 1 mörk. 100 álnir, Brunnastaðir 3 mörk, 100 álnir, Hagi 3 mörk, í Hvammi 3 mörk, Digranes 1 mörk, 100 álnir, Kleppur 200 álnir, Gröf 100 álnir, 12 aurar, í Keldum 12 aurar, í Holti 100 álnir, 12 aurar, á Vatns enda ?,Vi mörk, Vatni 3 mörk, Ósi 2 mörk, Blikastöðum 2 mörk, Korp úlfsstöðum 2 mörk, 100 álnir, Eiði 2 mörk, 100 álnir, Fitjum 1 mörk, 100 álnir, Hraðastöðum 3 mörk, Völlum 3 mörk, Mógilsá 2 mörk, 100 álnir, 5 aurar, Saltvík 1 mörk 100 álnir, Móum 1 mörk, 100 áln- ir, 6 aurar, tveim Vallám 3 mörk 100 álnir, Summa ( leigumálans), hálfur sétti tugur, item Esjuberg, Gufunes, eyðijarðirnar Þorbjarn- arstaðir og Hellar". Þá eru taldar upp þær jarðir, sem Páll ábóti kjarni ko m undir klaustrið, en hann var ábóti þar um þetta leyti, ásamt dýrleika þeirra. Jaðrirnar voru þessar: Út- skálahamar 16 hundruð, Vallá 20 h., Skeggjastaðir 12 h., Helgadalur 12 h., Varmá a0 h., Lágafell 20 h. Mýdalur 20 h., Hofsstaðir 7 h., Hálf ir Brunnastaðir 30 h., Breiðholt 30 Rauðará 16 h., Hofsstaðir 7 h. Hlíð 16 h„ Háls 16 h., Miðengi 40 h. Hér bætist og við 30 gömul naut í eigu klaustursins, 80 tvæ- vetur og veturgömul, kálfar 30. Nautgripir þá alls 190. Ritstörf hafa kanokar stundað á klaustrinu. Má telja víst, að þar hafi verið seinast lögð hönd á Styrmisbók, Ólafs sögu belga eftir Styrmi hinn fróða prior, Harðar sögu Grímkelssonar og jafnvel Kjalnesinga sögu. Bókasafn gott átti klaustrið, sbr. máldaga klaust ursins 1397. Eru bækur þá taldar um sextíu, þar á meðal þessar norrænar bækur: primus mirac- ula sanctæ. María (Kraftaverka- saga heilagrar Maríu), Upp- rektarsaga, Dialogus á stórri bók, Maríusaga, Postulasögur, Sermones (helgisiðir, 2 ann- els fornir á 10 bókum og lögbók. Hinir fornu annálar, sem getið er í þessari skrá, hafa sjálfsagt verið ritaðir í klaustr- inu. Einnig er getið skólabóka áð- urnefndra. Lausn 26. krossgátu Ótal manneskjur gerðust pró ventufólk Viðeyjarklausturs, og eru mörg dæmi þess í Fornbréfa- safni. Tek ég hér úrdrátt úr ein- um slíkum samningi. Anna Snjólfs dóttir, sem áður er nefnd, gerði próventusamning við klaustrið hinn 18. ágúst 1525. Hún gaf með sér jörðina Skrauthóla á Kjalar- nesi 20 hundruð, 6 hundruð í fríðu og 4 hundruð í þarflegum peninguim. Gegn þessu fékk hún ævinlega próventu og framfæri í klaustrinu, X álnir vaðmáls og hálfa mörk í klæði og léreftum, skyrtuléreft, 2 pör skó, 3 merkur mjólkur með fiska árlega, mjólk hvern dag og svo konu sér til þjón ustu svo lengi sem hún kostaði hana. Annað bréf var gert um þennan próventusamning 1527, og þar til tekið hús það, sem Anna skyldi hafa til afnota. Hefur þessi fyrrverandi húsfreyja í Reykja- vík haldið fast á rétti sínum. Hrafn Guðmundsson lögréttumaður í Engey gaf Viðeyjarklaustri Arnar- hól árið 1534 sér til eilífs bæna- halds. Minnugur þess lýk ég þess- ari ritgerð um Sundklaustur. (Heimildir: Fornbréfasafn (Dipl- omatarium Islandica), Sturlunga, Biskupasögur, Annálar, Árbækur Espólíns, fslenzkar æviskrár, ís- lenzka þjóðveldið eftir Björn Þor- steinsson o.fl.) Sunnudagsblaðið kemur ekki út um næstu helgi, vegna sumarleyfa starfs- fólks, 646 ThiNN - sunxudagsblað

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.