Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 6
ist í bardaganum í B?e í Borgar- firði 1237 ásamt Hafurbirni bróð- ur sínum. Voru þeir bræður í liði Þorleifs í Görðum á Akranesi, sem var þar fyrir flokki Gnorra Sturlu- sonar gegn Sturlu Sighvatssyni. Þeir bræður dvöldu og með Þor- leifi í Görðum, og kann Runólfur að hafa verið þar heimilisprestur. Árið 1280 er Runólfs ábóta getið í sambandi við bréfagerð, vegna ostatolls til klaustursins, sem áður er nefndur. Þá er hans getið í brúðkaupsveizlu Sigurðar seltjarn- ar og Valgerðar Hallsdóttur á Möðruvöllum í Eyjafirði, lijá Þórði Hallssyni riddara, bróður Valgerð- ar, ásamt fleiri fyrirmönnum, Árna Skálholtsbiskupi, Eyjólfi á- bóta á Þverá o. fl. Það var til ný- lundu í þeirri veizlu, að þar birt- ist séra Aðalbrandur með boðskap Magnúsar Noregskonungs lagabæt- is til landsmanna. Var þar sagt, að Þangbrandur væri í annað sinn kominn til landsins (Áma saga biskups). Þá var máldagi klaustursins 1284 gerður í tíð Runólfs, og virðist ábóti hafa ver- ið fjárgæzlumaður góður Á hans dögum, 1267, ætlaði Gizur jarl að leggja niður jarldóm og taka við kanokaklæðum í því klaustri, sem faðir hans hafði átt hlut í að stofna, en andaðist, áður en af því varð. Andrés drengur er ábóti í Við- ey frá 1305 til 1325, þegar hann er sviptur ábótadæmi, óvíst fyrir hverjar sakir. Jón Halldórsson, áður bróðir af prédikaralifnaði í Björgvin (Dóminikanaklaustri), var þá Skálholtsbiskup (1322-39). Andrés var áður kanoki í Þykkva- bæjarklaustri. Hann er talinn Ormsson og af sumum Klængs- sonar, sem kanoki var í Viðey, Teitssonar, bróðursonar Gizurar jarls. En aðrir ætla hann son Orms kanoka Þorlákssonar og þá bróður- son Staða-Árna Skálholtsbisk- ups. Af þeirri ætt hafði og verið Magnús, bróðir Staða-Árna og Orms, kanoki í Viðey. Andrés var vígður ábóti af Árna' Ilelgasyni Skálholtsbiskupi. Á dögum And- résar drengs í Viðey, árið 1313, var ger máldagi klaustursins, og á klaustri þá fjórtán jarðir, en þær voru þessar: Eyði, Bleika- staðir, Ós, Þormóðsdadur, Korp- úlfsstaðir, Vatnsendi, Elliðavatn, Leysingjastaðir, Kleppur, Holt, Hvammur, Digranes, Eyri (í Kjós), Húsatúptir. Þá verður Helgi Sigurðsson ábóti í Viðey 1325 og er til dánar- dægurs, 21. desember 1343. Helgi var áður kanoki í Þykkvabæ. Á dögum Helga hefur bróðir Þor- valdur verið í Viðeyjarklaustri, en hann dvaldi lengi í Noregi i góðu yfirlæti með Hákoni Björgvinar- biskupi (sbr. bréf þess efnis, sem fór milli Hákonar og Jóns Indriða- sonar Skálholtsbiskups árið 1340). Hjá Helga ábóta hefur dvalið 1342 Þorlákur Loftsson, ábóti úr Þykkva- bæjarklaustri, en hann flýði vegna deilna við bræður þar á náðir Við- eyjarklausturs. Veturinn 1344, á Benedikts- messu hinn 31. marz, breytti Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup reglu- haldi í Viðey, aftók Ágústínusar- reglu, en setti í stað Benedikts- reglu og vígði undir hana sex bræður og skipaði Sigmund Ein- arsson príor, en hann var áður officialis. Jón biskup er talinn hafa verið íslenzkur að ætt og bróðir að lifnaði og gerðist hér mjög harður landsfó'lkinu, þau fimm