Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 18
var þýzkur niósnari me'ð sendi- tæki í vinnustofu sinni, kominn til bess að hafa auga með herskipa- iaginu á Skapáflóa. Það var síðasta afrek hans, að í októbermánuði árið 1939 sendi hann yfirboðara sínum skeyti- þess efnis, að næstu viku mætti komast inn á flóan-n, því að verið væri að gera við kaf- bátanetin. Fáum dögum síðar skaut þýzkur kafbátur stórt orr- ustuskip með ellefu hundruð manna áhöfn í kaf og drekkti átta hundruð manns. — Úrsmiður hef- ur ekki tollað í Orkneyjum nema hann eigi einhver önnur erindi að rækja. Og herskipið liggur enn á hafsbotni á Skapaflóa, því að eyjar skeggjar risu svo öndverðir gegn því, að því yrði náð upp, að hætt var við þá tilraun. Langt út í fló- anum gnæfir nú stöng, sem sýnir, hvar -skipíð sökk. Orkneyjar voru vígðar þeim ör- logum, er orðið hafa hlutskipti þeirra, fyrir nokkurn veginn rétt- um fimm öldum — svipuðum ör- lögum og sennilega hefðu beðið okkar, ef Englendingar hefðu náð hér yfirráðum á miðöldum eða j^fnvel við friðargerðina í Kíl i byrjun nítjándu aldar, þegar minnstu munaði, að þeir hirtu ís- land af Dönum. Kannski væri þó næst að ætla, að þá hefði iand okkar hreppt svipuð kjör og Ný- fundnaland — að verða arðrænt og mergsogið fiskiver útlendinga. Nákvæmlega tilgreint var það ár- ið 1449, að Kristján konungur I. lét Jakob III Skotakonung hafa bæði Orkneyjar og Hjaltland að veði, því að honum varð féskylft, þegar jít skyldi snarað heima- mundi dÓtturinnar, sem hann gifti Jakobi þessum. Grátbroslegri atvik bafa varla skipt sköpum tveggja þjóðarbrota á einum og sama degi. Raunar áskildi hann sér rétt til þess að innleysa veðið síðar. En það var aldrei gert. Konungssjóð- ur þrútnaði ekki af gulli á þe&s- um árum, enda óvíst, hversu geng ið hefði að enduilheimta veðið, þétt ekki hefði skort peninga. Skozk áhrif voru þegar orðin mik- il. á eyjunum, því að þar höfðu á séinni öldum setið jarlar og bisk- upar af skozku kyni, og Skotakon- ungi var ljúfara að eiga þær sjálf- ur en vita þær undir krónu Dana- konungs, þrátt fyrir venzlin. Jarls- dæmið orkneyska var því lagt und ir krúnuna og eyjamar sviptar biskupssetri sínu í lok seytjándu aldar. Enskur og skozkur jarðeig- eignaaðall varð þar alls ráðandi og niðurlægingin innsigluð. Þó að Kirkjuvogur sé lítill bær, er hann sérkennilegur og vinaleg- ur. Vindar eru að vísu þar tíðir eins og gerist víða á litlum eyjum, en þeir, sem vanir eru golunni, setja hana ekki svo mjög fyrir sig. Engirj leigubílar sjást þarna á bryggju þegar strandferðaskip leggjast að, en þó er þar allmikið af ökutækjum í eigu þeirra eyjar- skeggja, sem í nokkrum efnum eru. En gestrisni fólks og vinsemd er mikil. Aðalgatan nefnist Breiðstræti, en er svo mjó, að þar geta tveir venjulegir bílar ekki mætzt nema með stökustu aðgæzlu. Hún er öll lögð hellum og gangstéttalaus. Eng ir lyklar fylgja herbergjunum í gistihúsunum þar, enda gerist þeirna ekki þörf. Enginn þarf að óttast um eigur sínar. Eyjarskeggj ar segja, að hinn gamli verndardýrl ingur eyjanna standi vörð um eign ir manna. Aðkomufólk hallast þó frekar að því, að fólkið sé svo grandvart, að varla beri við, að nokkur hnupli þar skóbótarvirði. Útidyr gistihúsanna