Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 21
Lúkas öskraði af öllum mætti. Hann baðaði út öllum öngum til þéés að fresta því, sem hlaut að koma að. Skelfingin léði honum afl. Hann barðist um og ríghélt í rammann til þess að sporna við jöfnu átaki hennar. Það var eins og það losnaði hluti af honum — hluti, sem féll niður eða flaug í burtu. Hann æpti enn, þótt hann sárverkjaði í hálsinn . . . og alltaf losnaði meira og meira frá líkam- anum. Hann heyrði óglöggt, að slegin voru bylmingshögg á dyrnar. Hann tók á öllu, sem hann átti til, og megnaði enn að æpa. Hann heyrði, að barið var með exi á hurðarhún- inn. Dyrnar hrukku upp, og hann sá föður sinn æða inn í herbergið, í átt að speglinum. Jón greip í útrétta hönd sonar síns og hélt dauðahaldi. Hann fann að Asti togaði í með ómennsku aíli. Jón varð hamstola. Hann sá, að sonur hans dróst lengra og lengra inn í glerið. Hann sá mynd konu sinnar, þar sem hún ríghélt um handlegg Lúkasar og brosti djöfullegu sigurbrosi. Með hjálp yfirnáttúrlegra krafta dró hún drenginn æ lengra. Jón fann, hvernig hann færðist burtu frá honum. Hann herti takið. Dreng- urinn horfði nú til hans handan glersins, og augnaráðið bar með sér ólýsanlega skelfingu. Enn hélt Jón um hönd sonar síns, Hann var ákveðinn í því að sleppa ekki takinu og tók á öllum sínum kröft- um. Hann missti fótanna. Honum var ekki léð afl á borð við hið illa. En hann sleppti ekki takinu. Hann hélt svo fast, að hann fann hvern- ig hönd hans sjálfs dróst í gegn- um glerið. Hann æpti, þeg- ar hann sá mynd sína í speglin- um — en hann skyldi ekki sieppa! Hann skyldi ekki sleppa! Þá gall við ægilegt, kvalafuilt vein. Síðar gerði Jón sér grein fyrir þvi, að það hljóð hafði kom- ið úr hans eigin barka. Allt í einu var son hans og Asti hvergi að sjá. Glerið varð heilt einu sinni enn, og hann sá einung- is sjálfan sig. Sjálfan sig, en ekki höndina, sem hafði farið yfir enda mörk hins raunverulega og inn í veröld hryllingsins. Hann fann til sársauka . . . sársauka, sem svipti hann mætti. Allt varð dimmt, og hann hné niður. Þegar hann rankaði við sér, stóð María Elín yfir honum ásamt sýslu- manninum og nokkrum öðrum borgarbúum. María Elín hafði orð- ið svo hrædd, er hún heyrði hróp- in og varð vör við fyrirganginn, að hún þorði ekki að fara inn í svefnherbergið, en flúði til borg- arinnar og.sótti hjálp. Nú stóðu þau öll yfir Jóni, döpur í bragði, og enginn virtist vita, hvað segja skyldi. Jón Trumbal reyndi að setjast upp, en þraut mátt til þess. Hann fann til hræðilegs sársauka í hægri handlegg. Hann sá, að armurinn var reifaður í handklæði, fagur- rauð að sjá. Hann leit upp með spurn í svip. Enginn sagði neitt. Að lokum rauf María Elín þögn ina. Snöktandi sagði hún: — Hand- leggurinn á yður, herra Trumbal. . þér hafið misst handlegginn. Jón leit á spegilinn. Þetta var ósköp venjulegur spegill. Það var óskiljanlegt, að þetta verkfæri djöfulsins skyldi vera svona hvers- dagslegt á að líta. Hann var lémagna, en skreið þá að speglinum og bankaði á silfur- skjöld hans. Mynd hans sjálfs gerði gys að honum, þegar hann snerti glerið. Þetta