Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 7
Gerrek Lundikin, norskum klerki frá Björgvin (líklega af þýzkum ættum). En ekki er mér kunnugt, hvort Gerrek ábóti hefur komiS til lands ins og verið vígður og setzt að í Viðey, en titilinn hefur hann haft til 1444. Einsdæmi er að veita út- lendum manni ábótastöðu hér á landi, ag sýnir þessi ábótaskipun, hversu kirkjan var alþjóðleg orð- in. Þá er komið að einum mesta höfuðskörung í ábótastétt í Viðey, Steinmóði Bárðarsyni (ábóti 1444— 81). Faðir hans er talinn Bárður Njálsson, prests á Kálfafelli Bárð- arsonar. Steinmóður var djákn og prestur í Hólabiskupsdæmi í þjón- ustu Jóns Vilhjálmssonar biskups þar og síðar í Skálholti. Eftir að hann varð ábóti, var hann tíðum officialis, meðal annars eftir Gotts- vin biskup { Skálholti og i um- dæmi Gottskálks Hólabiskups Ken- ekssonar, er fór með biskupsum- boð 1 Skálholti. Bréf, dagsett 9. september 1447, var gert um jarð- askipti þeirra Einars Þorleifsson- ar og Steinmóðs ábóta í Viðey fyr- ir hönd klaustursins. Steinmóður selur Einari Böðvarshóla 40 hundr- uð, Hörgshóll 30 hundruð, Vatns- horn og Vatnshornshóla 24 hundr- uð. Einar gaf klaustrinu á móti sjö jarðir með öllum gögnum og gæðum: Voga 20 h., Hlöðunes 20 h., Ásláksstaði tvenna 40 h., Knarr arnes tvenn 30 h., Breiðagerði 10 h., og 10 h. í Óttastöðum í Kálfa- tjarnarsókn. Einnig gerði Steinmóð ur jarðaskipti við Einar Þorleifs- son um Syðri-Háls í Grafningi þetta sama ár. Á Bartómeus- messu árið 1451 kaupir Gottskálk biskup 16 hundruð i Núpi undir Eyjafjöllum af Ingibjörgu Ólafs- dóttur í viðurvist Steinmóðs ábóta í Viðey, sem varð vicarius Skál- holtsbiskupsdæmis. Hinn 3. febr. 1451 gerði Nikulás v páfi bréf og sendi Steinmóði ábóta í Viðey og bauð honum að setja Jón Þorkels- son ábóta að Helgafelli. í Árbæ í Gufunessókn er Steinmóður in festo Germani episcopi árið 1464 ásamt Ólöfu ríku og gerir vitnis- burðarbréf þess efnis, að hún greiði Gerrek gullsmið í Hafnar- firði peninga upp f Guðmundar- eignir. Síðar er þess getið, að bróð- ir Þormóður í Viðey fór stefnu- för íyrir Steinmóð ábóta út af jörð inni Heiðarhúsum í Rosmlhvalanesi, sem séra Guðmundur Skúla- son taldi eign sína. En Steinmóður taldi hana eign Viðeyjarklausturs, sbr. bréf dagsett 29. júní 1481. Tal- ið er, að Steinmóður hafi átt í bardaga við Englendinga í Hafnar firði fyrir 1480 (aðrir eigna það eftirmanni hans). Synir Steinmóðs voru: Snjólfur, er féll í bardaga í Hafnarfirði, faðir Önnu, konu Ólafs Ásbjarnarsonar lögréttu- manns í Reykjavík, er gerðist pró ventukona í Viðey 1525, Þorvarð- ur, er hefur búið á hluta af Reykja vík, Bárður, Jón og Hjalti. Eftirmaður Steinmóðs ábóta hef ur verið Jón ábóti Árnason, sem nefndur er í Píningsdómi 1490 og dæmdur var af Diðrik Píning hirðstjóra í sambandi við verzlun og setu útlenzkra hérlendis. Læt ég hér fylgja lýsingu úr árbókum Espólíns 1490 af bardaga ábótans í Viðey við enska, en þar segir svo: „Einhverju sinni á þeim árum og þó heldur fyrri en síðar en nú var komið, að því er vitrir menn ætla, síðan Jón Árnason tók ábóta dæmi í Viðey, voru kaupmenn ensk ir í Hafnarfirði. Þeir voru tíu tigir og jafn margir sveinar þeirra, en hinir þriðju tíu tigir voru skips menn, þeir rændu miklu fiskfangi frá ábótanum, en hann þoldi það illa og safnaði mönnum og fór að þeim. Urðu þeir, hann og hans menn, 60 saman. En er þeir komu í fjöruna og íslendingar sáu liðs- mun þann hinn mikla, þá flúðu þrjátíu en ábóti og aðrir þrjá tíu lögðu til bardaga og gengu svo hart fram, að ekki hélt við áhlaup inu, komst ábóti á kné og var nær fallinn, en maður hans nokk- ur hjálpaði honum og gaf honum jörð síðan, flúðu þar hinir ensku og féllu margir, en einn maður ábóta, Snjólfur sonur hans, guldu þeir manngjöld eftir hann, er aft ur höfðu snúið.“ Þessi saga er höfð eftir Jóni annálaritara Eg- ilssyni. Þótt það kunni að vera efa mál, hvort hér er átt við Jón ábóta eða Steinmóð, bendir allt til þess, að hér eigi Steinólfur hlut að máli, og er þyngst á metunum að sonur hans hét Snjólfur. Þá verður fyrir oss Árni Snæ- björnsson, ábóti 1494—1515. Hann var kominn í beinan karllegg af Sæmnndi hinum fróða Sigfús- Viðeyjarklaustur átti Elliðavatn hálft frá upphafi 09 síðar alia jörðina. Veiðin i vatntnu hefur verið gott búsílag. Ljósmynd: Páll Jónsson. T í M I IV N - SUNNUDAGSBLAÐ 631

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.