Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 18
SPEGILLINN DULARFULLI Þetta var í septembermánuði irið 1898. Styrjöld Bandaríkja- nanna og Spánverja var nýlokið, 3g allir íbúar Patukaborgar, sem vettlingi gátu valdið, voru úti við að fagna sjálfboðaliðunum, sem sneru heim frá vígstöðvunum. Slökkviliðshljómsveitin lék, og börn hentu blómum og ávöxtum á vendilega sópaðan pallinn. Allir stóðu á öndinni af eftirvæntingu. Atburðir af þessu tagi voru ekki daglegt brauð í Patuka. Þá kallaði einhver, að hann sæi vélarreyk stíga upp rétt fyrir utan borgina. Þetta var i hvarfi, svo að ekki sást til járnbrautarinnar, en allt í einu kvað við eimpípu- blástur, og lestin skreið inn á brautarpallinn og hermennirnir þyrptust hlæjandi út i einni kös. Jón Trumbal steig út úr síð- asta vagninum í borgaraklæðum. Hann heilsaði grönnum sínum glaðlega, en sneri sér síðan við til þess að hjálpa konu einni niður á pallinn. Hlátrar og fagnaðaróp gullu við, fólk kysstist og grét . . . þangað til konan, sem Trumbal leiddi, kom í Ijós. Á svipstundu varð allt breytt. Öllum varð stirt um mál, og það var sem grúinn væri allt í einu gripinn feimni, eins og fjandsamlegur óvinur væri kom- inn til þess að njósna um einka- mál fjölskyldu. Þetta var skrýtið! Þetta var óútskýranlegt! Konan var fögur, fegurri en nokkur önnur, sem sézt hafði í borginni. Hún var hávaxin, næst- um því jafnhá og Jón Trumbal, og grönn eins og víðitág. Hár hennar var hrafnsvart, og kattar- augu ljómuðu í fölu, fagurmót.uðu andlitinu. Dauft bros lék um þrýstnar varirnar. Karlmennirnir 1 Patuka fullyrtu, að þeir hefðu aldrei séð konu með jafnmjúkan munnsvip og kuldalegt augnaráð. Jón Trumbal kynnti hana sem eiginkonu sína. Jón hafði orðið ekkjumaður fyrir fáum árum, en átti son frá því hjónabandi. Hann hafíí haft á orði að kvænast aftur. en engum hafði komið til hugar, að hann myndi koma heim úr stríðinu með eiginkonu — og þessa hka konuna! Frú Trumbal virtist láta sér mjög annt um stóran, flatan, vand- lega um búinn kassa, sem verið var að bera út úr vagninum. Hún taldi eiginmann sinn á það að hirða frekar um að koma kassan- um fyrir í vagni sínum en heilsa vinum og kunningjum. Og hún stóð hreyfingarlaus við hlið vagns- ins, unz Jón samþykkti að leggja af stað heim. Patukabúar fundu til léttis við burför þeirra. Á heimili Jóns biðu þeirra Lúk- as, ellefu ára sonur Jóns, Andrés, bróðir Jóns, og roskin ráðskona, Emma að nafni. Asti, en svo hét frúin, heilsaði þeim heldur fálætislega. Og rétt á eftir virtist hún gripin einhverju eirðarleysi og vanlíðan. Varir hennar tóku að skjáifa, hún föln- aði og tók andköf. Hún afsakaði sig með þreytu og bað um, að sér yrði vísað til herbergis síns og að kassabáknið yrði flutt þangað og opnað. ^ Jón og bróðir hans drösluðu kassanum niður í svefnherbergið, en Lúkas sótti verkfæri. Asti gekk óróleg um gólf, meðan kassan um var lokið upp og allar um- búðir fjarlægðar. Asti lagði síð- ustu hönd á það með nokkrum æsingi og afhjúpaði það, sem kass- inn hafði að geyma. Það reyndist vera risastór speg- ill. Um hann var breiður, gylltur rammi og sægur mannshöfða skorinn í. Furðumikið lífsmark virtist vera með andlitunum, og þau spegluðu margvíslegustu geð- brigði. Sum voru grett, og svipur annarra bar vitni um fláttskap, sinnuleysi eða örvæntingu. Þetta var furðulegt að sjá. Það var eins og öll höfuðin hefðu verið mótuð af meistarahöndum eftir lifandi fyrirmyndum. Jóni rann vatn milli skinns og hörunds, er hann virti spegilinn fyrir sér. En kona hans andvarp- aði af feginleik, er hún sá, að hann var óbrotinn. — Hengdu hann í burt, Jón, bað hún. — Ég er svo þreytt. Jón leit á hana og vissi ekki gerla, hvað hún átti við. Móður- mál Asti var spænska, og henni gekk stundum illa að tjá sig á ensku. Jón og Andrés strituðu við það að reisa spegilinn upp. Hann var svo stór, að umgerðin náði frá gólfi til lofts, Jafnskjótt og spegillinn var kom inn á sinn stað, tók Asti að stara á mynd sína í honum. Bræðurnir stóðu fyrir aftan hana, aðdáunar- svipur á andlitum þeirra. Hún var svo fögur! En Emma, sem fylgdist með gegnum opnar dymar, lét sér fátt um finnast. Henni fannst það ekki vita á gott, að ung kona yrði hugfangin af spegilmynd sinni. Brátt kvaðst Asti vera örmagna og bað um að fá að vera alein nokkra stund til þess að hvílast. Það kom í Ijós, að frú Trumbal varð gripin skyndilegri þreytu dag hvern og þurfti þá að hvílast í næði. Einvera hennar spannaði fáeinar stundir á dag, og hún fór jafnan til herbergis síns og læsti sig þar inni. Ekki skemur en klukkutíma xíkti þar alger þögn. Allt virtist breytast í húsinu, með- an á þessu stóð. Og aldrei brást það, að Asti var hress og endur- nærð að sjá, þegar hún kom út úr herbergi sínu. Tilfinningar Jóns kólnuðu á ein hvern kynlegan hátt. Asti var ást- úðleg og skyldurækin — en þegar hann snerti hana, fór um hann hrollur. Hann var ófús að játa, jafnvel fyrir sjálfum sér, að hann hefði fengið óbeit á konu sinni. Það var eitthvað í fari hennar, sem virtist benda til elli — eitthvað myglað, hrukkótt. Hann vissi, að þetta var fjarstæða. Hún var ung og fögur. . . Þetta fékk svo á Jón, að hann tók að forðast konu sína og gekk um búgarðinn öllum stundum eða skrapp til bæjarins. Um Andrés gegndi öðru máli. Sraásaga eftir Pauline K. Prilucik T t tl I M N - SUNVUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.