Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 12
bruninn 1902 furður og fqrirboðar Haustið 1902 varð á Húsavík norður bruni, sem mörgum varð minnisstæður. Aðfaranótt miðviku dagsins 26. nóvembermánaðar urðu þar eldi að bráð þrettán eða fjórtán hús hinnar gömlu selstöðu- verzlunar Örums & Wulffs, ásamt viðskiptabókum öllum og miklu magnj vöru, innlendrar og erlendr ar. Vátrygging verzlunarhúsanna allra nam hundrað þúsund krón- urn, og ekkert af þeim hékk uppi að kalla, þegar logarnir hjöðnuðu, nema sjálft íbúðarhús verzlunar- stjórans og kornmylla sködduð. Var þó hrósað happi, að ekki skyldi meira tjón verða. í hinni prýðilegu Árbók Þingey- inga, er út kom skömmu fyrir ára- mótin síðustu, er glögg lýsing á þessum atburðum, og skráði höf- undur hennar, Sigtryggur Sig- tryggsson, faðir Þórhalls, er síðar var kaupfélagsstjóri á Húsavík, fná sögnina skömmu eftir að bruninn varð. Hann var sjálfur einn þeirra, sem við eldinn börðust og vék ekki aí brunasvæðinu í fimmtán klukku stundir samfleytt. Eldurinn kom upp einhvern tíma nokkru eftir miðnætti í svo- nefndu Gamlahúsi, þar sem áður hafði verið krambúð og íbúð verzl- unarstjóra, en í því húsi var skrif- stofa um þessar mundir. Voru þá aliir í svefn komnir í kaupstaðn- um. í brunafregn þeirri, sem Akur eyrarbiiaðið Gjallarhorn flutti, en það sendi mann gagngert til Húsa- víkur, er kvisaist fór um eldsvoð- ann, er svo frá sagt, að kona ein, Kristín Jónsdóttir, er átti heima ekki langt frá verzlunarhúsunum, 108 m hafði vaknað við það, að undarleg- um eldbjarma sló á gluggann í svefnhýsi hennar. Vakti hún bónda sinn, Steingrím Hallgrímsson , er brá sér undir eins í föt og fór út. Sá hann þá, að loga lagði út um skrifstofugluggana. Hljóp hann þegar að húsi verzlunarstjórans, Stefáns Guðjohnsens, til þess að segja tíðindin, og mun hann síð- an hafa hlaupið hús úr húsi til þess að vekja fólk, því að svo seg- ir Sigtryggur frá, að það hafi ver- ið Steingrímur, sem vakti hann. — Má ef til vill skjóta því hér inn í, að Steingrímur þessi var bróðir Karólínu, húsfreyju á Fitjum í Skorradal, og bróðursonur þeirra Villhjálmssona, Guðmundar, for- stjóra Eimskipafélags íslands, og Óla, forstjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Kaupmannahöfn, og lengf afgreiðslumaður hjá Kaup félagi Þingeyinga á Húsavík. Við austurenda Gamlahúss og á- fast því var nýlegt, þrílyft verzl- unarhús, og hefur eldurinn verið búinn að læsa sig í það, er hans varð vart. Svo segir í Gjallarhorni, að Stefáni verzlunarstjór a hafði fyrst orðið fyrir að reyna ná púð- urbirgðum, sem geymdar voru á búðarlofti, en orðið frá að hverfa. Sigtryggur staðfestir, að þetta púð ur hafi verið á lofti yfir nýju búð- inni, og stóð mönnum af því mik- ill beygur, því að sprengingar hlutu að verða miklar, þegar eld- urinn læsti sig i það. Eldurinn barst með miklum hraða hús úr húsi, enda skammt á milli margra þeirra, en fátt hand bært, er gagnaði við eldvarn.ir, >ema vatnsfötur, sem tíndar vóru íaman, og segl, sem breitt var á þak verzlunarstjórahússins og þá hlið þess, er mestur hiti lék um. En svo svarf hitinn að mönnum þeim, er voru á þaki þess og í stigum utan á því að demba varð við og við yfir þá fullum vátns- fötum, svo að þeir sviðnuðu ekki og stiknuðu. Nokkur bið hefur að sjálfsögðu einnig orðið á því, að kaupstaðarbúar kæmu á vettvang og skipulagi yrði komið á vinnu- brögð, er svo skjótt og óvænt þurfti til að taka. En þegar fram á nóttina kom, munu flestir kaup- staðarbúar hafa verið komnir á vettvang, þeir er ósjúkir voru og vettlingi fengu valdið. Sigtryggur getur þess, hverju tókst að bjarga. Úr sláturhúsinu, þair sem geymd voru matvæli verzl unarstjóraheimilisins, tókst að bjarga flestu. Úr skúrum, sem var geymd í steinolia, tjara og tirnbur, var allmiklu bjargað — bæði timbri og steinolíutunnum, er velt var fram af sjávarbakkan- um. En mestu munaði, að meira en hálfu sjötta hundraði af korni og mjöli var bjargað úr kirnbúð- inn,i. Sumt af þvi, sem i eldinum lenti, varð ekki ónýtt með öllu. Þannig var salt nýtilegt og salt- fiskur að einhverju nýtur, þótt skúrinn, sem hann var í, brynni utan af honum, og rúgbing mikl- um hafði eldurinn ekki náð að tortíma með öllu, er menn fengu því við komið að bera á hann vatn. Sigtryggur telur, að þvi aðeins hafi eldurinn ekki valdið meiri usla, að logn mátti heita alla nótt- ina og andaði helzt við norð- ur, ef vindi hreyfði. í Gjallarhorni segir, að lítið eitt hafi kulað af norðri og austri. Samt sem áður var um skeið við því búizt, að eld- urinn næði fleiri húsum en raun varð á. Allt lauslegt var borið út úr húsi verzlunarstjórans frá kjallara til efsta lofts, og sömu- leiðis úr veitingahúsi því, er nefnt var Gamli baukur og stóð skammt frá bru.nasvæðinu, og ýmsum hús- um á svonefndum Stang^^kka. Hitnaði þak veitingahússins svo, að tjaran var farin að renna af því. Kýr, sem menn i grennd við bru.nasvæðið áttu, voru reknar burt, og þeir, sem áttu fé í hús- um inni í kaupstaðnum, hleyptu því þegar út til vonars^g vara. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.