Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Qupperneq 11
hvort ég eignast ekki einhverja sálufélaga! Já, sýningin, nú var ég næst- ium búin að glayma að segja frá henni. Hún var haldin í Bogasaln- um og samanstóð af fjörutíu myndum, af húsum, götum og vegfarendum. Ekkert húsanna var (þekkt stórhýsi, enginn vegfarenda kunnur Reykvíkingur. Það var enda ekki meiningin, að maður sæi á þeim eitthvað, sem maður kannaðist við, heldur leggur Leif- ur aðaláherzluna á að ná skemmti- legum samleik flata, lína og grárra skugga. Og andstæðum ljóss og skugga. Aðalatriði einnar myndarinnar er það, hvernig kvöldsólin skín á skældar skúrdyr. Annað skipti dró sólargeislaflóð á gangstéttinni sunnan við Útvegsbankann ljós- myndarann að sér. Fólkið streymdi úr strætisvögnunum á torginu eft- ir matarhléið, og Leifur beið þol- inmóður, þangað til hópur af ungu fólki, sem honum fannst hæfa myndefninu vel, færðist út úr skugganum við horn bankans inn á sólskinsblettinn. „Myndavélin“, segir Leifur, „er ekki bara kassi með tafcka til að ýta á. Hún er tæki til að skálda með. Að velja eða hafna hlutum úr mynd með klippingu, 'að ýkja hlutföll með þar til gerðum lins- um, að ákveða lýsingu og mörg atriði í sambandi við framköllun, þetta er ljósmyndaranum það, sem rithöfundinum er orðaforðinn. Maður reynir að tjá umhyerfið formrænt. Ég skal játa, að ég er mjög hrif- inn af Parísar-hópnum svokallaða, ljósmyndurum, sem uppi voru um aldamótin. Einn þeirra, Atget, fað- ir nútímaljósmyndarinnar, æddi um París í þrjátíu ár og tók mynd- ir af búðargluggum, dyraskotum, jafnvel hurðarhúnum og ösku- tunnum, af einlægri ást á um- hverfi manneskjunnar. Hann lét ekki eftir sig grænan eyri, þegar hann dó, en þær tíu þúsund film- ur, -^em fundust i herberginu hans, eru óborganlegar. Hann var brot af sagnfræðingi og skáldi i senn. — En hvernig er hægt að sjá hurðarhúna í svo rómantísku Ijósi? — Sjáðu nú til, svarar Leifur. — Borgir eru handaverk manns- ins. Maðurinn hefur búið þær til, lagt sál sína í þær, og þar hlýt- ur hún að endurspeglast. Bygging- ar mannsins eru vitnisburður um sjálfan hann, og þessi staðreynd gæðir þær í mínum augum lífi. Þó skal ég viðurkenna, að járn- brautarlestin er það smíðaafrek, sem alltaf er mér hugstæðast. Hún heillar mig svo, að ég les mig stundum í svefn um gufulokur og svo franwegis. — Finnst þér hún lífca skáld- leg? — Já, jafnvel taktfastur sláttur hennar minnir mig á hjartslétt. Og auk þess, sem hún er snilld- arlega upphugsuð, þá er hún tengiliður milli fjarlægra menn- ingarheima. En nú er hér engin járnbraut, svo ég verð að leita að einhverju manneskjulegu, jafnvel í örgum steinsteypukössum. Annars, af því ég sé þú ert að horfa þarna á háhýsi hjá mér, þá tók ég þetta af svölunum hjá kunningja mínum. Hann ætlaði fyrst ekki að átta sig á því, hvað- an það væri. — Hvernig í ósköpunum stend- ur á því? Þú virðist ekki nota nein tæknibrögð. — Ég skar dálítinn geira úr því umihverfi, sem hann hefur dag lega fyrir augum, en birtist hon- tim hér í öðru hlutfalli og án lita. En úr því þú talar um tæknibrögð, þá má breyta heilmiklu með því einu að krjúpa á kné á jörðina. Það gerði ég til dæmis, þegar ég bók þessa mynd af þremur bæj- arvinnukörlum, sem eru að hjálp- ast við að reka miður eina smá- spýtu á afleggjara við Suðurlands- braut. Þessi kátlegu vinnubrögð minntu mig svo á eitthvað úr sög- unni um Lísu í Undralandi, 5 ég gat ekki stillt mig um að reyi á að ná stemningunni. Þegar ; beygði mig, bar aifleggjarann, se 1 karlarnir stoðu á, svo hátt, að þök húsanna fyrir handan gægð- ust rétt upp fyrir hann og mynd- in fékk ákveðinn óraunveruleika- blæ, vona ég. Annars á ég heldur erfitt með að útskýra, hvers vegna ég geri hlutina svona eða svona. Ég hef það mest á tilfinningunni. Og myndin, sem þú sérð af Suður- götunni, er mest til orðin af þvi mér hefur þótt vænt um þessa götu frá því ég var barn. Þetta var leiðin vestan af Ásvallagötu niður í Tjarnarbíó að sjá Gög og Gokke. Og þarna hlupum við vinur minn Framhald á 70. síðu. Hvítur þríhyrndur húsgafl við svartan.ferhymdan vegg. TÍMINN - SVNNUDAGSBLAÐ 59

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.