Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 5
Índazt Kolskeggr inn auðugi er J.nn var auðugastr maðr á íe- landi. Én eftir hann tók fó aiít Hallvelg Ormsdóttir. Þorvaldur ^ærði þat fyrlr Snorra at hann vildi setja klaustr nökkurt, sagði at Kolskeggr hefði heitit at leggja |>ar fé til. Bað hann Snorra tfl at Ólga hlut at með þeim. Er þat hér skjótast af at segja at þeir gnorri ok Þorvaldur bundu vin- Attu sína með því móti, at Gizur, eonr Þorvalds, skyldi fá Ingibjörgu dóttur Snorra en Þorvaldur skyldi eiga hlut at við Hallveigu Orms- dóttur, at hon gerði félag við Snorra ok fara til bús með hon- um. En brúðlaup skyldi vera í Reykholti um haustit þeirra Giz- urar ok Ingibjargar. Eftir þetta kaupir Þorvaldr Viðey ok var þar efnat til klaustrs. En þat var sett vetr síðar, var Þorvaldr vígðr til kanoka“. Af frásögn þessari sést, að Þor valdur í Hruna leitar til Snorra lögsögumanns Sturlusonar um að fá fé Kolskeggs og með samningi þeirra á milli nær hann fénu. Af þessu leiðir svo tvenn hjónabönd, Ingibjargar og Gizurar, Hallveigar og Snorra. Þá er þess getið, að lagður var ostatollur til klausturs- ins milli Reykjaness og Botnsár og bréf gert þess efnis af Magnúsi Gizurarsyni Skálholtsbiskupi og síðar Gizuri jarli ag Sigvarði Þétt- marsyni, biskupi í Skálholti (d. 1268). Talið er, að í fyrstu hafi Skál- holtsbiskup verið ábóti klausturs- ins og forráðamaður og skipað þrLor. Þorvaldur í Hruaa var pri- tff þar, en hann dó 1. september 1^85. Er þó ekkl óííklegt, að Legg- ur prestur (d. 1238), nefndur prlor í annálum, hafi verið príor i VÍS- ey á árabilinu 1226-35, en síðara árið verður þar príor Styrmir hínn fróði Kársson, prestur og logsögumaður, og er þar til dánar dægurs 1245. Styrmir var mikfíl fræðimaður og rithöfundur. Hafði hann dvalið í Þingeyrarklaustri og í Reykholti hjá Snorra Sturlusyni. Ritaði hann Landnámubók, þá sem kennd er við hann, og Ólafs sögu helga, sem Snorri hefur stuðzt við í sinni miklu sögu um Ólaf konung. Sumir ætla og, að hann hafi ritað Harðar sögu og Hólm- verja. í henni stendur eftirfarandi: „Segir ok svá Styrmir prestr inn fróði, at honum þykir hann hafa (Hörður) verit í meira lagi af sekum mönnum, sakir vizku ok vopnfimi ok allrar atgörrvi, hins ok annars, at hann var svá mikils virðir útlendis, at jarlinn í Gaut- landi gipti honum dóttur sína: þess ins þriðja at eptir engan ein mann á íslandi hafa jafn margir menn verit í hefnd drepnir, ok urðu þeir allir ógildir“. Þessi orð gætu bent til þess, að Styrmir hafi ritað um Hörð Hólmverjakappa og síðar aðrir á eftir honum eða að Styrmir hafi verið heimildarmaður að sögunui. Mun Viðeyjarklaustur hafa orðið bókmenntasetur þegar í byrjun og Styrmir unnið þar að ritstörfum, bæði Landnámubók sinni og Ólafs sögu helga Haraldssonar. ViSeyjarklaustur eignaðist í öndverðu land á Korpúlfsstöðum. Sennilega hefur engan órað fyrir því í kaþólskum sið, hve stórfelldur búrekstur átti eftir að hcfjast þar. Ljósm. Páll Jónsson Eignir klausturains i byrjun og á dÖgpm Styrmis sjást á eftlrfar- andl máldaga, n®kkuð dregnusn saman, ársettum i í*ornbréfasafni 1234: „Maríukirkja og staður í Viðey 4 Viðey alla frjálsa og ítakalausa. fíún á og land á Korpúlfsstöðum annað á Bleikastöðum (Blika- stöðum) inn efra og alla fjárbeit 'bæði vetur og sumar. Staður á geldfjár afrétt í Skarðskinn. Hún á og Elliðavatn hálft og allt land ■að Vatnsenda með þeim veiðum og gæðum, er þeim fylgja að fornu. Staður á og Kleppsland allt og laxveiði í Elliðaá að helming við ■Laugnesinga. Hámundur gaf til staðarins hólm þann er liggur í Elliðaám niður frá Vatnsenda. Magnús biskup gaf til staðarins ■hvalreka og viðarreka í Hvassa- hraunslandi. Þorlákur Bergþórs- son gaf staðnum hvalreka í Grinda- vík milli Rangagjögurs og Vala- gnúpa. Styrkár Sveinbjörnsson ■galt staðnum hvalreka milli ■Hraunstjarna og Kolbeinsskora. Sá maður, er býr í KrísuVí'k, skal ■skyldur til að festa hvalinn svo að eigi taki sjór út og gera orð til Viðeyjar fyrir þriðju sól“. Fyrsti ábóti í Viðey var Arnór 1247-49, sonur Digur-Helga staðar- haldara í Kirkjubæ á Síðu, Þor- steinssonar, bróðir Ögmundar stað- arhaldara í Kirkjubæ og móður- bróðir þeirra Odds og Þorvarðs Þórarinssona, sem kunnir eru af Sturlungu. Hefur þá forstöðumað- ur klaustursins fengið fullt vald yfir því og ábótatign. Imustið 1252 hittust þeir : Viðey, Gizur Þorvaldsson og Þorgils skarði, og fór með þeim álitlega, segir sagan. Voru þeir þá nýkomnir frá Noregi og urðu næstu ár valdamestir höfðingjar hérlendis. Þá hafði forstöðu klaustursins Runólfur Ólafsson, tók þar við um- ráðum árið 1250 og varð ábóti í klaustrinu . 1256-99 eða í 43 ár, og hefur enginn ver- ið þar jafnlengi ábóti. Run- ólfur var sarnmæðra Haf- urbirni Styrkárssyni í Nesi, mikl- um höfðingja og auðugum. Faðir hans er talinn Ólafur Jónsson á Hofi á Kjalarnesi. Runólfur særð- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 629

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.