var þá gler, þegar öllu var á botninn hvolft! Allt í einu gerði hann sér grein fyrir því, hvað fólst í myndskurð- inum. Hann hafði til þessa ekki gefið mikinn gaum að honum. En nú starði hann hlessa á þessi smækkuðu höfuð, þar sem þján- ingasvipur skein af mörgu andliti. Hann renndi augunum frá einu höfði til annars, unz hann rak skyijdilega upp kvalaóp. Hann teygði út höndina, sem eftir var, og snökti. Lúkas, barnið hans, hafði bætzt í hópinn. Glaðlegt barnsandlitið var afmyndað af angist. Tár höfðu storknað undir gyllingunni. Jón Trumbal rak upp nístandi vein haldinn óbærilegri kvöl. Hann rak hnefann í spegilinn hvað eftir annað, unz hann sundraðist í þúsund mola. Þeir, sem viðstadd- ir voru, stóðu á því fastar en fót- unum, að þeir hefðu heyrt konu stynja, um leið og glerbrotunum rigndi yfir gólfið. Slökkviliðsmennirnir í Patuka snertu ekki hljóðfæri sín um langt skeið eftir þetta. Börn voru á- minnt um það að flýta sér hefcn úr skólanum og leika sér innan- húss. Sjaldan var kæti að sjá á bæjarbúum. Þeir voru ltngi aö ná sér eftir þessi skipti við hið yfir- náttúrlega. En þeir náðu sér þó. Um þessar mundir er alit með eðlilegu móti í Patuka. Borgin hef- ur mjög færzt til þess horfs, sem hún var í hinn örlagaþrungna septemberdag árið 1898. l.S. þýddi. Viðeyjarklaustur Framhald at bls. 633. þær 555 jarðir, sem kóngur tók með klaustrum landsins. Er þar komin skýring á uppgangi ýmissa íslenzkra höfðingja á síðari hluta sextándu aldar og auði þeirra á hinni seytjándu. Viðeyjarklaustur og -kirkja voru vígð og helguð Maríu guðs- móður, heilögum Nikulási, Pétri og Páli postulum, Jóhannesi skír- ara og heilögum Ágústínusi. Híef- ur þar verið stórhýst mjög, reisu leg klausturkirkja og klaustur, þótt þess sjáist engin merki nú. Samkvæmt vígslumáldaga klaust ursins frá 1226 áttu, eins og áður er getið, að vera þar þrír prestar og tveir djáknar auk hinna fimm kanoka. Þá er getið tveggja altara í kirkjunni. Syðra altarið í kirkjunni í Viðey var helgað Stef- áni píslavotti, Klemensi, Díoní'osi, Ólafi og Tómasi, nyrðra altarið var helgað Martinusi, Nikulási. Þor láki, Agöthu og Ivcie? (ólæsilegt í Fornbréfasafninu). Auk þess hef ur verið háaitari. Læt ég hér fylgja skrá um kirkjugripaeign klausturs- ins á dögum Jóns ábóta samkvæmt Oddgeirsmáldaga 19. maí 1367 : „13 höklar hinir betri og 9 manna messuklæði og þar með 12 hinir léttari höklar og þar með 6 manna messuklæði. 3 dalmatikur með sub tilum, hinar betri, 4 hinar léttari, 8 kápur betri, 13 hinar léttari, Þrenn antependia háaltaris með dúkum og fordúkum. Altarisdúk- ur búinn með fordúkum og tab- ula. Fern antependia en léttari með dúkum, 13 dúkar glitaðir, 13 kaleik ar gylltir og ógylltir, 1 stórt husl ker gyllt, 2 silfurtextar, 5 corpor- alia betri, 7 léttari. Rautt silki lít- ið. Bagall með tönn, 3 antependia til útaltara með dúkum, 8 kerta- stikur úr kopar og hin níunda stór, 2 amplar, 6 handklæði, 11 sloppar, 1 silkikoddi, 1 eldberi. Tvennar messubækur fyrir árs- ins hring. Legendur einar. Þrenn- tIibinn - sunmjdagsblað 645

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.