Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 15
 Tvær stofnanir til tryggingar góðri afkomu Húsvíkings (þessa heims og annars): Kirkjan og fiskisamlagið. norðan, en stúlkur, sem hjá mér eru, fullyrða, að kona mín hafi sagt sé um sýn þessa á miðviku- daginn. Einhvern tíma milli klukkan tóif og tvö um nóttina lá ég glað- vakandi í rúmi mínu og var að tala við konu mína. Varð um stund dálítið hlé á samtali okkar, en allt í einu segi ég: „Það er annars undarlegt með brunann á Húsavik“. Kallar þá kona mín til mín, hvort ég sé sofnaður og farinn að tala upp úr svefni. Mér fannst ég vera vakandi og segi henni þeg- ar, að mér hafi sem snöggvast fundizt ég sjá Húsavíkurverzlun- arhúsin og veitingahúsið. Stóðu verzlunarhúsin í loga og lagði þvkk an reykjarmökk suður og vestur frá þeim, eins og gola væri hæg úr noríaustri, en veitingahúsið sá ég yfir reykinn. Annað en þetta litla svæði sá ég ekki. Kona mín henti gaman að þessu og 'sagði það dagino eftir stúikum, sem hjá mér eru. Þann sama dag heimsótti okkur frænka konu minn ar, kona ísaks frystihússtjóra, og var henni þá sagt frá þessu. Nokkrum dögum seinna flutti svo sendimaður Gjailarhorns frétt ir af Húsavíkurbrunanum, og stendur allt, sem ég sá, nákvæm- lega heima við þær fréttir. Þegair Stefán Guðjohnsen var hér um daginn, sagði ég honum nákvæm- lega frá sýn minni, og sagði hann, að það væri eins og sjónarvottur segði frá.“ Til skýringar skal þess getið, að Isak sá, sem hér er nefndur, var bróðir séra Sigurjóns i Kirkjubæ í Hróarstungu og Einars Páls, rit- stjóra í Vesturheimi, einn sona Jóns Benjamínssonar á Háreksstöð um á Jökuldalsheiði, nafnkunnur maður, en kona hans var Svein- björg Jóhannsdóttir prests á Kálfa fellsstað í Suðursveit, systir Ólafíu rithöfundar. ísak fluttist ungur til Vesturheiims og kynntist þar fryst ingu matvæla og rekstri frysti- húsa. Hélt hann siðan heim til þess að ryðja nýjung þessari braut í föðurLandi sínu. Litlu síðar en hér var komið, hóf hann búskap á Þönglabakka í Fjörðum, og þar drukknaði hann vorið 1906, öllum harmdauði, í grunnu vatni uppi á Þorgeirshöfða. Júliusi Sigurðssyni var að vísu PýfS&' ' MikiS af saltfiski lenti í brunanum 1902. Nú er fiskurinn í frystihúsi. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 111 i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.