Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 12
I. Hinn 17. janúar árið 1706 fædd- .st sonur þeim Jósúa Franklín, sertasteypara í Boston, og Albíu, konu hans. Sveinninn var vatni ausinn og nefndur Benjamín, og varð af honum mikil saga, þótt fáa muni hafa órað fyrir slíku við fæðingu hans. Franklínsættin átti rætur í Oxfordskíri í Englandi, en Jósúa flutti vestur um haf árið 1683. Englendingar hófu landnám í Norður-Ameríku á öndverðri seytjándu öld, og jókst það hröð- um skrefum, er á öldina leið. En þeir voru ekki einir um hitu: Frakkar, Spánverjar, og HoB lendingar ásældust einnig lönd í þessum heimshluta, og rauðskinn ar, frumbyggjar Vesturheims, veittu vasklegt viðnám, þótt fá« mennir væru. Hollendingar heltust þó úr lestinni, og um skeið voru ítök Spánverja norðan Rio Grande- fljóts, sem nú skilur Mexíkó og Bandaríkin, einskorðuð við Flór- ída. Um það leyti, sem Benjamín Franklín fæddist, voru því Eng- land og Frakkland hin miklu ný- lenduveldi á meginlandi Norður- Ameríku. Nýlendur Englendinga Iágu allar austan Appalakkafjalla, en Frakkar töldust ráða fyrir geysi miklu landflæmi þar fyrir vestan, frá Mexíkóflóa, vestur undir Kletta fjöll og norður að íshafi. Þess ber þó að gæta, að frönsku landnem- arnir voru aðeins nokkrir tugir þúsunda og höfðu margir hverjir ekki fasta búsetu, heldur ferðuð ust um í leit að loðskinnum. Sum ir rauðskinnakynþættir fóru mjög sínu fram á landi Frakka og gerðu bæði þeim og Bretum marga skrá- veifu. En landnemar á austur- ströndinni voru mörgum sinnum flelri en í nýlendum Frakka, og fastara skipulag var á flestum hlut um eystra. Landnemar í Vesturheimi voru mjög frjósamir, og átti Jósúa Í'ranklín alls seytján börn, senj. flest náðu fullorðinsaldri. En lík» legt er, að oft hafi verið þröngjj í búi, Benjamín hneigðist snemmá til bókar og var settur í skóla. Eíj stutt varð í dvöl hans þar, tfít ára byrjar hann að vinna að kertíu gerð og verður alla tíð síðan af afla sér þekkingar upp á eigin spýtur. Atvikin höguðu því svo, ao Benjamín var settur til prentnáms, Benjamín Franklín á gamalsatdrl. 636 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.