Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 17
hug á auknum ítökum i Ameríku. Þess vegna var nauðsynlegt að ná samkomulagi við Breta hið fyrsta, og í því skyni slepptu Bandaríkja- menn öllu tilkalli til Kanada gegn þvd, að Bretar viðurkenndu sjálf- stæði þeirra og vesturlandamæri Bandaríkjanna yrðu Missisippi. Þetta voru þýðingarmestu atriði í friðarsamningi þeim, sem undirrit- aður var árið 1783, og leikur ekki vafi á því, að Bandaríkjamenn gátu fyrst og fremst þakkað Franklín þessa hagfelldu skilmála. Þótt Franklín væri korninn á átt- ræðisaldur, þegar hann hélt til Par- ísar, tók hann mikinn þátt í sam- kvæmislífi og virtist verða ungur í annað sinn. Hann hafði löngu lagt lífsreglur æskuáranna fyrir róða og naut lífsins, eins og tök voru á. Hann bað maddömu Helve- tíus árið 1780 og reit henni og maddömu Brillon og d'Houdetot greifynju gáskafull og hispurslaus bréf Var ekki laust við, að sum- um Bandaríkjamönnum í París þætti Franklín gefa sér of lausan taum. En vafalaust hefur gamli maðurinn hugsað til liðins áratugs með gleði, þegar hann kvaddi höf- uðborg Frakkaveldis árið 1785. Franklín bjó í Filadelfíu þau ár, sem hann átti ólifuð. Hann var ein- róma kjörinn forseti Fram- væmdaráðs Pennsylvaníu og gegndi þem. ríatua t prjú ár. Og þótt hrumur væri, tók hann þátt í ráðstefnu þeirri, sem kvödd var. saman til þess að semja stjórnar- skrá til handa Bandaríkjunum. Þar var oft deilt fast, og gekk illa að ná samkomulagi á stundum. Frank lín bar fram til sigurs málamiðl- unartillögu, sem fól í sér eitt grundvallaratriði í bandarískum stjórnanháttum: hvert fylki á jafn- marga fulltrúa í öldungaráðinu, en tekið er tillit til fólksfjölda hinna einstöku fylkja við kosningar til fulltrúadeildar. Franklín var að vísu ósammála ýmsum atriðum í stjórnarskránni, en þegar til at- kvæða átti að ganga um stjórnar- skrána sem heild árið 1787, hélt hann ræðu og hvatti til samþykkt- ar hennar, taldi einingu mestu skipta. Georg Washington — sigursæll hers- höfðingi í styrjöldum viS Frakka og Breta og fyrsti forseti Bandaríkjanna. Heilsu Franklíns var mjög far- ið að hnigna á þessum árum, en þó var hann sískrifandi og velti fyrir sér stjórnmálum og öðrum hugðarefnum sínum. Hann dó ár- ið 1790, 84 ára að aldri. Ekki get- ur fjölmennari útfarar í Fíladelfíu, og aldrei hefur orðið lát á áhuga á ævi Franklíns og starfi. Þótt geysimikið mál liggi eftir Frank- lín sjálfan og fjöldi bóka hafi ver- ið ritaður um hann, er enn þrátt- að um ýmsa þætti stjórnmálafer- ils hans, og persónuleiki hans hef- ur verið mjög umdeildur. En þó munu flestir hyggja, að Benjamín Franklín hafi veríð einn merkast- ur sonur Bandaríkjanna. I. S. (Helztu heimildir: Benjamin Franklin and the American Independence eftir Esmond óright og The Structure of Am- merican History eftir Hofstadt- er, Miller og Aron). "mfnTTwn—i ■ b Peir, sem hugsa sér a3 halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á því. Fulltrúar Bandaríkjanna á ráðstefnunni i París árið 1783. Tallð frá vinstrl: John Jay, John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Vilhjálmur Franklín. — Hluti af málverkl eftlr Benjamtn West' T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 641

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.