Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Qupperneq 8
syni. Árni var áður prestur við Maríukirkju í Hruna og ráðsmaður í Skállholti, officialis 1486-93. Börn hans voru: Jón, sýslumaður 'í Keykjavík, sem mikil ætt er af komin, og Ingunn, er átti Hall- dór auðga Brynjólfsson í Tungu- felii. Voru þau kynsæl mjög, og meðal barna þeirra var bróðir Frey steinn, kanoki í Viðey, sem gaf með sér til klaustursins^ jörðina Vaðnes í Grímsnesi. Árni ábóti var fésýslumaður mikill. Á hans dögum (1447) var gerð rekaskrá klaustursins. Hann kom und- ir klaustrið jörðunum, SILrönd, Stóruvogum og Breiðagerði í Kálfatjarnarsókn, Hesti i Borgar firði, nokkru af Strönd í Land- eyjum, Þormóðsdal og Gröf í Mos- fellssveit og Kolbeinsstöðum í Rosmlhvalanesshreppi. Viðeyjar kirkja eyðilagðist á hans tíð (fyrir 1497). Ögmundur Pálsson, síðar Skál- iholtsbiskup (1519-41) varð ábóti í Viðey 1515. Hann hafði verið skiplherra á Þorlákssúð, skipi Skál holtsstaðar og heldri klerkur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Ög- mundur var glæsimenni í sjón, raunar talinn hirðulaus í Jílæða- búnaði og mjög drottnunargjarn. Hann var mjög fengsamur fyrir klaustrið í jarðakaupum. Árið 1517 dæmdi Stefán Skálholtsbiskup Ög mundi Hestengi af Jóni Þórðarsyni rí.ka á Hvanneyri. Ögmundur keypti þetta sama ár 20 hundruð í Vatns- leysu af Jóni Sigurðssyni og Hann esi Eggertssyni fyrir 25 hundruð lausafjár, síðan Býarsker hálf og Þórustaði á Rosmhvalanesi fyrir jarðir á Vestfjörðum. Erlendur Jónsson fékk honum Bakka á Kjal arnesi og tíu kúgildi fyrir ævilangt uppihald í klaustrinu, sbr. bréf, dagsett 23. júní 1517. Hrafn Guð mundsson gerði próventusamning við Ögmund ábóta 15. maí 1518, gaf með sér jörðina Hól í Lundar- reykjadal. Fyrrnefnt ár fékk ög- mundur 5 hundruð i Vatnsleysu af Ólafi Áslbjörnssyni, þeim er leyst hafði úr haldi Jón Einarsson og Önnu Snjólfsdóttur, konu hans. Fyrir það gaf Ögmundur Ólafi upp sektafé og lét brot hans gegn heilagri kirkju afskiptalaus. En það var brotið, að Ólafur hafði lát ið landseta sína gjalda til Kálfa- tjarnar bæði kirkju- og prestatíund af þessum ð hundruðum í Vatns leysu, en tiundin átti ag gjaldast þar heima, því að þar var Mlf- kirkja. Ólafur þessi var Ásbjarnar son, var lögréttumaður og bjó í Reykjavík með Önnu, konu sinni. Ögmundur ábóti keypti fimmtudag inn fyrsta í sumri 1519 jarðirnar Hvítárvelli og Árdal í Andakíl og Skálholti og 25 hundruð í Norðtungu af Jóni Hallssyni, í um- boði Guðrúnar Jónsdóttur, fyrir Garðsvik hinn mesta í Hvolhrepp, Sámsstaði og Tungu í Fljótshlíð og 11 hundruð í lausafé. Árið áður höfðu orðið mannvíg í Viðey. Erlendur Þorvarðsson frá Strönd í Selvogi, síðar lög- maður, vó þar fyrir karl- dyrum mág sinn, Orm Ein- arsson í Saurbæ á Kjalarnesi vegna deilna þeirra um heiman- fylgju Ragnheiðar, konu Orms og systur Erlends. Telja sagnfræð- ingar, að þessi atburður hafi fleytt Ögmundi ábóta í biskupssætið í Skálholti. Erlendur var systurson- ur Stefáns biskups í Skálholti. Hef ur því Stefán viljað friðmælast við Ögmund ábóta