Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 1

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 1
VII. ÁR. 5. TBL. SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 SUNNUDAGSBLAÐ Sú var tíðin, að Bíldudalur var kunnur staður langt út fyrir landsteinana. Fyrir nálega nítutíu árum eignaðist Pétur Thorsteinsson Bíldudalsverzlun og fluttist þangað með Ásthildi sína. Brátt hóf hann mikinn skútuútveg. Óvíða á landinu voru umsvif meiri og stórmannlegri en á Bíldudal hina næstu áratugi, og Bíldudalsfiskur varð á skömmum tíma fræg gæðavara, svo að jafnvel suður í Genúa var það auglýsing fisksala að hafa spjald yfir dyrum saltfisksbúðanna, þar sem allir máttu sjá, að þeir höfðu Bíldudalsfisk á boðstólum. Á Bíldudal var prentsmiðja stofnuð og þjóðskáldið Þorsteinn Erlingsson ráðinn til þess að stjórna þar útgáfu blaðsins, og þar voru í gildi sérstakir peningar, slegnir í dönsku myndsláttunni. En svo hvarf Pétur Thor- steinsson brott, og seinna varð Bíldudalur fyrir þungum áföllum, er kollvörpuðu þar atvinnu- lífi að miklu leyti um eitt skeið. Ljósmynd: Páll Jónsson. EFNI I BLAÐINU Þýtur í skjánum bls. 98 Rætt við Halldór Laxness — 100 Um Soffíu á Sandnesi ... 103 Melur og melyrkja 104 Húsavíkurbruninn 1902 — 108 Frá Orkneyjum — 113 Kvæði eftir Sigurdór Sigurdórsson — 116 Saga eftir Sostsjenkó Hítá og Krakknes — 116 117 wm

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.