Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Page 21
til hans glaðhlakkalega: Þú misst- ir helúur af strætisvagninum, gúði. Þetta gat hann ekki þolað. Hon- um fannst sér misboðið. Það sett- ist að innan í honum. Og þess vegna ákvað hann að fara burt. En það var hægara sagt en gert. Pabbi hans dó, og hann hokraði áfram með móður sinnL En það varð stutt á milli þeirra, gömlu Ihjónanna. Ári síðar skildi mamma gamla við heiminn, með þann fasta ásetning að leggja eitthvað gott inn fyrir drenginn sinn —þarna hinum megin. Hún vissi svo sem hvernig honum leið. Og þá var ekki annað eftir en seija jörðina. Og hún fór fyrir spottprís, hann þurfti svo mikið að fiýta sér. Og svo hvarf hann burt, eitt- hvað suður. Það létu sér flestir á ?ama standa, nema hreppsnefnd- in, því nú mundi hann hætta að greiða útsvar fyrir norðan. ★ Svo var það mörgum árum síð- ar, sem hann flutti hingað á Hlíð- arstíginn. Það veit enginn, hvað á daga hans dreif þar syðra. Hann var fáorður um það, sagði enda aldrei margt. Hann byggði sér lítið hús hérna við stíginn og bjó þar oftast einn. Stundum leigði hann herbergi, en það var ekki oft. Hann stundaði aila almenna vinnu, sem til féllst, og þótti góður verkmaður, kom sér alls staðar vel, en eignaðist ekki vini. Hann eldaði sjálfur og bjó um rúmið sitt, og það virt- ist aidrei neitt koma honum úr jaínvægi. Allir hans dagar voru hversdagar. Aldrei fékk hann bréf í pósti, varla hann skrifaði neinum, það vitað væri. Það var aðeins fyrir jólin, sem hann var vanur að kaupa barnagull af betri endanum, og kannski einhverjar flíkur, sem hann bjó um, setti í póstinn og skrifaði utan á til einhverrar konu í Hafnarfirði. Þannig gekk það í mörg herr- ans ár, og svo dó hann. Hann lét eftir sig bréf til sýslu- mannsins, þar sem fyrir var mæit, hvað gera skyldi við reyturnar. Var sýslumaður beðinn að sjá um sölu á húsinu og taka út peninga, sem geymdir voru í sparisjóðnum. Þessa upphæð átti síðan að senda til konunnar í Hafnarfirði .Heim- ilisfang hennar fylgdi, skrifað með viðvaningslegu klóri á gamait um- siag. Að sjáifsögðu annaðist sýslumað ur þessa fyrirgreiðslu. Og þegar allt var komið í einn sjóð, revnd- ist hann furðanlega drjúgur. Sýslumaður hafði samband við konuna í síma og lét þess auðvit- að getið, á hverju væri von. Framhald af 56. siðu. um þessa sannkallaða hetju-iands- lags. Endurnærð af mat og drykk, héldum við í bílnum áleiðis tií Hveravalla um klukkan hálf-níu. Þá var sólin einmitt að síga bak við fjöllin. Jökullinn var purpura- rauður, þegar við ókum norður stórgrýtta auðnina. Við komumst nú upp í meira en sex hundruð metra hæð yfir sjávarmál, og loga- glóð sólarlagsins endurspeglaðist á fleti silfurskyggðs vatns. Eftir svo sem tvær klukkustund- ir komum við á Hveraveili, og þar var betri skáli en sá, sem við höfðum gist i Kerlingarfjöllum. í honum var hitalögn. Þar var ekki heldur mikill vandi að fá heitt vatn í pípur: Skálinn er á miðju hverasvæði. Það hnfði komið undrunarsvip- ur á mig, þegar Stefán Einarsson sagði við mig: „Þér hafið með yður sundföt.“ Nú -fórum við beint í laug og lágum þar í heitu, steinefnaríku vatninu í miðnæturrökkrinu. All- ir strengir eftir gönguferðina hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég hreppti svefnstað í herbergi með fimm konum, og ég steinsvaf við nægan yl til morguns. Þá fór- um við út til þess að skoða hvera- svæðið. Vatnið kraumaði í stein- s'kálum undir gufuslæðum. Sums staðar var vatnið fölblátt og skál- arbarmarnir gráir eða gulir af brennisteini, og upp úr augum marglitrar steinhellunnar spýttust gufustrókar — þannig var þetta á stóru svæði ofan við skálann. Ég hafði' séð svipað "fyrirbæri á Nýja-Sjálandi og í Japan, og þó heillaði þetta mig. Við géngum yfir óslétt land, þar sem jarðVegur og gras þakti hraun ið undir, að grjóthrúgáldi, sem líktist rústum. Ti] báka fylgdum i En sýslumaður sagðist þurfa að inna eftir því, hvort hún værj ná- kominn ættingi hins látna, fjar- skyld eða óskyld, undir þvi væri það komið. hve mikinn skatt ríkið fengi af arfinum. — Nei, ónei. Ekkj vorum við nú skyld, sagði konan og dró dá- lítið seiminn, — en, en ég var einu sinni kaupakona á Mel...... við læk, þar sem gufuseyddur jarðvegurinn var sums staðar fag- urrauður. Smalar, sém upphaflega fundu þetta jarðhitasvæði, höfðu hlaðið sér þarna kofa, og kletta- byrgið, sem minnti á rústir, höfðu þeir notað sem fjárrétt. (Þetta hafa raunar verið kofarústir Fjalla-Ey- vindar á Hveravöllum). Litlu eftir hádegið var snúið á leið til Reykjavíkur. Við stöldruð- um þó við hjá Hvítárvatni, þar sem er enn einn skálinn, svo að við gætum virt betur fyrir okkur jökultunguna, sem gengur niður að vatninu. Á rennur úr vatninu, og milli hennar og bergþiljanna við jök- ulinn var grænt sléttlendi. Ég sagði víð leiðsögumanninn: „Ef við kæmumst yfir ána og gengjum yfir sléttuna, kæmumst við alveg að jökulsporðinum?“ Hann svaraði um leið og hann rétti mér sjónauka sinn: „Þér væruð jafnnær, þótt þér kæmust yfir ána. Þarna er kaf- hlaup!“ Mér fannst svo stórfenglegt að horfa á jökulstálið í sjónauka, að ég kallaðj á sænsku stúlkuna. En hún var niðri við ána og heyrði ekki til mín. Þá rétti ég leiðsögu- manninum sjónaukann og lagði af stað ti] hennar. Þarna var mýr- lent, en væta ekki meiri en svo, að vatnið tók ekki nema svo sem þumlung upp fyrir sólann á gúm- skónum, sem ég var á. Ég var með tvær myndavélar, báðar opn- ar, og hafði hengt þær um háls- inn. Allt í einu sökk ég upp að mitti og slengdist á hrammana. Báðar myndavélarnar fóru á kaf í bleytuna. Ég kippti þeim upp úr og sveiflaðj þeim aftur á bakið, og svo tókst mér að klóra mig upp úr, því að kviksyndi ga" þetta ekki heitið, sem ég hafði lent í, heldur dý eða pyttur. Ég ÁSTRALÍUMADUR SEGIR FRÁ - T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 69

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.