Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Side 19
Það var engu líkara en hann væri bergnuminn. Hann gerði sér hvað- eina til erindis að hitta Asti, og augu hans fylgdu hverri hreyfingu hennar. Andrés knúði á með fram- komu sinni, en glöggt var, að mág- konu hans leiddist þetta og var ekkert um ágengni mannsins gef- ið. Þá varð einkennilegur atburður. Andrés hvarf! Hvarf sporlaust og sást hvorki tangur né tetur af honum. Jón og sýslumaðurinn stóðu ráðþrota. Hvernig gat slíkt átt sér stað? Eftirgrennslanir báru ekki neinn árangur. Nú tók Emma að njósna um húsmóður sína. Hún tók að læðast inn í svefnherbergið, þegar Asti hafði skroppið út í gönguferð. Dag hvern, þegar hún var þess full- viss, að frúin væri gengin út, tók hún að róta í föggum hennar, sem enn lágu á tvist og bast um her- bergið. Hún lét ekkert fara fram hjá sér fara, handlék demanta frú Trumbal og þefaði af ilmvötnum hennar. Þá strauk hún yfir vönd- uð atlask- og silkifötin, sem lágu samanbrotin í skúffum. Þau voru mjög glæsileg, en fremur gamal- dags fyrir jafnunga konu, og af þeim lagði annarlega lykt . . . rétt eins og þau hefðu verið geymd afar lengi í rökum kjallara. Og spegillinn var skrýtinn. Hann var svo stór! Hann setti svip sinn á herbergið. Það var annarleg til- finning að vera þar á ferli innan sviðs spegilsins. Það var engu lík- ara en fjandsamlegt risaauga fylgd- ist með hverri minnstu hreyfingu. Því sló svita út um Emmu í hvert sinn, sem hún kom inn í herberg- ið. En samt stóðst hún ekki frelst- inguna að gægjast þangað inn. Hún tók að rannsaka gaumgæfi- lega höfuðin litlu í umgerðinni. Síð degi nokkurt varð henni litið á höíuð, sem hún þóttist kannast vel við. Hún strauk yfir ávalar kinn- arnar, um augnatóttirnar og um hvassa hökuna. Andlitið var óeðli- lega kunnuglegt. Hún hallaði sér nær, nef hennar næstum því nam við rammann, og andgufa hennar settist á speg- ilinn. Hún lagði sig alla fram um það að nema hvern minnsta andlitsdrátt. Hún lagði höfuðið í bleyti. Þá varð henni allt í einu sannleikurinn ljós. Hún tók andköf, og fann hryll- ing læsast um sig. Vitaskuld þekkti hún þetta andlit! Hafði hún ekki séð það daglega í næstum tvo ára- tugi? Vitaskuld! Þetta var Andrés. Emma tók viðbragð. Hún ætlaði að hitta Jón og segja honum frá öllu saman. Ef til vill vissi hann, hvernig allt var í pottinn bú- ið. Þá fann hún, að kaldan, rakan og fúlan loftstraum lagði um her bergið. Hún leit í spegilinn og sá Asti. Emma leit við. Hún var ein- sömul í herberginu. Hér gat ekki verið um spegilmynd eins eða neins að ræða. Asti var inni í speglinum. Hún var handan glers- ins og horfði á Emmu. Augu henn- ar leiftruðu, munnurinn var opinn og sást í tennurnar . . . Hún var djöfulleg að sjá. Emma æpti. Asti rétti hvíta, kalda, klólíka hönd sína gegnum spegilglerið og greip um handlegg Emmu! Enginn skildi, hvaða orsök gat legið til þess, að Emma fór úr vist- inni. Hún hafði unnið hjá Jóni Trumbal í liðlega tvo áratugi og virzt una hag sínum hið bezta, þangað til nú fyrir skömmu. Hún hafði alið Lúkas litla upp með ágætum og helgað sig húsverkun- um. Enginn gat útskýrt hina skyndilegu brottför Eanmu, og eng- inn gat látið sér detta í hug, hvert hún kynni að hafa farið. Hún átti enga fjölskyldu. Dálítið fé hafði hún lagt til hliðar, en í ljós kom, að hún hafði ekki snert við því. Sýslumann og Jón grunaði, að hér væri eitthvað óhreint á seyði, en ekkert varð til þess að varpa Ijósi á hvarf Emmu. Nú ríkti annarleg þögn á bú- garðinum. Nágrannarnir slógu í hesta sína, þegar þeir áttu leið hjá, og fáir komu í heimsókn. Búgarð- urinn var vafinn skugga harmleiks. Vitaskuld var ekki neina breytingu að sjá, en óhugnaður lá í loftinu. Þetta ástand leiddi til þess, að skólabræður Lúkasar og leikfé- lagar vildu ekki hafa neitt saman við hann að sælda. Stúlka úr borg- inni, María Elín að nafni, var ráð- in til að sjá um heimilið. Hún var fálát, subbuleg og skapstygg og vís aði öllum vinarhótum drengsins á bug. Hann leitaði þá félagsskapar Asti í æ ríkari mæli. Síðdegi eitt höfðu Asti og dreng- urinn komið sér saman um það að rannsaka árbakkann fyrir norð an búgarðinn. Þau höfðu ætlað að hittast við brunninn að loknum hádegisverði, en nú leið og beið, og Lúkas sat einsamall á stein- veggnum og lét smásteina detta ofan í myrkt vatnið. Loks þraut hann þolinmæði og skundaði heim að húsinu. Hann staðnæmdist fyr- ir utan svefnherbergisglugga Asti. Tjöld voru dregin fyrir, en þau lágu að nokkru á gluggakistunni, og þannig myndaðist örlítil rifa, sem Lúkas gægðist í gegnum inn í herbergið. Það tók augu hans fáein andar- tök að venjast rökkrinu í herberg- inu. En brátt sá hann, að Asti stóð fyrir framan spegilinn. Hún var að greiða sér og hneppa að sér kjólnum. Þá kom að því, að Lúkas þurfti að núa augun. Þetta gat ekki átt sér stað! Hún var ekki lengur fyrir framan spegil- inn, hún var inni í honum. Skyndilega steig Asti út lir spegl inum, og silfurflötur hans varð heill á ný. Lúkas reyndi að halda niðri í sér andanum, en það var um seinan. Asti hlaut að hafa orð- ið hans vör með einhverju móti. Hún gekk hægum skrefum að glugganum. Og áður en Lúkas gat hrært legg eða lið, dró hún tjöld- in til hliðar og brosti. Hún læsti hendi sinni um hönd drengsins og sagði mildum rómi: — En hvað þú ert illa siðaður, Lúkas, að gægjast svona inn um gluggann. — Ég var að bíða eftir þér, stamaði drengurinn. — Alveg rétt, ég gleymdi því. Hún klappaði honum á kinnina með hinni hendinni. — Komdu Ekki var langt að bíða sögulegra atburða á búgarði Jóns Trumbals, er húsbóndinn hafði kvænzt fagurri og leyndardóms- fullri konu. T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 643

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.