Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 2
K(tur í skjönum Manndráp gerast nú býsna tíð í Reykjavík, og má nálega heita, að hver hroðaatburðurinn reki annan. Langlundargeð manna, svo að ekki sé nefnt kæruleysi í þessu sambandi, er mikið, ef ekki þyk- ir tímabært að reyna að stemma stigu við þessum ófögnuði. Margt er gert hér á landi til þess að koma í veg fyrir slysfarir ýmis konar og virðist ekki síður vert að l'eitast við að sporna gegix mann drápum og ofbeldisverkum, sem öllum slysum eru óhugnanlegri. En til þess að tekist verði á við þann vanda af viti, verður að leit- azt við að kryfja málið til mergj- ar og reyna að rekja orsakaþræð- til þess, að þetta sé fyrir- ina. Margir skírskotra kannski bæri, sem víða gæti en á íslandi: Glæpahneigð virðist fará vaxandi, svo að segja alls staðar í vestrænum löndum. En það er lélegt svar og lítill huggun, þótt satt kunni að vera. Og þótt það bendi til einhverrar sameiginlegra orsaka, kann hvort tveggja að geta átt sér stað: Að við gætum nokk- uð spyrnt gegn þeim í landi okk- ar og íslenzkar orsakir leggist á eitt með þeim, sem allt að því al- þjóðlegar mættu kalla. Hvaða spor hefur sjónvarpið til dæmis markað síðan það kom til sögunnar, Keflavíkursjónvarpið og sjónvarpið íslenzka? Hefur það engin áhrif, að inn í híbýli manna eru nálega dag hvern flutt morð og manndráp, ofbeldisverk og glæpir —v stundum jafnvel varn- arlaus dýr sýnd pynduð. Og fjarri fer þvi, að þetta sé sýnbóiokkrum manni til viðvörunar: Þetta á að vera tómstundagaman fólks og yndisauki' að loknu dagsverki. Ungir og gamlir eiga áð gleðja augu sín við þetta. Fjármunirnir eru lagðir fram úr sameiginleg- um sjóði barla margra lands- manna, og íslenzka ríkið leggur blessun sína yfir dagskrá, sem að vendegum hluta er af þessu tagi. Eru íslendingar svo vel gerðir að skaphöfn allri og mannslund, að þetta hríni ekki á neinum, þegar til lengdar lætur? Eru sorpritin, sem að sínu leyti miðla fótki fiestu því prentmáli, sem lakast verður samanskrapað, saklaus? Eða kvikmyndirnar? Getur það átt þátt í því að slæva kenndir manna og virðingu fyrir rétti annarra, að nær daglega er á almannafæri og í samræðum manna á meðal haldið uppi vörn- um fyrír hryllilegustu múgmorð á varnarlitlu fólki í stríðshrjáðu landi og það haft til afsökunar slíku tali, að það sé vont fólk, sem vill illt, er drepið er? Hver er þáttur skefjalausrar gróðafíknar, sem ekki hliðrar sér hjá neinni þeirri sölumennsku, sem gefur fé í aðra hönd. Hér skail auðvitað ekkert full- yrt um orsakir og afleiðingar. En minna má á tvennt, sem nýlega hefur verið sagt frá í biöðum. í Danmörku gerðist það, að stúdent sá bandaríska kvikmynd, er fjall- aði uim eiturlyfjaneytendur, neytti sjáltfur eiturlyfja, þegar hann kom heim, og myrti konu sína í óráði. Hér var það svo einn daginn, að sjónvarpið sýndi verklag vasaþjófa á feldi sínum. Einum eða' tveim dögum síðar voru börn staðin að vasaþjófnaði á götum Reykjavíkur. Þarna virðist samhengið liggja í augum uppi, og getur það varla annað talizt en nokkur ábyrgðar- hltuti af sjónvarpinu íslenzka, hve sifelldlega það hampar fantabrögð um og ódæðisverkum framan í fólk. Fjölmiðlunartækjum í eigu ríkisins sýnist að minnsta kosti frekar eiga að beita til mannbóta en tefia á tvær hættur, að þau valdi spjöllum og ógæfu. Og öðr- um þræði virðast sjáifir forráða- menn sjónvarpsins gera' ráð fyrir því, að það geti hamlað gegn mis- fellum í fari manna og háttarlags og breyta samkvæmt því. Um það vitnar, hvernig það sýnir iðuiega afleiðingar ógætilegs aksturs og fordæmir spellvirkja og skeyting- arlausa eigendur hrossa, sem hrekj ast á útigangi. Þetta eru varnaðarorð. En í mörg horn önnur er að líta. Og einu verður ekkj með neinum rök- um í móti mælt: Áfengi kemur iðulega við sögu hroðalegra slysa, og það hefur tvír mælalaust verið bein orsök sumra þeirra manndrápa, sem framin hafa verið hér á landi seinni ár, þótt svo hafi ef til vill ekki verið nú síðast. í rauninni gegnir það ekki neinni furðu, þótt margt viðsjár- vert beri við um nætur í þessum bæ. Hér getur grenjandi lýður gengið um allar götur fram undir morgun, og hópar manna eru sí- fellt önnum kafnir við að þjóna honum í flestum efnum, svo lengi sem honum þóknast að halda áfram slangri sínu. Til skamms tíma hefur umferð- armenning verið hér bágbornari en í nágrannalöndum okkar. Þetta gerðist í skjóli þess, að nauðsyn- legt aðhald skorti til langframa. Nú hefur mikd og góð breyting orðið á þessu, af því tekið hefur verið rösklega í taumana, og vafa- laust hefur það þegar komið í veg fyrir meiðsli og manndauða. Á sama hátt mætti kveða niður drykkjuslangur óhljóðalýðsdns á götum bæjarins. Ekki mun skorta ákvæði í lögreglusamþykkt bæjar- ins til slíkra aðgerða. Þetta gerð- ist vafalaust ekki þegjandi og hljóðalaust fyrst í stað." Til þess þyrfti allmarga einbeitta menn. En lögreglan í Reykjavík er skip- uð dugmiklum mönnum og án efa vsindanum vaxin, ef hún fær þau fýrirmæli að kveða ósómann niður. Óhæfuverkum myndi auðvitað ekki linna, þótt stöðvuð yrðu drykkjulætin á götunum. Væntan- lega myndi þó eitthvað draga úr þeim. Leiður bletturinn væri að minnsta kosti þveginn af höfuð- borginni og uppivöðslusamt fólk við það vanið að hlita lögum og reglum í háttum sínum á almanna færi. Það er líka ávinningur. Veilurnar í þjóðfélagi okkar eru auðvitað margar, og það verður ekki á neinu ráðin bót nema með miklu starfi, árvekni og gerhygli. Mönnum kann að vaxa í augum, hversu mikið þarí á sig að leggja, til þess að einhverra batamerkja verði vart. Auðveldari er aðferð strútsins, að stinga höfðinu í sand- inn. Það er samt j^fnan versti kosturinn. J.H. 98 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.