Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Side 3
/ rr.jj;:.::; 1 • 'i nv: i. T í M I N N - SUNNUDAGSBLA£> Óviða er harðari iífsbarátta háð en í sjónum. íbúar hafsins éta aðra og verða sjálfir étnir. En þó að flestir fari að ránum, ber það líka við, að tvær fisktegundir lifa saman i sátt og samlyndi og veita jafnvel hvor annarri gagnkvæma þjónustu. Um slíkt má finna mörg dæmi meðal dýra, jafnt í sjó sem á landi. Það er lifsbjörg sumra smáfiska að éta lýs og fleiri snikju- dýr af öðrum stærri. Virðum þessa tvo fyrir okkur. Þegar litli fiskurinn vill fara í lúsaleit, syndir hann að hinum stærri og hnyllir hann, svo að hann verði ekki étinn í mis- gripum. Stóri fiskurinn sperrir þá út uggana þakklátur þeim, sem vill þrífa hann. Sumir fiskar geta sogið sig fasta á aðra. Þeir eru þá með sogskálar ein- hvers staðar á skrokknum. Þessl er með þær ofan á krummanum. Hann lætur hákarla og skötur flytja sig víða um höf. Þegar gestgjafinn sem hér er hákarl, hremmir bráð, sleppa litlu fylgifiskarn ir taki sínu og taka þátt i máltiðinnl. Þegar þeir eru mettir, sjúga þeir sig fasta á ný og haida áfram ferðinni. Þannig verða hinir stóru fiskar að fara ferða sinna með fylgifiskana hangandi utan á sér, hvort sem þeim er það Ijúft eða leitt. Það er endur- gjaldið, að smáfiskarnir éta óværð af gestgjafanum. T"-> f ' i:>)ui:iiiuiuiimii -i .1 ii t 1 •<íi 4 £ i *í "lii r i II lillilni llilifflllil J:iii! li ,13 ff/. f _ v/ i ■ - & rf* - w;i .... _ ' I i i „níi. 'l'ii • Til er ránfiskur einn, langur og mjór, og hefst við i miklum sjávar- gró^íri. Afkvæmið vefur sig utan um snoppuna á föðurnum, sem ella myndí éta það. Lúðurfiskurinn lætur fyrirberast á Stundum dyljast lika lúðurfiskar mitt baki friðsamra fiska. Þegar slíkir i torfu smáfiska, er aðrar sjávarverur ferðafélagar nálgast bráð, gerir lúð- óttast ekki. Þannig á hann oft auðvelt urfiskurinn leifturárás og hremmir með að komast að eftirsóttri bráð. hana. Teikningar og lesmál: Charlie Bood.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.