Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Síða 17
Ferð án fyrirheits Árið 1930 var ár mikilla atburða. Auk þeirra, sem þegar eru nefnd- ir, var íslenzka ríkið að reisa út- varpsstöð í Reykjavík, og var henni ráðinn útvarpsstjóri ungur Þing- eyingur, Jónas Þorbergsson. Með henni átti að gefa öllum íslend- ingum kost á að hlusta á hjarta- slög alheimsins, og var tilhlökk- un þjóðarinnar mikil. Skólaráð héraðsskólans á Laugum, undir forystu Jóns Sigurðssonar, bónda í Yztafelli, hafði ákveðið að gefa skólanum nýtt útvarpstæki, sem setja átti upp áður en útvarpsstöð- in byrjaði reglulegar útsendingar. Kaupfélag Þingeyinga hafði lofað að annast öll efniskaup, og á Húsa vík var viðurkenndur rafvirki, sem hafði lofað að koma í skólann sam- hliða tækinu og annast allan tækni legan frágang þess. Einn af herbergisfélögum mín- um, Egili Tryggvason frá Víðikeri í Bárðardal, átti vörubíl og hafði bílpróf. Skólastjórinn, Arnór Sig- urjónsson, ákvað að fá Egil til að fara á vörubílnum til Húsavíkur, þegar veður og vegir leyfðu, og sækja útvarpstækið og rafvirkj- ann. Við Egill vorum góðir félagar, log samdist milli okkar, að ég færi þessa för með honum. Var það ætlun mín að bæta eitthvað úr fataskortinum og grennslast eftir farangrinum. Einhverjir fleiri skólapiltar réðust til þessarar ferð ar, en nú man ég ekki nöfn þeirra greinilega. Bíll Egils var gamli Ford með burðarþol hálfa aðra lest og þótti mikið og merkilegt farartæki á þessum tíma. Var hann geymdur í sláturhúsi, sem stóð við rætur Fljótsheiðar, stuttan veg frá Breiðumýri, og hafði staðið þar óhreyfður síðan um veturnætur. Ekki veit ég, hvort fólk nú veit almennt, hvernig var umhorfs í byrjun tæknialdarinnar, sem hér var að rísa um 1930. Ég vil þess vegna geta þess, að sjnókeðjur og frostlögur, sem nú þýkja ómiss- andi í bílferðum að vetrarlagi, voru að mestu óþekkt í Þingeyj- arsýslum á þessum árum. Fyrsta verk okkar var að ná benzíni af tunnu, sem stóð utan við sláturhúsið. Benzíninu urðum við að hella í fötu og síðan gegn- um trekt á benzíngeymi bílsins. Kælivatn hafði verið tekið af bíln- ARNÓR SIGURJÓNSSON — vlldl að nemendur lærðu a3 leysa sjálfir vanda slnn. um um haustið, og urðum við að sækja vatn í fötu í á, sem rann þar stutt frá. Veður var fremur milt þennan dag, en áin var á sterkum ísi. Til allrar hamingju var járnkarl og skófla með í för- inni, og tókst að brjóta vök á ís- inn og dorga þar upp nægilegt kælivatn. Næst var hafizt handa að ræsa bílinn með sveif, og bar það árangur eftir nokkurt erfiði. Allt tók þetta nokkuð langan tíma, og var komið fram yfir hádegi, þegar haldið var af stað. Vegir voru hvergi nærri góðir, en þó slarkfærir með því að moka all- víða skafla eða krækja út af þjóð- vegi. Til Húsavíkur komum við í mynkri um kvöldið og tókum gist- ingu í gistihúsi hjá Hjalta Illuga- syni og Ásu Stefánsdóttur frá Öndólfsstöðum í Reykjadal. Þessa nótt gekik suðvestan fárviðri yfir Húsavík með stormi og rigningu. Gistihúsið var ekki búið neinum þægindum, nema alúð gestgjaf- anna, en í okkur sat hrollur og leiðindi yfir veðurfarinu. Þegar við litum út næsta morgun, var snjór að mestu horfinn úr byggð, en akbrautin þakin svelli svo langt sem séð varð og engin leið var að hreyfa keðjulausan bíl. Þenn- an dag sátum við um kyrrt á Húsa vík og notuðum tímann til margs konar útréttinga. Meðal annars var safnað saman öllu, sem varðaði út- varpið. Var þar í útvarpsstöng, gerð af svipuðu efni og spírur þær, sem nú eru notaðar í skreiðar- hjalla, nema margfalt lengri, og var okkur mikil ráðgáta, hvernig BRAGI SIGURJÓNSSON — lánaði gamla Laxa, vagnhest- inn á Litlu-Laugum, þegar hel- sært koffortið kom loks 1 leitirn- ar, ásamt þvældum sængurfata- pokanum. slíkt tré yrði hamið á gamla Ford. Eitthvað verzlaði ég í eigin þágu, en allt var það fremur lítið að vöxtum, þvi að pyngjan var létt og standa varð við allar skuld- bindingar við skólann. í kaupfé- laginu á Húsavík fékk ég að vita, að strandferðaskipin væru tæmd í hólf og gólf í Reykjavík eftir hverja strandferð, og væri far- angur minn ekki sokkinn í sjó, myndi reynandi að tala við skrif- stofu ríkisskipa þar. Þetta snjallræði hafði mér ekki JÓNAS ÞORBERGSSON — hann var valinn til þeess að fóstra út- varpið f frumbernsku þess. Það var mikil andakt i Þingeyjarsýslu fyrsta út- varpskvöldið, og þá þóttust sumir hafa heyrt Haligrim á Halldórsstöðum taka f neflð við hljóðnemann suður f Reykja- vík að loknum sögulestri. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 65

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.