Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Síða 13
sumar. Ríkisjörðin Hafnarnes hafði þá nýlega losnað úr ábúð, og fengu búendur á Höfnum ráða- rétt á nokkrum hluta jarðarinnar. Meginhluti þorplandsins var tek- inn í skipulega ræktun og félag stofnað í þorpinu, sem hafði all- an veg og vanda af ræktunarfram- kvæmdum. Nýr málmfákur geyst- ist um holtin og mýrarnar með plóg og herfi og blandaði vorilm- inn~. beiskum olíuþef. Plógurinn bylfi jörðinni og herfið tætti plóg- strengina, en á eftir fóru ham- ingjusamir verkamenn með sáð- vörur og áburð. Draumar alda- mótaljóðanna voru að rætast, og sáðmannsins hamingja var sú að vera samverkamaður guðs í sköp- un nýrrar jarðar. Um veginn fór nýlegur vöru- bíll, eign Óskars Guðnasonar á Höfn, og sveitamenn með ullar- lestir í taumi bölvuðu þessu nýja farartæki, sem fældi hesta þeirra út af veginum. Það hafði jafnvel hvfirflað að einstaka manni, hvort ekki mætti banna þessu nýja far- artæki afnot vegarins. En þegar Óskar dró upp ökuskírteini sitt, undirritað af sýslumanninum í Vík í Mýrdal, dirfðist enginn að neita bílnum um afnot vegarins framar. Þetta vor var nokkur óróleiki í íslenzkum stjórnmálum, með því að kvisazt hafði, að dómsmála- ráðherrann yfir íslandi væri orð- inn geðveikur. Út af því spunn- ust heiftúðug blaðaskrif og fund- arhöld voru víða um land. Þetta fór ekki fram hjá Austur-Skaft- fellingum, því að einn daginn fóru hraðboðar um allar sveitir og til- kynntu, að sjálfur ráðherrann ætl aði að sýna af sér það lítillæti að heimsækja Austur-Skaftfellinga og halda fund á Höfn í Hornafirði. Menn flykktust á fundinn austan frá Lónsheiði og vestan frá Jök- uisá á Breiðamerkursandi, ,því að allir vildu sjá og heyra þennan furðulega mann. Flestir komu á hestum á fundinn, en nokkrir skildu hesta sína eftir i Hólum eða Bjarnanesi og fengu bíl Ósk- ars Guðnasonar til að aka með sig síðasta áfangann í þorpið. Einn bóndi úr Mýrahreppi, Dagbjartur Eyjólfsson í Heinabergi, fór þó á hestum sínum alla leið. En til þess að forðast fjanda þann, sem fór um vegina og fældi hesta sveitamanna, fór Dagbjartur út af veginum í Dilksnesholti og þræddi hæstu hóla og hraunlendi eftir það JÓNAS JÓNSSON — Morgunblaöið fullyrti, a8 hann væri orðinn brjálaður. í þeirri von, að þangað myndi bíl- skrattinn ekki elta sig. En falleg var hún, fölrauða hryssan hans Dagbjarts, sem titraði af angist við óminn frá þessari náttgömlu öld. Fundurinn var haldinn í gamla stúkusalnum á Miklagarði. Þangað komu þeir Jónas Jónsson og Har aldur Guðmundsson, leiðtogi jafn- aðarmanna, en Ólafi Thors var sjmjað um far með íslenzku varð- skipi, að sögn vegna grunsemda um, að hann befði leiðbeint Kveld- úlfstogurum með dulmálsskeyt- um inn í íslenzka landhelgi. Fund- urinn fór friðsamlega fram, og héraðsbúar fóru heim, sannfærð(ir um að þeir ættu óvitlausan dóms- málaráðherra. Sumarið 1930 var eitt mesta úr- komusumar þessarar aldar í Aust- ur-Skaftafellssýslu, enda varð hey fengur bænda bæði lítill og illa gerður. Það var alveg sama, þó að veðurstofan spáði sólfari og þurrki þetta sumar. Efndirnar urðu alltaf rigning og enn meiri rigning. Um þessar mundir starf- aði hjá veðurstofunni ungur veð- urfræðingur, sem getið hafði sér "gott orð fyrir veðurathuganir oa veðurspár. Sá hét Jón Eyþórsson Veðurspár voru þá nýlega farnar að berast með landsímalínum út um land. Gamall bóndi í minni sveit, sem orðinn var undrandi á veðurfarinu, kom eitt sinn sem oftar á landsímastöð sveitarinnar til að fá nýjustu veðurfregnir. Frétzt hafði, að Jón Eyþórsson væri i sumarleyfi uppi á hálendi íslands um þessar mundir. Nú ÓLAFUR THORS — ekki kom til mála, að hann fengi far með varðskipi. tekur gamli bóndinn að spyrja um veðurhorfur. og er honum sagt, a ný lægð náigist landið á hraðri leið norðaustur, og útlit sé fyrir skýfall á Suðausturlandi næsta sólarhring. Andvarpar þá bondi og segir: „Ódæmis ógn eru að heyra þetta! Ætli hann Jón Eyþórsson fari ekki bráðum að koma heim?“ Reiddu þig upp á Norðlinginn Þegar lokið var sumar- og haust önnum á Hornafirði, innheimti ég kaupið mitt, rúmar fjögur hundr- uð krónur, tók saman föt mín og námsbækur, er ég lagði niður í gamalt koffort, og lét úr höfn frá gömlu bryggjunni á Höfn í Horna- firði tveim vikum fyrir veturnæt- ur. Ferð minni var heitið í ann- an bekk héraðsskólans á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, en þar hafði ég dvalizt í yngri deild vet- urinn áður. Daginn, sem Esja átti að koma til Hornafjarðar, var aust anstormur og úfinn sjór, svo að strandferðaskip gat ekki komið inn á Hornafjörð. Við sigldum út tneð „nj'ja Björgvin“,'sem var utn tólf lesta vélbátur, og fólum allt ráð okkar Birni Eymundssyni hafn sögumanni og Sigurði Ólafssjmi, skipstjóra Björgvins, og gegnum vind og . vélargný heyrðum við eitthvað minnzt á „storm" og „hel- víti“, sem hvort tveggja getur vak- ið geig hjá ístöðulausum farþeg- um. En slíkt varðar engan um. Þegar Sigurður Óléifsson er við T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 61

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.