Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 10
Þeir félagar, Ifo og Minakawa, skömmu eftir aS skógarvist þeirra lauk. Sextán r r ar i felum í frum- skóginum Árið 1944 var mjög tekið að halla undan fæti fyrir Japönum í styrjöldinni á Kyrrahafi. Meðal annarra staða var barizt um eyna Guam, sem liggur næst miðja vegu milli Japans og megin- lands Ástralíu. Eyjan var og er bandarísk nýlenda, en Japan- ir höfðu hernumið hana árið 1941. Dag nokkurn í október voru þrír tugir japanskra hermanna á ferð þarna, og þurfti þá einn þeirra að binda skóþveng sinn og dróst aftur úr. En í sama bili gerðu ástr- alskir hermenn árás á flokkinn úr launsátri. Sá, sem skóþveng- inn batt, Ito Masashi, komst und- an til skógar og hitti þar fyrir ann an japanskan hermann, Minakawa að nafni. Þeir fylgdust síðan að og duldust í frumskóginum og höfðu engar spurnir af umheimin um. Þeim var þó ljóst, að eyjan var á valdi Bandamanna, því að fyrstu mánuðina eftir að . dvöl þeirra í skógarþykkninu lauk, höfðu bandarískir hermenn allar klær úti að handsama Japani, sem þar höfðu leitað hælis, og eyjar- skeggjar hundeltu þá. Þeir Ito og Minakawa rákust oft á landa sína í fyrstu, en slíkum mótum smáfækkaði, því að sumir voru teknir höndum, margir dóu af hungri og harðrétti og ýmsir héldu til mannabyggða og gáfust þar upp. Ekki kom þeim Ito og Minakawa til hugar að taka þann kost. Þeim hafði verið kennt, að sæmra væri að falla á vígvelli en láta taka sig höndum. Og þeim bárust eng- ar fréttir um endalok styrjaldar- innar og væntu þess fastlega, að fyrr eða síðar myndu japanskir herir koma til eyjarinnar á ný og bjarga þeim, því að aldrei flaug þeim í hug, að Japanir myndu bíða eða hefðu beðið fullnaðar- ósigur. Því fór svo, að dvöl þeirra félaga í felum varð yfrið löng. Þeir bjuggu í hellum eða gerðu sér hreysi, sem tók mánuði að gera þannig úr garði, að ekki yrði eftir þeim tekið. Þeim vildi það til happs, rétt eftir að þeir lögðust út, að þeir rákust á einn rusla- haug Bandaríkjamanna og fundu þar margt, sem þeir gátu notfært sér. Þarna voru vírkefli, sem þeir ófu utan um staura ög kipptu í endana, svo að núningur varð og staurarnir hitnuðu. Á þá stráðu þeir púðri úr gömlum byssukúl- um, sem þeir höfðu fundið, og kviknaði þá eldur. Úr niðursuóu- dósum í ruslahaugnum gerðu þeir sér ílát, sem þeir gátu notað til þess að sjóða í. Rúmfjaðrir notuðu þeir í nálar og segldúksræmur i eins konar bakpoka. Ito og Minakawa lifðu í fyrstu einkum á berjum og aldinum, en tóku svo að leggja sér froska til munns. • Einhverju sinni ætluðu þeir að borða kjöt af metra- langri eðlu, en þótti það of feitt og óhrjálegt til átu. Þeir vissu, að þeir yrðu að neyta salts til þess að halda lífi og gengu því niður að ströndinni og sóttu sjó og suðu. Saltkrystallana, sem mynduðust borðuðu þeir ýmist eina sér eða með kjötmeti, þegar slíkt var í búi. Þeir félagar kviðu jafnan regn- Frásögn af dvöl tveggja japanskra hermanna á eynni Guam í Kyrrahafi 634 TÍMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.