Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 10
kringlótt hola. Það var eldstæðið. Uppi yfir milligerðinni var biti eða þvertré, og annað inni við gaflhlaðið. Á þessi þvertré voru svo lagðir grannir rimlar með litlu millibili. Ofan á þessa rimla voru látnar fláttur, og þær voru þannig gerðar, að melstangir voru fitjað- ar saman með bandi til beggja enda og um miðju. Varð þetta eins konar dúkur eða renningur, sem náði enda í milli, Flátturnar voru hafðar svo margar, að þær gætu náð yfir allt sofnstæðið, svona fjór- ar eða fimm. Á þaki hússiná. var op svo stórt, að maður gæti komizt þar niður um. Þetta op eða gluggi var yfir sofnstæðinu, uppi við mæniás. Því var lokað með hlera, þegar ekki var verið að nota húsið. í fremri hluta hússins voru tvær tunnur, grafnar að^hálfu leyti i gólfið. Það hétu troðslubyttur. Botn þeirra var gerður úr hraunsteins- hellur, oft úr gamalli mjöl- kvörn. Þannig leit sofnhúsið út. Þegar útiannir rénuðu og tilbú- ið var að „kynda einn sofn“, var kornlönin rofin, torfið tekið af öðr- um endanum og korninu mokað og þjappað í tvo stóra sekki. Þeir vorú svo færðir að sofnhúsinu, sem ef til vill var á öðrum bæ. Hellt var úr sekkjunum um opið á þekjunni ofan á sofnstæðið. Síðan var korn- inu dreift um flátturnar jafnþykkt — svona um þverhandar þykkt eða rúmlega það. Eldsneyti hafði verið dregið að, jafnhliða eða áð- ur, og látið inn í húsið öðru meg- in. Það var heyruddi, gamall mel- ur og fleira, allt vel þurrt. Óft var trébútur eða raftur hafður í eld- stæðinu, og járnkarl eða annar slík ur járnteinn var þvert yfir holuna, svo að loft kæmist að eldinum. Og svo var kveikt upp, vanalega að kveWi dags. Þá kynt „ein hita“. Svo vel snemma næsta morgun var kyndingarmaðurinn kominn í sofn húsið. Hann sat utan við milligerð- ina, sneri hægri hlið að kampinum, tók smávisk og kastaði á eldinn, einni eftir aðra. Eldurinn logaði jafnt og glatt, svo að allsterkan hita lagði upp í gegnum flátturn- ar, og brátt varð kornbreiðan — sofninn — snarpheitt. Nokkrum sinnum var farið upp á sofnstæð- ið og hrært í korninu, svo að það Bendi, kerfi og lénur eða meljur, teikning séra Sæmundar, nyti jafnt hitans — yrði jafnkynt. Á meðan var eldurinn látinn dvína og svo kynt næsta hita. Mikinn reyk lagði af kynding- ingunni og upp um opið á þekj- unni. Hleri var reistur eða lítil hurð uppi við gatið, áveðursmegin, svo að reykurinn gengi betur út. Þetta var kallað skjól eða að skýla owhjá. Stundum þurftiað snúa skjól- inu. Þannig var kynt í fjóra til fimm klukkutíma jafnt og þétt, hita eft- ir hitu. En fullkynt var talið, þeg- . ar kjarninn — tininn — var orð- inn svo harður, að hann brotnaði, er kornið var beygt. Þá va: mál að „taka ofan“. Vandlega var tyrft yfir eldstæð- ið. Svo voru •.brekán eða önnur stykki — seglsnepill til dæmis —■ breidd yfir gólfið, gat gert á soin- stæðið — fláttur færðar til — og korninu sópað þar niður um poka, sem haldið var opnum neð- an undir. Síðast var sópað vand- lega upp það korn, sem hrokkið hafði utan við pokann. — Lét nærri að úi«..þremur hestum mels feng- ist korn í einn sofn. Nú var komið að því, að „verka“ sofninn. Korn var látið í troðslu- bytturnar, svo að þær urðu hér um bil hálfar, og ofan i byttuna fór maður. Berfættur var hann og fáklæddur. Hann studdi höndum á tunnubarminn og sneri sér í hálf- hring, sí og æ, af mesta kappi. Reyndi jafnan að vera við eða sem næst botni og troða kornið undir fótum af fullum þunga. Við þetta losnaði sáðin — hýð- ið — utan af kjarnanum, sem heit- ir tini. Þriðji maðurinn í sofnhús- inu var sá, sem drifti — vanalega kyndingarmaðurinn sjálfur. Tæk- ið, sem hann hafði, var driftutrog. Það var venjulegt trog, létt og lip- urt, með handföngum á báðum göflum. Þegar búið var að troða dálitla stund, hálftíma eða rúmlega það, tók* driftumaður úr annarri bytt- unni í trog sitt — ekki nærri fullt — og fór að drifta. Troginu var lyft með sérstokum takt,. létt og titt, svo að sáðin- hrökk fram af barminunj, ei\ tininn varð eftir, því að hann var þyngri. Ef ekki þótti „ganga nógu vel af“ — Það er ekki nóg troðið — var beðið um stund. Svo var aftur tekið próftrog, og var þá, ef fært þótti, allt tekið úr byttunni og látið í poka, en ótroð- ið korn látið í hana aftur og troð- 106 TÍMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.