Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Side 22
um meiri en breidd akurreitanna.
Fyrir kemur, að bændur jafnvel
búi til „akurmold" á berum klöpp
um. í urðarbrekku hlaða þeir geysi
mikinn steinvegg. Er hann líkast-
ur hálfmána að lögun og myndar
við brekkuna alldjúpa, niður-
mjóa skál. Bændur þétta hleðsl
una með leir og möl, og hleypa
síðan í skálina sendnu vatni úr
næsta áveitusíki. Sandurinn botn
fellur í skálinni, tæru vatninu er
veitt burtu, og sandvatn fyllir
skálina að nýju. Þessu er haldið
áfram í tvö ár, unz sandurinn er
orðinn svo mikill, að hefja má
ræktun í skálinni.
Mikið magn „akurmoldar" í
Hunza er því eldci beinlínis akur-
mold. Hún er lítið meira en sam
ansóp af hnullungsgrjóti, möl og
sandi. Með því að Hunza er hrjóstr
ugt land og i fjöllunum er kalt
og þurrviðrasamt, er þar eiginlega
hvergi að finna næringarefni fyrir
jurtir. Þá sjaldan að rignir, seytl
ar regnvatnið ört niður gegnum
gljúpan sandinn, skolar burtu
hverri ögn af jurtanæringu og ber
hana með sér í fljótin. Jafnvel harð
gerar eyðisandajurtir vaxa ekki
utan áveitusvæðanna, og snarbratt
ar hliðar fjallanna eru flestar nakt
ar og gróðurlausar. Ný áveitu-
svæði eru svo ófrjó, að Hunzabúi
nokkur sagði við mig: „Ef þú hef-
ur búskap á nýrri jörð, ertu neydd
ur til að sníkja mat af nágranna
þínúm í fimm ár.“
En Hunzabúar geta ekki að síð-
ur breytt sandinum í sæmilega
akurmold, ef þeim gefst til þess
nægur tími. Öllu sauðataði halda
bændur vendilega til haga og bera
fjórum sinnum á akrana, unz skor
ið er upp. Þeir veita tíðum vatni
yfir akrana, og í sumarhitunum
leysist taðið sundur á skömmum
tíma. Akurjurtirnar hafa því við-
unandi næringu í nokkrar vik-
ur eftir taðdreifinguna, en smám
saman siar áveituvatnið næringar-
efnið úr sandinum, og þá verður
að bera á akrana á nýjan leik.
Ljóst má vera, að í sauðataðið vant
ar mörg mikilvæg næringarefni,
einkum nítröt, fosföt og kalk, enda
er uppskera Hunzabænda hlut-
fallslega lítil og apríkósu-
trén bera flest einhver hörgul-
auðkenni.
Vert er að veita því athygli,
að Hunza er eitt hinna fáu landa
í heiminium, þar sem beitihagar
sauðfénaðar ráða mestu um jarð-
vegskosti akranna. í Hunza er
sauðataðið gulls ígildi. Á hvedu
kvöldi smalar xþóndinn safflln
kindum sínum og hefur þær í
rétt um nóttina, svo að hann gotl
hirt sérhvern taðköggul að morgQ^
og á nokkurra vikna fresti kllfÁ
ast léttfættir unglingar á fjðfi
og tína sauðaspörð í poka. Þanp-
ig tekst bændunum að flytja nær
ingarefni frá beitilöndum fjaíí-
anna niður í ófrjóa akra sína.
En, því miður, virðist allt þetta
unnið fyrir gýg. Innbyggjar Hunza
eru orðnir svo margir, að akrar
bændanna gefa ekki af sér næga
fæðu, og Hunzabúar 'yfirgefa átt-
hagana hópum saman. Ekki er vit-
að gjörla, hversu margir flytjast
árlega úr rikinu, en flestir munu
taka sér bólfestu í héruðunum um
hverfis Gilgit. Ungir karlmenn
flykkjast til Pakistan, ganga í
herinn eða stunda önnur störf, og
eru þeir hvarvetna mikils metnir
fyrir iðni, greind og heiðarleik.
Hunzabúum er ljóst, að ætt-
land þeirra er rýrt og harðbýlt,
og þar getur enginn verið óhultur
um framtíð sína, enda þótt fjöl-lin
séu hrikafögur og fari vel á lit-
skuggamyndum vestrænna ferða
manna.
jöm þýddi
Reikningsskil
Framhald af 737. síZSu.
Þú veizt hvar hans er að leita. —
Eins og mér sé ekki kunnugt
um, að þú hittir hann á laun.
Unnur lýtur ofan að mér. And-
lit hennar leysist upp í móðu, sem
leggst yfir vitund mína. Ég reyni
að gera henni skiljanlegt með
augunum, að ég get ekki dá-
ið án þess að fá fyrirgefningu
föður hennar. Hún hefur gripið
um hendur mínar, og ég beiti
síðustu kröftunum til að halda
mér fastri. Þvi að ég er að hrapa
—■ hraðar og hraðar, dýpra og
dýpra, — unz yfir höfði mér sam-
anlýkst hyldjúpt niðamyrkur.
Upphaf
Framhald af 734. siðu.
með hófst þræíahald í Norður-
Ameríku, sem átti eftir að breið-
ast mjög út með margvíslegum
afleiðingum.
Stofnun ensku nýlendunnar i
Virginíu krafðist ótrúlegra fórna
í öndverðu. Til dæmis má geta
þess, að vestur þangað fluttust
fyrstu sextán árin alls 5500
manns. Þar af sneru 300 aft-
ur heim til Englands, en samt
voru ekki nema 1200 íbúar í
nýlendunni árið 1623. Þanmg
höfðu samtals 4000 manns
dáið þarna þessi sextán fyrstu
Iandnámsár. Þeir höfðu fallið
Þeir, sem hugsa sér
aB halda Sunnudags-
blaðinu saman, ættu
að athuga hið fyrsta,
hvort eitthvað vantar
í hjá þeim og ráða bót
á bví.
Lausn
30. krossgátu
fyrir Indíánum eða látizt úr sjúk-
dómum og af alls konar skortl.
En þessir menn höfðu ekki fallið
til einskis, því að fyrir fórn þeirra
náðu Englendingar öruggri fót-
festu á meginlandi Ameríku, og
upp úr þessu fátæklega og smáa
landnámi hefur risið þróttmesta
og öflugasta ríki veraldarlnnar.
7 Z / / / / E Q / 7 2
F 0 f? N K fí P V r 1/ s
/ R £ Y N 3 L fl / T
5 K I K K J L s K 7
7 L 0 K u M N V D K
/ Y fí K T P B 0 P 0
$ / Q £ Ð / fí s T I fl 7
/ 5 1. i R f? t s T / /E F 0 J? j
L E N fí / / X fí u P fl / ý N
/ E G / K fí 1 7 fí s / N N
£ I G N / O S L 6 S T R ? 7
7 P J P T R J h £ T / Æ c 7
7 P P R N F y L / s K fí L
Æ Þ í N V E n J fí 8 T i L
/ 6 0 N N H 1 L D U J? fí r z
£ I fí / V Æ r fí / s fí' fí L fí
/ L s n £ V s V £ R £> / i S
H E L a R / 6 T 6 M 0 / fí' K /9
/ G n u K B f? / K I K N fí / N
/ fí V K / L z F I / K D N fí H
fí K n B l 7 fí N 5 fí / 5 r /
742
1 ! U l N N — SUNNUDAGSBLAÐ