Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 22
UM MEL OG MELYRKJU — Framhald af 107. síðu. þekja lengi ''atnsheld og hlý. Ég hef hér farið nokkrum orð- um um melstöngina og þann kjarn mikla ávöxt, sem hún ber. En þvi má bæta við, að stráið, blaðkan, var stundum slegin og þurrkuð, Var hún eitt hið bezta fóður, töðu- gild, að talið var. Til vetrar- og vorbeitar fyrir sauðfénað voru melarnir talsvert notaðir, enda á- gætir til þeirra nytja. Hvergi kom eins snemma gróður á vorin og í melum, og fé, sem þangað fór, tók vorbata fljótár en það, sem annars staðar gekk. En sandbyljir voru hættulegir og ollu stundum skaða. Melurinn hefur mjög langar og greinóttar rætur. í þurrastormum blés eða fauk æðioft utan úr mela- kollum. Urðu þá oft berar miikl- ar rótarflækjur. Hið grófasta af þeim var kallað buska. í lautum á milli kollanna voru svo fínu, grönnu ræturnar — feiknalangir, hvítir þræðir — eins og þétt net. Það hét saumtag. Buskan var „rifin“ og saumtag- ið „tínt“, þegar færi gafst. Úr þessu efni var búinn til melreið- ingur — meljur og dýnur — , saumaðir með garni, sem unnið var úr saumtagi. Reiðingur úí þessu efní var betri en »nokkur annar reiðingur og því mjög eftir- sóttur. En sauðfjárbeit, buskurif og saumtagstínsla var að því leyti háskalegt, að það jók uppblástur og sándfok og flýtti fyrir eyðingu graslendis og tafði uppgróður. Nú eru þessi melalönd og sand- pláss að æðimiklu leyti girt og frið uð, nema hvað þar er aflað korns til útsæðis. Blaðkan þekur sand- Þeir, sem hugsa sér aB halda Sunnudags- biaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar : hjá þeim og ráða bót á bví. ana með sínum breiðu, þróttmiklu blöðum, og rseturnar þéttu og löngu binda sandinn í lautunum, svo að hann hreyfist minna en áður. Valllendis- eða mýrargróður flestir smátt og smátt rætur, fyrst smátoppar — fáein strá. Hægt og og hægt fjölgar þessum stráum, og þau tengjast þeim næstu. Dá- samleg nýsköpun gerist þar. Og nú er melurinn einn af fyrstu land n emum í Surtsey. Um þessa ágætu jurt hefur að- ur verið skrifað. í Sunnanfara. 1914 er til dæmis góð grein, sem Einar Einarsson, oddviti á Strönd, ritaði árið 1897, Meltaka og nýting hans. Þar er líka grein, sem Skúli Iandfógeti ritaði árið 1799 — Um Meðallands mel. Og Um melinn Rætt við Laxnes Framhald af 100. síSu. efnafólki þætti íburðurinn ekki til takanlegur. Frú Auður saumar sjálf kjóla á dætur sínar, og vegg ir í stofum eru klæddir bókum, en ekki aðfluttu stássgrjóti. Sjálf- ur heldur Laxness því statt og stöðugt fram, að hann sé mesti sveitakarl í heimi og hver dagur glataður,' sem hann eyðir annars staðar en i sveitinni sinni. Véltæka sveit með útsvör undra- létt, auglýsa Mosfellssveit með vatn- ið hlýja og Korpúlfsstaðakúatúnið slétt, ég kýs mér þig og austurveginn nýja. í dalnum frammi undi ég áður fyr við ána greri fífillinn minn bezt- ur. En brott ég fór, og fjöllin urðu kyr. Ég fer hér nú sem þúsundára- gestur. Inga. Lausn 4. krossgátu heitir grein, sem séra Sæmundur Hólm ritað í Lærdómslistafélagis- rit 1781—82. í ferðabók Eggerts og Bjarna er minnzt á mel og mel- korn, og í Frásögnum frá íslandi eftir Níels Horrebow, sem ritaðar voru 1752, en komu nýlega út á ís- lenzku, er minnzt á „villikorn, sem þar vex, einkum í Skaftafells- sýslu“. Tvær leiðréttingar — I grein Sigurðar Björnssonar á Kvf- skerjum í 48. tbl. síðaista ár er í öðr- um dálki á 1132. síðu, svolátandi málsgrein: „o.g er lengd fjörunnar þá miðuð við nálægar fjörur, sem taldar hafa verið 900 eða 1800 faðm- ar“. Hér á að standa „900 og 1800 faðmar“ (það er að segja önnur fjaran er 900 faðmar, en hin 1800). Síðar í sömu grein er talað um „Er- lend“ Henderson og „Þorgeir" í Hól- um. Hér mega að vísu allir sjá, ao orðið haifa hjákátlegar prentvillur, og er hér auðvitað um að ræða Ebeneser Henderson og Þorleif í Hólum. Tvær villur slæddust inn í viðtal við Jakob Björnsson löigregluþjón 28. janúa-r s, 1. f fyrsta lagi er Sveinn, ritstjóri Lögreglublaðsins, Stefánsson en ekki Sæmundsson • í öðru lagi var Björn á Laxamýri ekki bróðir Árna gamla í Haga, held ur faðir hans. Björn var sonur Magn- úsar frá Stóradal, en móðir Björns var Þuríður, dóttir Sigurðar Jónsson- ar, Arasonar biskups, talin mikil- hæfust barna hans, þótt ekki væri hún hjónabandsbarn. IKV s « K N Kj T v L p|r i V N ii Hflðj m fí V a □□ E3BU SSSSSSSsasiiaH igatiSEiBta n jaaaaaBEiaaÐiaEraB 118 T t M « N N - SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.