Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 20
Sigurdér Sigurdórsson: VÍTUR MAÐUR Fyrst var ég lítill, þá var mér sagt að þegja, þegar aS fullorðnir væru aS tala saman. Mér fannst þetta hart, því ég hafði svo mikið að segja hugsaði Ijótt og tútnaði allúr í framan. Svo liðu árin og ég varð örlítið stærri, enn var ég talinn barn, svo ég varð að þegja, en sætti mig við, því nú urðu fundirnir færri og fátæklegra það, sem ég hafði að segja. Loks varð ég stór, og þá varð ýmsum að orði, af hverju maðurinn kysi alltaf að þegja. Með góðlegu brosi hugsandi á fólkið ég horfði, nú hafði ég raunverulega ekkert að segja. MIKAEL SOSTSJENKÓ: Eljóðritinn Ameríkumenn eru ákaflega framtakssamir, enginn neitar því. Hugsaðu þér til dæmis allar þær nýjungar og uppgötvanir, sem þeir bera ábyrgð á: gufuaflið, Gillette-rakblöðin, snúning jarðar um ás sinn — um allt þetta hef- ir verið hugsað í þaula í Amer- íku og raunar talsvert í Englandi. Og nýlega juku þeir á velsæld mannkynsins með‘ nýrri uppgötv- un: Þeir færðu heiminum nýja vél — hljóðrita kalla þeir hana. Vitaskuld getur átt sér stað, að þessi blessuð maskína þeirra sé ekki alveg ný af nálinni, en hing- að til okkar kom fyrsta tækið núna um daginn. Það var hátíðlegur og ákaflega merkilegur dagur, þegar við veitt- um henni viðtöku. Fjöldi fólks þyrptist saman til þess að sjá þetta meistarastykki. Konstantín Woodin — maður, sem nýtur mikillar virðingar — tók hlífina af gripnum og burst- aði hana vandlega. Okkur varð það undir eins ljóst, hvílikur af- burða snillingur sá maður hlaut að vera, er samið hafði þessa vél. Þetta var mjög margbrotin vél, með óteljandi hnúða og litla, fal- lega takka. Við gátum tæplega trúað því, að svona fallegt og lít- ið og 'viðkvæmt áhald væri til nokkurs nýtt og gæti gegnt þvi hlutverki, sem því var ætlað. Ó, Ameríka, Ameríka! Hversu merkilegt land er Ameríka ekki! Þegjir allir höfðu skoðað vélina að vild sinni, lét hinn virðulegi Konstantín falla fáein hrósyrði um Ameríkumenn og ræddi síðan á víð og dreif um notin af uppgötv- unum snillinganna. Loks tókum við að gera ýmsar tilraunir með þenna merkilega grip. „Hver ykkar vill tala fáein orð i þessa undursamlegu maskínu?“ spurði félagi Konstantín. Þá steig félagi Tykin, sem einin- ig var mikils metinn þegn í ör- eigaríkinu, tvö skref fram á gólf- ið. Hann var hár vexti og ósköp magur — kominn í sjötta launa- flokk starfsmanna í Ráðstjórnar- ríkjunum og því vel settur, auk þesssem hann fékk borgaða auka- vinnu sína. „Lofaðu mér að reyna“, sagði hann. Honum var leyft að reyna. Hann gekk fast að áhaldinu í sýni- legri geðshræringu og stóð þar lengi hugsi, en gat ekki látið sér hugkvæmast neitt, sem hæfilegt var að segja. Síðan fórnaði hann höndum í örvæntingu, haltraði burt og blygðaðist sín sárlega fyr- ir hugkvæmdaleysi sitt. Þá gaf næsti maður sig fram. Á honum var ekki neitt hik. Hann hrópaði formálalaust: „0 hó, þú djöfuls apparat.” Síðan opnuðu þeir áhaldið, tóku plötuna og komu henni þar fyrir, sem hún átti að vera, og hvað haldið þið, góðir hálsar? Allir við- staddir heyrðu áhaldið endurtaka nákvæmlega og óbreytt orð manns ins. Nú tóku menn að stimpast og ýtast á, því að allir vildu komast sem næst þéssu undratæki og segja eitthvað — þótt ekki væri nema eina setningu, málshátt eða ljóðlínu. Og áhaldið endurtók allt af óbrigðulli nákvæmni. Félagi Tykin kom nú ti] sög- unnar að hýju og stakk upp á því, að einhver viðstaddra blótaði 03 formælti hræðilega í tækið. Hinn mikilsvirti félagi, Konstan- tin Woodin, var fyrst í stað mjög andvígur þessari hugmynd: Að blóta í tækið! Hann lýsti yfir .því, að hann fyrirbyði slíkt og stapp- aði niður fætinum um íeið og hann sagði þetta. En eftir nokk- urt hik og auðsýnilegt hugarstríð, skipaði hann svo fyrir, að sækja skyldi sjómann úr Svartahafsflot- anum, er bjó þarna í grennd. Það fór mikið orð af bardaga- fýsn þessa sjómanns og ægilegu orðbragði Sjómaðurinn lét ekki lengi á sér standa. „Hvar vildir þú láta mig bölva? í hvaða gat?“ Honum var sýnt rétta gatið, vitaskuld. Þá tvinnaði hann sam- 116 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.