eru ekki einu sinni læstar um nætur. Þó eru Orkneyjar ekki svo snauð ar, að þar sé ekki neinn inn- brotsþjófur. En hann er einungis einn í Kirkjuvogi. Sé einhiverju stolið, veit lögreglan undir eins, hvert hún á að snúa sér. Það kem- ur sér vel, því að hún er ekki margmenn. í fyrrasumar var þessi furðufugl Kirkvæginga í fangelsi og hafði jafnvel tryggt sér húsa- skjól langt fram á vetur. Leikn- ari er þessi náungi þó ekki 1 sinni grein en svo, að í síðustu ráns- ferðinni felldi hann símatæki á gólfið, svo að stúlkan í símstöð bæjarins heyrði til hans, er hann lét greipar sópa. Lögreglan var þvi komin, áður en heitið gat, að hann væri kominn út með feng sinn. Það kemur sér vel, að afbrota- menn eru ekki margir í Orkneyj- um. Þar búa menn ekki vel að fangelsum fremur en öðrum ríkits- stofnunum, svo áð senda verður fanga til Aberdeen, ef það hend- ir stöku sinnum, að einbver gerist sekur um verulegt afbrot. Þó að tukthúsbúskapurinn sé bágur, má eigi að síður skjóta inn konu einni í Kirkjuvogi, er tamið hefur sér siði, sem ekki eru fátiðir í stórbæjum meginlandsins. Veikleiki hennar er að ganga ber- serksgang í ölæði. En hún er áldrei í fangelsinu til iangframa. Hún er sem sé matgerðarkona hin mesta í öllum bænum, og þurfi að vanda til matreiðslu hjá einhverjum hinna fáu burgeisa staðarins, er hún jafnan leyst úr haldi til þess að liðsinna þeim. Og þá þykir ó- viðkunnanlegt að loka hana inni á ný að lokinni veizlu, nema á hana renni berserksgangur um bil, er úti er mannfagnaðurinn. Albertsstrajti er í beinu fram- haldi af Breiðstræti. Þar er Ask- urinn mikli, tré með járngrindum í kring. Spéfuglar frá löndum, þar sem skilyrði eru hagstæðari trjá- gróðri, segja, að þetta sé eina tréð á Orkneyjum, enda fié vakað svo yfir því, að það sé jafnvel látið inn á kvöldin. Þetta er þó fyrst og fremst vitnisburður um illgirni ferðalanga, sem eru að reyna að setja sig á háan hest andspænis fá- mennu og fátæku samfélagi. En satt er það, að óvíða sjást tré á eyjunum. Og mjög er Askurinn mikli kræklóttur, og mun þar við vindana og sjávarloftið” að sakast. Eitt er það, sem Kirkvægingar eru mjög hreyknir af. Það er dóm kinkjan — Magnúsarkirkjan. Það er táknrænt um það, hvernig að eyjunum hefur verið búið á seinni öldum, að þetta mesta djásn þeirra, sem af mannahöndum er gert, er meira en átta hundruð ára gamalt. Rögnvaldur Orkneyja- jarl hófst handa um að byggja kirkjuna árið 1137 og helgaði hana Magnúsi jarli, frænda sínum, sem ráðin var af dögum 1115. Sjálfur féll Rögnvaldur jarl á svipaðan hátt, og eru bein hans geymd í stórri súlu norðan við altari Magn- úsairkirkju. Gegnt kirkjunni eru rústir hall- ar þeirrar, sem jarlinn ilU, Skot- inn Patrekur Stewart, lét reisa í byrjun seytjándu aldar. Um hann er sú sögn, að hann hafi látið reisa á eyjunum leiðanmerki, sæ- förum til blekkingar, svo að þeir yrðu skipreika. Jakob VI. Skotakonungur (eða Jakob I. . Englandskonungur) steypti þessum jarli loks af stóli og lét hálshöggva hann. Það er önnur sögn, að bann hafi ekki reynzt kunna Faðirvorið, þeg- ar prestarnir fóru að búa hann undir dauðann, svo að það ráð hafi verið tekið að fresta aftökunni á 114 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.