Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Qupperneq 6
duldist ekki, að sólarlagið islenzkí er stórfenglegt. Niðri við sjóinn var fiskimanna- þorp, og þar brá fyrir kassalaga inísum, tveggja hæða, með báru- járnsþaki, sem oftar var málað eplagrænt en rautt, og ég fann fisklykt leggja fyrir vit mér, þeg- ar við ókum gegn um annað þorp stærra. Svo sá ég heystakka og fyrstu trén, sem mér höfðu borið fyrir augu, þó hvorki mörg né há- vaxin. í útjaðri höfuðborgarinnar gnæfði stórt sjúkrahús og stórir geymar, fullir af heitu vatni, sem kemur sjóðandi upp úr borholum j?g er leitt í pípum í húsin í Reykja vík. Það þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að hreinsa vatnið, og það streymir brennlieitt úr krönunum. Með því eru húsin hit- uð, og nú eru allir reykháfar orðn- ir óþarfir. Virkjun þessa heita vatns, sem kemur beint upp úr iðrum jarðar, hefur gert líf manna á íslandi þægilegra en áður, eink- um í Reykjavík, þar sem búa níu- tíu þúsund manna, nálega helming ur þjóðarinnar. Merki olíufélagsins á nýrri ben- sínstöð minnti mig á, að ég hafði ekki séð nein auglýsingaspjöld á leiðinni frá Keflavík. íslendingar leyfa ekki slíkt hrófatildur með- fram þjóðvegunum... í miðri borginni er gistihús, sem heitir Hótel Borg. Það má vel vera, að þar sé nú allt í góðu lagi, en ég gat ekki mælt með því eins og það var, þegar ég var þar, því að þjónustan var léleg. Þegar heyrnartólið á herbergissí-m anum var tekið upp, svaraði síma- stúlkan ekki, heldur ályktaði, að gesturinn ætlaði að tala ' við ein- hvern úti í bæ. Þá var ekki ann- ars kostur en hringja í síma gisti- hússins til þess að biðja um að fá úr hreinsun fötin, sem lofað hafði verið daginn fyrir daginn í gær. Kannski hafði maður orð á því, að erindi hefði eins vel get- að verið að segja frá því, að kvikn- að væri í herberginu. En það hélt áfram að láta manni í té línu til að hringja út í bæ. .... Ferðaskrifstofa ríkisins hefur ek-ki mikil u-msvif, en er þó dá- góð. Hún rekur við fremur örðug skilyrði verzlun, sem kölluð er Rammagerðin (þetta er auðvitað rangt), og þar er einna bezt að kaupa islenzkar peysur, trefla, vett linga, muni úr silfri og beini og eyrnalokka með ópölum. Þar fást líka hlýir inniskór úr gæruskinni. Ég hitti forstjórann og snæddi hádegisverð með hon-um og fjör- legum aðstoðarmanni hans, Stef- áni Einars-syni. Ég spurði, hvert hann teldi, að ég ætti að fara — Reykjavík væri ágætis staður, en íslandi gæti ég ekki kynnzt þar. „Það, sem þér ættuð að gera“, sagði hann, „væri að fara í lang- ferðabíl norður á öræfi og gan-ga síðan á fjöll“. „Hvers vegna geri ég það þá ekki?“ „Það gera fslendingar frekar en útlendir ferðamenn. Þetta er eig- inlega ekki sniðið eftir þörfum þeirra. En þér getið gist nokkrár nætur í fjallaskálu-m, sem ætlað- ir eru fólki, sem ekki skeytir mjög um þægindi. Hafið þ-ær svefnpoka meðferðis?“ „Nei.“ „Og þér verðið að fara með nesti“, bætti hann við. „Kannski getur gistihúsið séð mér fyrir nesti.“ „Þér eruð ekki frábitinn þessu? Með þessu móti getið þér kynnzt Ihndinu.“ „Ef með hópnum er leiðsögu- maður, sem kann ensku — já.