Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 14
út á frönsku (Bonhow me. Ric- hard). Þegar hér var komið sögu, gat Franklín gefið sér tóm til þess að sinna ýmsum hugðarefnum sínum í ríkari mæli en áður. En Frank- lín var mikill áhugamaður um öll náttúruvísindi og þá ekki hvað sízt eðlisfræði. Hann gerði tilraun ir með áhrif varma á ýmsa liti, skrifaði um landskjálfta og fann upp nýja gerð af eldstó. Veður- fræði var honum mjög hugleikin, og kynni hans af þeirri grein leiddu hann út í raffræðilegar rannsóknir. Franklin gerði fyrstur manna tilraunir, sem sönnuðu, að elding er ekkert annað en tröllauk inn rafneisti. Og hann átti hug- myndina að því að gera eldinga- vara, en sá útbúnaður var fyrst reyndur í Frakklandi árið 1752. Hvorki vildi Franklín taka einka- leyfi á þessari uppfinningu né eld- stónni, og var honum bersýnilega ekkert kappsmál að nota vísinda- gáfu sína til þess að græða fé. En Franklín varð víðkunnur af vísinda starfsemi sinni, hann var í miklum metum hjá vísindamönnum í Norð urálfu og skrifaðist á við ýmsa þeirra. Og menntastofnanir og vísindafélög kepptust alla tíð um það að veita honum heiðurstitla og viðurkenningu af öðru tagi. III. Segja má, að straumhvörf verði í æviferli Franklíns árið 1751, en þá hefst þáttur hans sem stjórn- málaleiðtoga, er hann er kjörinn á nýlenduþing Pennsylvaníu. Hann lét þegar nokkuð að sér kveða og bar ýmis umbótamál fram til sig- urs. En mest er um það vert, að um þetta leyti dregur til mikilla tíðinda í Norður-Ameríku, og hlaut Pennsylvania að koma mjög við þá sögu, þótt nokkra sérstöðu hefði meðal nýlendna Breta i Norður-Ameríku, þar sem kvekar- ar höfðu þar mikil ítök og þar var margt Þjóðverja. Franklin hafði mikipn áhuga á landsvæðinu vestan Appalakka- fjalla og hafði þungar áhyggjur af veldi Frakka á þeim slóðum. Mun hann hafa orðið einna fyrstur til þess að hvetja til stjórnmálalegs og efnahagslegs sambands nýlendn anna á austurströndinni. Komu fulltrúar nýlendnanna saman á fund til þess að ræða þessi mál, en ekki varð mikill árangur af þeirri samkomu. Hins vegar féll hugmyndin um sameiningu ný- lendnanna aldrei í dá eftir þetta. Og nú gerist það, að til mikillar styrjaldar kemur með Bretum og Frökkum, og jafnframt rísa úfar með brezku stjórninni og nýlendu búum vestra útaf skattlagn- ingu og almennri réttarstöðu ný- lendnanna. Vegna þess er Frank- lín sendur til Lundúna árið 1757 sem sérstakur fulltrúi Pennsylvan- íubúa. Erindrekstur Franklíns gekk all vel, og tókst að ráða ýmis deilu- mál Breta og Pennsylvaníubúa til lykta — um sinn. Franklín átti góða vist í London og eignaðist þar fjölda vina og kunningja. Sam- veldishugsjón var honum ofarlega í sinni, hann lét þess iðulega get- ið, að Bretland og nýlendurnar væru ein heild, sem ekki bæri rjúfa. En jafnframt var honum í mun, að Pennsylvanía yrði gerð að krúnunýlendu og taldi nýlendu búum happadrýgra að vera beint undir Bretakonung setta en hafa yfir sér landstjóra. Árið 1762 hélt Franklín vestur um haf og hlaut þrjú þúsund pund í heiðursskyni fyrir framgöngu sína í Lundúnum. Franklín dvaldi tvö ár vestra að þessu sinni, og meðan á dvöl hans stóð, gerðu Bretar og Frakkar með sér frið- arsamning, sem fól í sér endalok veldis Frakka á meginlandi Norð- ur-Ameríku. Kanada féll Bretum í skaut og eins allt land vestur að Missisippi. Þurftu nýlendubúar á austurströndinni nú ekki lengur að óttast Frakka, og hafði það strax sitt að segja í samskiptum við móðurlandið. En nýlendubúar áttu áfram í nokkrum útistöðum við rauðskinna, og gripu hinir fyrr- nefndu til lúalegra bragða í þeirri viðureign: sendu Indíánum ábreið ur bólusóttarsjúklinga — að gjöf. IV. Skömmu eftir komu Franklíns til Englands árið 1764 markaði stjórnin nýja stefnu gagnvart ný- lendum sínum í Vesturheimi. Tal- ið var nauðsynlegt að hafa setulið vestra til verndar nýlendunum, og af því hlaut að verða mikill kostn- aður. Bretum fannst eðlilegt, að nýlendubúar legðu eitthvað af mörkum. Fyrst í stað reyndu Bret ar að afla fjár með því að leggja nýja tolla á verzlun nýlendubúa, en uppskeran var rýr, og árið 1765 setti brezka þingið, þar sem nýlendubúar áttu enga fulltrúa, svokölluð stimpillög. Samkvæmt þeim var skylt að stimpla alls konar skilríki, verzlunargerninga og fleira og greiða stimpilgjald, sem rynni í fjárhirzlu konungs. Þetta gjald var ekki ýkja hátt, en nýlendubúar töldu gengið á hlut sinn, því að þeir höfðu ekki sam- þykkt þessa skattheimtu og töldu stjórnina engan rétt hafa til af- skipta af innanríkismálum ný- lendnanna. Var gripið til ákafra og fjöibreytilegra mót- mælaaðgerða, og kom ber- lega í ljós, að tryggð við krúnuna risti ekki djúpt meðal Ameríkumanna — gætti sýnu minna en Franklín hafði haldið. Leiddi þetta til þess, að vinsældir hans vestra dvínuðu um stund. En þá er stimpillögin voru felld úr gildi eftir aðeins eitt ár rénuðu grunsendir nýlendubúa á honum og nokkrar nýlendur auk Penn- sylvaníu réðu hann sem fulltrúa sinn í Lundúnum, og íbúar ann- arra leituðu ráða hans. Má því segja, að Franklín hafi raunveru- lega orðið sameiginlegur 'imboðs maður nýlendnanna hjá brezku stjórninni. Franklín var þannig skapi far- inn, að hann var vel til þess fall- inn að miðla málum og bera klæði á vopn. Fram undjr 1770 virtist hann nokkuð á báðum áttum með það, hvaða afstöðu hann ætti að taka í deilu Breta og nýlendubúa, og grunuðu báðir aðiljar hann um 638 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.