fyrir hönd Erlends og kosið hann sér til eftirmanns, og var ekki langt að bíða fyrir Ög- mund. Stefán andaðist öndverð- an vetur sama ár, og stóð Ögmund ur yfir moldum hans og var kjör- inn biskupsefni og var kominn í Skál'holt, er hann átti í jarðakaup- um þeim, sem áður getur. Enginn efi er á því, að Ögmundur hef- ur valið eftirmann sinn í Viðeyjarklaustri og kjörið til Helga Jónsson, prest auðugan í Hvammi í Norðurárdal. Hann veitti klaustrinu forstöðu 1521- 28, var vígður ábóti á Lúkas- rnessu árið 1522, og hef- ur því þurft mikinn undirbún- ing fyrir starfið. Helgi gaf þá stór gjafir Ögmundi biskupi og Skál- holtskirkju, Hvamm, Galtarhöfða og Sanddalstungu. Var biskupi í sjálfsvald sett, hvort hann vildi vera láta beneficium eður Skál- holtseign. Kaus Ögmundur, að væri beneficium. Einnig gaf Helgi kirkjunni í Hvammi 20 mál- nytju kúgildi og tíu hundruð í þarf legum penlngum. Viðeyjarklaustri gaf hann 40 hundruð í jörðinni Norðtungu í Þverárhlíð og 20 kú- gildi, Jóni Helgasyni, sonarsyni sínum, gaf hann Dýrastaði 24 hundruð, Gestsstaði 11 hundruð og 5 hundruð í Desey, en Helga Helga syni, bróður hans, Hamar í Þver órfhlíð og Grísatungu í Stafholts- tungum og hverjum þeirra þar að auki 20 hundruð í kúg'ildum og þarflegum aurum. Þremur systr- um sínum gaf hann 5 hundruð og fátækum það, sem afgangs var, og hafði þó gefið Viðeyjarklaustri góða og þarflega peninga. Helgi þessi prestur í Hvammi hefur ver- ið margfaldur milljónungur á vorra tíma mælikvarða og gefið stórt, til þess að sér hlotnaðist hið tigna ábótadæmi. Gísli er nefndur aðstoðarábóti í Viðey 1524—28, ábóti 1528—31. Hans er getið í svonefndum Odda dómi, þar sem Ögmundur biskup Pálsson lætur dæma sér vald yfir Oddastað, sem hafði verið í veit- ingu erkibiskups. Er dómur þessi kveðinn upp hinn 8. júní 1528 að Bæ í Borgarfirði með setu ábót- anna í Viðey og Helgafelli. Hefur Ögmundur vart gengið lengra en þetta í því að dæma gegn rétti sjálfs erkibiskups um veitingu höf- uðprestsetra hérlendis. Er þá komið að seinasta ábót- anum í Viðey, Alexíusi Pálssyni, ábóta 1531—50. Hann var prestur áður á Þingvöllum. Þar eru svo- nefndir ábótasteinar í kirkjuvegg, sem sýna áttu, hversu mikill krat'ta maður Alexíus var. Hann er nefnd ur officialis 1530. Skóía hafði Al- exíus í klaustrinu, og á hans dög- um urðu siðaskipti í landinu og tíð indi markverð. Á hvítasunnu- morgun 1539, er Alexíus var rið- inn úr Viðey til fardagaúttekta sinna og fátt karla heima í klaustr inu,kom þar hinn þýzki fógeti á Bessastöðum, Diðrik af Mynden, með fylgdarmönnum sínum vopn- uðum. Hröktu þeir heimamenn og börðu á þeim. Tók Diðrik klaustr- ið undir sig, og var þar rænt 20 kúm, 120 ám, 70 lestum fiska og mörgu öðru. Um þennan at- burð kvað Jón Arason biskup: Sunnan að segja menn Sundklaustur haldist laust. Þýzkir það gjöra rask þeyigi gott í Viðey. Öldin hefur ómild Ála bruggað vont kál. Undarlegt er ísland, ef enginn réttir þess stétt. Ögmundur biskup Pálsson dæmdi í Reykholti með 24 dóm- 632 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.