ár, sem hann var biskup. Meiri líkur eru fyrir, að hann hafi verið bróðir af reglu Benedikts en Ágústínusar vegna breytinga hans í Viðey. Páfaleyfi þurfti til reglubreytinga á borð við þær, sem urðu í Við- ey, en þó kann að vera, að erki- biskup í Niðarósi hafi haft umboð frá páfa til að veita þvílíkt leyfi. Sigmundur var príor í Viðey til 1352 eða þau átta ár, sem Bene- diktsregla var haldin í klaustrinu. Arnór, fyrsti ábót.inn í Viðey, var langafabróðir Sigmundar príors. í tíð Sigmundar príors árið 1346, gaf herra Grímur Þorsteinsson lög maður Viðeyjarklaustri allan reka hvala og viðar fyrir hálfu Hrauns- landi og eitt hundrað sauða Lambastapa og enn fleira. Gyrðir ívarsson, Skálholtsbiskup 1349-60, áður ábóti að Jónskirkju í Björgvin, norskur að ætterni, aftók Benediktsreglu í Viðey og setti aftur Ágústxnusarreglu árið 1352 og vígði ábóta Bjarna Auð- unarson. Faðir hans er talinn Auðunn prestur í Selárdal Kráks- son, sem var af Seldælaætt. Snorri Þorleifsson kyngir official- is gaf út skipunarbréf um osta- toll til Viðeyjar 15. september 1361. Eftirmaður Bjarna ábóta var Jón föðurnafns ekki getið, áður kan- oki í Þykkvabæ. Var hann ábóti í Viðey 1364—69. í hans tíð, 1367, er gerður merkur máldagi klaustursins. Eru þar taldir upþ kirkjugriþir og bústofn. Jón Guðmundsson er ábóti i Við- ey 1370—79. Var hann og um tíma officiális I Vestfjarðarfjórð- ungi. Gísli Magnússon er ábóti í Við- ey fáa mánuði árið 1379. Verður þá fyrir í ábótaröðinni merkur maður, Páll Magnússon kjarni, sem varð ábóti árið 1379 og hefur dáið í svarta dauða inð 1403. Faðir hans var Magnús Filippusson aí Hagaætt á Barða- strönd. Páll var einn mestur fjár- aílamaður, sem setið hefur í sæti ábóta í Viðey og korn sextán jörð- um undir klaustrið. Skóla hélt Páll á klaustrinu, og er getið þess ara skólabóka í Vilkinsmáldaga frá 1397: In primis, Doctrnale Græ- cismus Avrora, Alexander Magnus Tobias Glosatus, Cato með Glosa, Item 9 versabækur aðrar. " Eftir dauða Páls kjarna, að liðn- um hönnungum plágunnar miklu, varð ábótalaust i tvö ár. En þá, er vígður til ábóta (líklega af Vilkin SkáUxoitsbiskupi) Bjarni Andrésson, sonur Andrésar Gísla- sonar, hirðstjóra í Mörk undir Eyjafjöllum. Sama ár heldur Björn Jórsalafari með mikilli rausn brúðkaup dóttur sinn- ar, Vatnsfjarðar-Kristínar, og Þorleifs Árnasonar frá Auð- brekku í Viðey. Var þar Vigfús hirðstjóri ívarsson og fieira stórmenni. Árið 1413 gaf Jón Skál- holtsbiskup, áður ábóti að Munklífi í Björgvin, staðfestingarbréf um kirkjumáldaga Viðeyjar, sem Bjarni ábóti í Viðey bar fyrir biskup, um fjórðung hvalreka í Hraunslandi í Grindavik og reka á fleiri stöðum. Innsigluðu það bréf bróðir Jón biskup, Vermund- ur ábóti á Helgafelli, Bjarni ábóti í Viðey, Vigfús ívarsson hirðstjóri og fleiri dáindismenn. Bjarni dó áxið 1428, og var lengi ábótalaust í Viðey eftir það, og komst klaustrið undir leik- mannavald. Bréf, dagsett 28. október 1441, gert af Eu- geniusi páfa IV. suður í Flrenz á Ítalíu, staðfestir veit- ingu ábótadæmis í Viðey til handa 630 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.