Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 13
Nú er mjög um skipt frá því, sem var aldamótin s íðustu, og Húsavík er ekki aðeins fjölsóttur kaupstaff- ur, heldur einnig myndarlegur bær. Margir lögðu hart að sér þessa nótt við vatnsburð og björgun. Það gilfti bæði um karla og kon- ur. „Kvenfólkinu tii verðugs hróss má segja það“,segir Sigtryggur, „að hvorkj húsmæður né hús- ■mæðraefni spöruðu að leggja fram krafta sína, eftir því sem þeirn voru þeir lánaðir. Og munu þær flestar hafa farið frá brunanum votar til rnittis eftir vatnsskvamp- ið“. í Gjallarhorni er þess sér- staklega getið, hve prestsmaddam- an, kona séra Jóns Arasonar, Guð- ríður Ólafsdóttir frá- Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, þá hálffertug að aldri, hafi lengj staðið við austur í búðarlæknum. — Hún var sem kunnugt er móðir Ólafs læknis í Reykjavík og Ara læknis á Brekku í Fljótsdal, Kristins kaupmanns á Húsaví.k og fleiri merkra rnanna. Á ferðalagi austur Seyðisfirði rómaði Stefán verzlunarstjóri einn ig, hve Herdís, dóttir Jakobs Hwlf- danarsonar þá ung stúlka í vetrar- dvöl við sauma á Húsavík, hefði gengið rösklega fram. Þótt verzlunin ætti mest af því, sem brann, urðu fleiri fyrir tjóni. Húsvikingar nokkrir áttu eitthvað geymt í verzlunarhúsunum og þar var talsvert af viði, er bændur Ihöfðu tekið út, en ætluðu sér að sækja síðar. Starfsmenn verzlun- arinnar, sem bjuggu í húsum henh ar, misstu auðvitað talsverðar eig- ur, og er þess sérstaklega vikið áð því i Gjallarhorni, að Bjarni Benediktsson frá Grenjaðarstað, þá utanbúðarmaður Húsavíkur- verzlunarinnar, síðar gestgjafi á Húsavík, hafj misst mikil verð- mæti í eldinum. Þar á meðal var frímerkjasafn, er mun hafa verið fágætlega gott á þeirri tíð, virt á átta hundruð krónur. Sjálfur var Bjarni frammi á Grenjaðar- stað hjá föður sínum þessa nótt, að vitni Sigtryggs. Nú mun mönnum þykja mest eftirsjá að gömlu húsunum, sem þarna brunnu til kaldra kola — sum firnagömul, svo sem svarðar- húsið svonefnda, mörbræðsluhús- ið, kombúðin og gamla verzlunar- húsið, þar sem verið hafði búð- \ in og íbúð verzlunarstjórans fram til ársins 1883. Sum þessara húsa höfðu staðið af sér veður og vá heilla alda, og þöglir bjálkar þeirra, brúnir af elli, voru hluti mikillar og merkilegrar sögu, þótt ógeðfelld væri landslýðnum. Þeir, sem stóðu yfir brunarústunum, hafa vafalaust harmað meira nýju húsin, kornvöruna, kaffið og syk- urinn, svo að ekki sé nefnt brenni- vínið. Við kysum að heimta korn- mylluna í árgilinu eða Gamlahús úr lielju. Ekki hefði neinni furðu gegnt, þótt einhverjir hefðu orðið fyrir skráiveifum þessa nótt. Svo gat þó varla kallazt. „Nagli eða glerbrot rákust upp í stöku löpp“, segir Sigtryggur, og nokkrir voru all- bágir í baki fyrst á eftir. Þetta var mikið bál, enda sást eldbjarminn vestur í Kinn og víð- ar um sveitir. „Þetta var stór- hrikaleg sjón. að sjá þennan bruna“, segir Sigtryggur. Það munu vera orð að sönnu. í raun- inni var Húsavíkurbruninn um mgrgt sambærilegur við stórbrun- ana á Akureyri 1901. 1906 og 1912 og brunann mikla í Reykjavík 1915. Líkt og oft vill verða, þegar válegir atburðir gerast, komust á kreik sagnir ýmsar um undarlega fyrirboða, ókyrrð. sýnir og drauma, svo að nálega minnir á hugblæ Sturlungu, er segir frá váboðum fyrir Örlygsstaðabardaga. í við bæti, sem hnýtt er aftan við lýs- ingu Sigtryggs Sigtryggssonar af brunanum í árbókinni þingevsku, er dálítil frásögn eftir Guðmund skáld Friðjónsson á Sandi um dul- arfull atvik í héraði. Þar segir svo: „Verzlunin brann snemma vetr- ar. En haustið áður en logi tók til matar síns, urðu kynlegir at- burðir í „krambúðinni^ og „kont- órnum“. Svo var háttað, að þar gerði'st svo mikill umgangur, að undrun gegndi. Fótatak heyrðist innan við luktar dyr, þar sem engin skepna fannst, þegar lýst % T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 109

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.