“ „Það verður með í förinni leið- sögu-maður, sem talar ensku mæta vel.“ Stef-án Einarsson hugsaði sig um. „Náttúrlega ætti skrifstofan að eiga svefnpoka. Og sMðaskáli er í Kerlingarfjöllum — þar get- um við séð yður fyrir mat. Þér viljið í raun og veru vera eins og tvo daga á Hveravöllum?" Ég vildi það í raun og veru. Þennan sama laugardag stóðu litlir langferðabílar í röðum við torg í miðri Reykjavík. Ofan á þá var hlaðið sve-fnpokum og öðrum farangri. Það var eins og verið væri að flytja fólk nauðungarflutn ingi. Sextán voru í þeim bíl, sem ég fór í, flest ungar stúlkur, ein þeirra með lítill dreng. Eini út- lendingurinn, auk mín, var sænsk stúlka, sem virtist vera beztj ferða félagi og hafði víða farið, jafnvel komizt alla leið til Indlands. Hún talaði ensku reiprehnandi, og slíkt sama var að segja um leið- sögu-manninn, miðaldra mann. Sænska stúlkan hreppti bezta sætið við hliðina á leiðsögumann- inum, en ég, sem hafði lengi verið að leita að réttum bíl, af því ég gat ekki nefnt Hveravelli, svo að nokkur maður skildi, fékk það, sem verst var — aukastól. En ég sat þó rétt fyrir aftan leiðsögu- manninn, svo að við gátum talaO saman þrjú. Og ég vonaðist tíl, að sænska stúlkan styddi það með mér, að numið yrði staðar til myndatöku. • íslenzku farþegunum fann-st það hlálegt, að nokkur skyldi fíkjast eftir því að taka myndir, þar sem ekkert sást annað en grjóthrygg- ir eða hraunstraumar þaktir mosa, sem var eins og köngulóarvefur á litinn. Það fannst þeim allt of hversdagslegt. . . Þegar bíllinn nam staðar við Kerið f Grímsnes- inu, nenntu sumir farþeganna ekki einu sinni að ganga að þessum mikla og litbrigðarí-ka gíg. Þeir höfðu annaðhvort séð þetta áður eða vissu af einhverjum öðrum gíg, sem þeir tóku fram yfir. En langferða-maðurinn verður að hafa það hugfast, að honum má vera skrattans sama, þótt lands mönnum þyki hann barnalegur. Hann kemur öllu ókunnugur, og augu hans og önnur skynfæri eru opnari en heimamanna. Hann á ekki að kippa sér upp við það, þótt einhver skríkj í barm sér við og við.... Sextíu mílur frá Reykjavík er undrafagur foss, Gullfoss. . . Ég sá ekki Dettifoss, mesta foss í Norðurálfu, en af lýsingum á hon- um ræð ég, -að Gullfoss sé miklu fallegri. Sigurður Þórarinsson seg- ir þá sögu, að snemma á þessari öld haf’ vtlendingar ætlað sér að kaupa Gullfoss af bóndanum, sem þá átti jörðina, í því skyni að reisa þar orkuver. En dóttir bóndans hótaði að steypa sér í fossinn, ef hann seldi hann. (Þetta eru dá- litlar ýkjur). Við nærðum okkur í iitlu kaffi- húsi við fossinn og héldum síðan áfram. Norðan við auðnarlega slétt una, sem fram undan var, reis löng röð svartra fjallstinda, svo hvasstypptra, að engu var líkara en þeir hefðu verið meitlaðir. í dalverpi á milli þessara fjalla þótt ist ég ' sjá hvítgráan þokumökk. En það var þá hjarn — löng skrið- jökultunga. Leiðsögumaðurinn mælti: „Ég komst á jökla í fyrsta skipti árið 1936. Við vorum þrír saman. í tjaldinu dreymdi mig, að við kæmum þar að, er lítill bíll ha-fði ekið fram af árbakka og bílstjór- inn lokazt inni og drukknað. Þeg- ar við komum aftur til Reykjavik- 54 'r í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.