Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Síða 22
— Þér þykir vænt um mig, er ekki svo, Elsa? —Jú, hvíslaði hún innilega og lagði hendurnar aftu« fyrir linakka hans. — Hvernig gæti annað átt sér stað, annar eins maður og þú ert? Aldrei hef ég borið annað eins traust til nokkurs manns og til þín, Friggi, allt frá því fyrsta, er þú tókst mig upp af götu þinni. — Já Elsa. Og af slíku og því- líku getur maður orðið glaður, svaraði Friggi. Og til frekari á- herzlu fvlgdi þessum síðustu orð- um hans þeirra fyrsti koss. Bjarni V. Guðjónsson, þýddi. Stormurinn — Framhald af 777. síðu. gráan óveðurshimininn, og þær líktust einpa helzt fingurbeinum, fálmandi eftir turninum, sem þau höfðu eigi getað haldið fyrir veðr- inu. Henry Winstanley varð að ósk sinni. Hann hafði reist vitann með ærinni fyrirhöfn, og ásamt vitan- um sökk hann í kolgrátt hafdjúp- ið. Trúlega hefur honum aldrei komið til hugar, að hann æbti eftir að liggja í svo veglegri kistu. jöm. Ávarp — Framhald af 779. s!5o. Mælir hún at munni sínum: Manninn þenna allir kenna, þann, sem hefur höfuð yifr, honum gef ég dýru stefin Þú varst ungur orku-slyngur, unnir glímu og snjöllu rími, sögufræðum, Sólarljóðum, sannri list af huga þyrstum, þreyttir sund til aukins yndis, aðra leiki sóttir keikur. Lífs frá hættu höndin Drottins hóf þig yfir til að lifa. Félagsmál í Sögu sölum sýna djarfleik þinn í starfi. Bættir gengi æ hjá ungum, elfdir kjark að göfgu marki. Þjóðin skuldar þor og gildi þinna merkisbera í verki. Sagan þakkar þér og stækkar þrýstinn sjóð og orðstír góðan. Frumtak þitt við stofnun skól- ans sýnir, að þú ert hyggjandinn, hugsjónamaðurinn og hefjandirm, eigandi hins sterka og vakandi vilja og vinnandi handar að fram- gangi skólans, og fyrir þetta allt vil ég að lokum færa þér kvæði á hætti Bjarkamála, hætti hinnar fögru og sterku þríliða stígandi: Hátt sér nyggjandi, hugsjón brennandi, vilji vakandi, verksins hefjandi. Göfgun ’rundandi, gott verk stundandi. Ættjörð unnandi, allvel kunnandi. Heill þér hefjandi hendi starfandi, veitull vekjandi, vegi lýsandi, hvern einn hvetjandi, hvergi letjandi, dáðir drýgjandi, dyggðum vígjandi. Ykkur hjónunum, öllum börnunum. skírum skyldmennuim, skólans nemendum, fer ég færandi, farsæld óskandi, hárrar hamingju, hýrrar minningu. Eg vil biðja menn að rísa úr sætum til heiðurs þeim hjónunum á meðan ég les síðasta erindið: Sýnið sannmerkum sæmdar hjónunum heiður, hyllendur, hópur samstilltur. Sit heill, Sigurður, sómans verðugur. Geiglaus, gunnreifur, glímu-konungur! Lausn 32. krossgátu Gamalt og gott Hákon konungur átti að halda ræðu í brezka útvarpið, og hann kom til útvarpsstöðvarinnar nokkru fyrir tilsettan tíma. Sann- ast að segja kom hann svo snemma, að enginn var þar til þess að taka á móti honum. Konungur sneri sér þá að ungri stúlku við upplýsinga- gatið. Hálfrugluð tók hún tólið af símanum og hringdi í dagskrár- stjórann, en hann virtist ekkert vita um fyrirhugaða útvarpsræðu, að minnsta kosti sneri stúlkan sér að Hákoni og spurði: — Hvað var það nú aftur, þér söguðst vera konungur, ekki satt? Jón Hermannsson, tollstjóri, var virðulegur embættismaður og gætti sóma embættis síns í hvívetna. Eitt sinn sem oftar bað maður um við- tal við Jón, og var erindi manns- ins að bjóða tollstjóra að hreinsa gluggana á skrifstofuhúsinu. Jón var hinn alúðlegasti við manninn, en svaraði loks: — Við þurfum þess ekki, þar eð við höfum ráðið sérstakan þjón til að þvo gluggana. Þegar maðurinn var farinn, sagði Jón við starfsmann, er hlýtt hafði á samtalið. — Ég átti auðvitað við rigning- una. Zj IZ / / u_ / / 7 2>1 / s s t U fí 5 o L / K 1 r U L 0 K 7 a T ■ / / L fí / F fí 0 n fí í? / T / E N / / fí V s a fí K 7 /~ / F í 7 i. / / fí / / / V j> / E / U n N P i S n A K r / 6 fí u / / 3 u K T K fl S r i L fi s X / V H í n p N V / p E V r E y R K K 1/' E D y fí s fí K fi N ] f? /,- J T / Ú J R / Ý / g i 17 / fí Y R I R N 7 / s r U V fí N’ y( p. / N N 1' L1 ,p V 7 L fí E / 6 Ú n K / / 5 E V 6 ó 7 L fí V ' / H o H Ú J T 0 Z / / fí V. / V fí w fí R fí / S ri' 0 T J R rí fí 7 N ý fí L /- 1) ö ú a u / fl l >1 V ú i N 7 A fí V z fí' s fí / fí L / D / / U K « 790 T I M « IX N - SUNMUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.