Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 11
tímanum. Þá urðu þeir lengst af að híma í skýlum sínum og gátu ýkki haldið sér þurrum og urðu gkapstyggir og önugir. í eitt sinn Kom til heiftarlegrar deilu milli jpeirra út af því, hvar í skýlinu fikyldi hafa eldstæði. Minawaka ákvað að fara og leita nýs bústað- ar. En ekki leið á löngu, áður en báðir voru farnir að skríða um runnana og skella í góm í sífellu, en önnur hljóð þorðu þeir ekki að gefa frá sér. Kom þar, að þeir heyrðu hvor til annars, og urðu með þeim fagnaðarfundir. Hétu þeir því að skilja aldrei framar. Á sjöunda ári fundu þeir bögg- ul í rjóðri einu. Þeir voru smeyk- ir við það að opna hann, óttuðust að einhverjar vélar væru bundnar honum, en hertu þó upp hugann að lokum. Pakkinn reyndist hafa að geyma skilaboð frá japönskum Ihershöfðingja, sem þeir höfðu aldr ei heyrt getið. Stóð þar, að Jap- anir hefðu gefizt upp og hermenn þeirra skyldu gefa sig fram, myndu þá ekki sæta neinum afarkostum. En þeir kumpánar lögðu ekki trún að á þennan boðskap. Þeir höfðu ekki sætt sig við þá hugmynd, að styrjöldinni væri lokið og kom til hugar, að keisarinn hefði ákveðið að berjast annars staðar og því látið Bandaríkjamönnum eftir Guameyju. Einhverju sinni ætluðu þeir Ito og Minakawa að freista þess að komast undan sjóleiðis. Þeir gengu niður að ströndinni og fylgdu fjöru borðinu röstum saman, en hvergi var neinn bát að sjá. Aftur á móti komu þeir í námunda við banda- riska herstöð, þar sem allt var kátt og bjart. Eftir þvi sem árin liðu, tók þá félaga að þrjóta kjark og lífsþrótt. En þeir hjörðu þó, enda urðu þeir aldrei alvarlega veikir, en slíkt myndi hafa riðið þeim að fullu. Þá var það dag nokkurn ár- ið 1960, að Minakawa -fór í fæðu- Nokkrir munir úr eigu þeirra kumpána. Fremst sjást nálar, slöng- ur úr vörubfl eru á miðri mynd, og efst getur að líta íiát, gerð úr niðursuðudósum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ leit og kom ekki aftur. Ito, sem er 'heimildarmaður að þessari frá- sögn, tók brátt að lengja eftir félaga sínum og fór að svipast um eftir honum. Eakst hann á bak poka Minakawas og ilskó. Þóttist Ito nú vita, að Minakawa hefði ver ið tekinn höndum og líkast til tek- inn af lífi. í því bili flaug þyrla yfir. Taldi Ito, að sér yrði naum- ast undankomu auðið, ef til vill hefur hann hugsað líkt og Skarp- héðinn, sem ekki vildi láta svæla sig inni eins og melrakka í greni. Stefndi hann nú í átt til einnar bandarískrar herstöðvar og hugð- ist falla með sæmd. Brátt rakst hann á nokkra menn, og varð undr un hans ekki litií, er hann sá, að einn þeirra var Minakawa, ný- rakaður. Eyjarskeggjar höfðu kom izt á slóð hans og elt hann uppi, en ekki tekið hann af lífi, eins og Minakawa hélt þá mundu gera, heldur framselt hann Bandaríkja mönnum. Japanirnir voru enn hálfvan- trúaðir á frásögn hermannanna um endalok ófriðarins og þeir ótt- uðust, að verið væri að blekkja þá, þegar þeim var sagt, að þeir yrðu fluttir til heimalands síns. En loks stigu þeir á japanska grund, og reyndist þeim margt hafa breytzt, meðan þeir voru í burtu frá jörð feðra sinna. Faðir Itos var látinn, en hann hafði ávallt trú að því, að sortur hans myndi snúa heim, þótt nafn hans hefði verið greypt í minnismerki um fallna sonu heimabæjar þeirra. Þeir Ito og Minakawa eru nú miðaldra menn og hugsa með lítilli gleði til þess hálfa mannsaldurs, sem þeir drógu naumlega fram lífið og lifðu í sífelldum ótta. Og víst er um það, að þeir munu ætíð bera nokkur merki þessarar sextán ára dvalar í frumskóginum. 635

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.