Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 13
tólf ára að aldri, og er enginn vafi
á því, aS sú ákvörðun markaði
lífi hans stefnu. Jakob bróðir hans
hafði nýlokið prentnámi í Lund-
únum og snúið heim til Boston og
sett á stofn prentsmiðju. Gerðist
Benjamín lærlingur hjá honum.
Fyrirtæki Jakobs dafnaði vel, og
kom þar, að hann hóf útgáfu viku-
rits. Benjamín, sem jafnan hafði
notað hverja tómstund til Iestrar,
skrifaði talsvert í þetta blað, og
mátti strax kenna, að hann var
prýðilega ritfær. Reyndar var þetta
ekki upphaf ritferils hans: nýkom-
inn í prentsmiðjuna orti hann
tvö ljóð, setti þau sjálfur og prent
aði og seldi síðan á götum úti.
Þeim bræðrum samdi fremur
illa, en Benjamín var sem lærling-
ur mjög bundinn af samningi þeim
sem gerður hafði verið við meist-
arann. Afréð Benjamín að flýja
til Fíladelfíu. Er frásögn hans af
komu sinni til borgarinnar einn
þekktasti kaflinn í sjálfsævisögu
Franklíns, en sú bók þykir einkar
greinargóð. Benjamín fékk vinnu
þarna, og var hagur hans allgóður,
en þó ákvað hann að sigla til
Lundúna ásamt vini sínum, Jakobi
Ralph. Þar aflaði Franklín sér frek
ari þekkingar á prentiðn, en ekki
dvaldi hann nema þrjú misseri í
Englandi að þessu sinni. Kann að
hafa valdið að nokkru, að til vin-
slita kom með þeím Ralph. Áttu
báðir sök á: Jakob skuldaði Benja-
mín stórfé og þrjózkaðist við að
borga og sá síðarnefndi ásældist
frillu hins.
Á leiðinni vestur um haf velti
Franklín, sem nú var tvítugur -að
aldri, mjög fyrir sér vandamálum
lífsins og ákvað að marka sér
fasta stefnu í framtíðinni. Niður-
staðan var sú, að hann samdi lífs-
reglur, að formi til ekki ósvipaðar
þeim, sem Þórbergur Þórðarson
setti saman á öndverðri tuttugustu
öld og um getur í Ofvitanum. En
Franklín ætlaði að gera iðni, spar-
semi, sannleiksást og sanngirni sér
að leiðarljósi.
II.
Franklín settist að i Fíladelfíu
og gerðist umsvifamikill i prent-
un og blaðaútgáfu. Hann stofnaði
klúbb ásamt nokkrum vinum sín-
um og kunningjum, þar sem öll
möguleg efni milli himins og jarð-
ar voru tekln til umræðú, ekki sízt
þjóðmál. Jafnframt kvæntist
Franklín um þetta leyti, árið 1830,
og var aðdragandi hjónabandsins
nokkuð óvenjulegur. Konan, De-
bóra Read, var dóttir fyrstu hús-
móður Franklíns í Fíladelfíu.
Hjónaband hafði komið til tals,
áður en hann hélt til Lundúna, en
ekki orðið af að 'sinni, meðal ann-
ars vegna andstöðu móður stúlk-
Franklín sendi flugdreka á loft i
þrumuveSri og tengdi við hann þráð,
er leiddi rafmagn. Þurfti þá ekki fram
ar að efast um það, hvert væri eðli
eldingar. Þessi tilraun var undanfari
þess ,að 'Franklín fann upp eldinga-
varann. — Sagt var um Frankljfn, að
hann hefði svipt harðstjórana veldis-
sprotum og himinn eldingunni.
unnar. Franklín skrifaði Debóru
eihu sinni frá Lundúnum og kvaðst
naumast mundu snúa aftur í bráð.
Varð þá úr, að Debóra giftist leir-
kerasmið nokkrum, en sá reyndist
vera kvæntur fyrir og yfirgaf
Deþóru skjótt. Franklín getur
þess í ævisögu sinni, að öðru sinni
á þessum árum hafi hann ætlað
sér að stofna til hjónabands, en
þá strandaði á því, að hann krafð-
ist of mikils heimanmundar. En
nú, er hann kom aftur til Fíla-
delfíu, hitti hann Debóru á ný.
Kveðst Franklín hafa gengið að
eiga hana, vegna þess að hann
hafði „samúð“ með henni, og jafn-
framt vildi hann ekki eiga meira
undir skiptum af „lítilsigldum
konum“, sem höfðu i för með sér
útgjöld, Óþægindi og áhyggjur af
því að kunna að taka hættulega
sjúkdóma. — Hjónaband þeirra
Debóru var farsælt, og eigauðust
þau tvö börn: son, sem dó ungur,
og dóttur, er lifði föður sinn.
Þar kom, að Franklín færði út
svið lífsreglna sinna og vildi nú
ná fullum tökum á fleiri dyggðum
en áður. í þessu skyni samdi hann
trúarsetningar í þrettán liðum ár-
ið 1728. Var fjállað um eina dyggð
1 hverjum lið. Er ekki annað sýnna
en Franklín hafi stefnt að því að
verða heilagur maður, því að hann
skilur fátt eftir, sem einum ein-
staklingi er til sóma á mælikvarða
siðprýðinnar. Franklin þótti gallar
sínir minnka, eftir að hann tók
þetta saman, en þó veittist honum
erfitt að tileinka sér þrettándu
dyggðina, auðmýkt, enda fylgdi
með, að ekki skyldi taka minni
menn en þá Jesúm Krist og Sókra-
tes til fyrirmyndar i því efni. \nn-
ars' var Franklín ekki mikill trú-
maður — í viðhorfum hans öllum
gætir mjög áhrifa skjmsemisstefn
unnar svokölluðu, sem átti miklu
fylgi að fagna á átjándu öld
Franklín var kominn vel i áln-
ir um fertugt. Hann var glöggur
kaupsýslumaður og grædd: á
hverju því fyrirtæki, sem hann
lagði út í. Áuk þess var hann
skipaður póstmeistari i Filadelfiu.
En mest orð gat hann sér fyrir
einn þátt útgáfustarfsemi sinnar:
útgáfu almanaksins Rikarðs
snauða (Poor Rirhard) um aldar-
fjórðungsbil. Ríkarði svipaði til
Almanaks Þjóðvinafélagsins að
því leyti, að dagatal var einungis
einn hluti verksins. Franklín skrif
aði, ljóst og alþýðlega, um allt milli
himins og jarðar, og þarna úði og
grúði af orðskviðum, sumum í
nýrri mynd, sem túlkuðu lífsskoð-
un hans. íslenzki málsháttur-
inn „Sveltur sitjandi kráka, en
fljúgandi fær“ hefði átt heima
þarna, því að iðni, reglusemi og
sparsemi eru þær megindyggðir,
sem Franklín brýnir fyrir fólki,
auk þess sem hann ráðleggur
sitthvað um einkalíf. Sumir telja,
að amerískur kapítalismi hafi á
upphafsskeiði mjög mótazt af
speki Ríkarðs, en almanakið varð
mjög vinsælt, seldist í tíu þúsund
eintökum á ári og var síðar gefið
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAli
637