Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Page 6
dag, hvorki um helgar né aðra daga, þá geti verið kominn ein- hver árangur næsta sumar, næsta hau-st. — Engan frídag? spyr blaðamað urinn, en verður um leið að við- urkenna, að afköst Laxness benda ekki til margra frídaga. — Kosturinn við þann aga, sem rithöfundur vinnur undir, er sá, að hann má aldrei skrópa frá verk- inu. Hugurinn verður að vera bundinn því allan þann tíma, sem á því stendur, vísvitandi eða óviís- vitandi, í svefni og vöku. — Hvað ertu venjulega lengi að skrifa skáldsögu? — Að uppjafnaði tvö þrjú ár. Dálítið lengur með sumar, eins og Heimsljós. Ég byrjaði á henni 1936 og var búinn 1941, minnir mig. í Gerplu hef ég eytt mest- um tíma af' öllum mínum verk- um. Þá stúderaði ég miðaldasagn- fræði og gamla texta í sex ár. Eiginlega skrifaði ég ekkert ann- að á meðan. Ég sé mikið eftir, að ég skyldi ekki heldur hafa lært kínversku á þeim tíma! Það var mitt grundvaliaratriði, að í Gerplu skyldi ekki vera orð né orðasamband, sem ekki hefði getað verið til, eða verið til, fyr- ir árið 1100. — Fer þetta atriði ekki for- görðum í þýðingu? — Menn geta náttúrlega lesið Gerplu sem reyfara, á dönsku til dærnis. — Eða sem stríðsádeilu? — Getur verið, en náttúrlega var ekki nauðsynlegt að stúdera forna texta 1 sex ár til að tala illa um stríð og rægja stríðshetj- ur. Gerpla hefur ekkert gildi, fyr- ir neinn nema íslendinga. — Tvö hundruð þúsund sálir! Hvað fékk þig til að ráðast í þetta? — Hvað rekur listamann til að gera hlut? Því hefði ég lika gam- an af að fá svar við. Það er ekk- ert einstakt með mig. Margir lista- menn hafa setið árurn saman yfir einu verki. Halldór KEjan Laxness hlaut Nóbelsverðlaun fyrstur, vonandi ekki seinastur, íslenzkra ritlhöf- unda, fyrir Gerplu, og ég hef orð á því við hann, að til muni þeir Iandar hans, sem finnist ritun bók arinnar hafa verið snjallt fjár- plógsbragð. — í útlöndum, anzar hann, — hafa menn legið mér á hálsi \ - stundum fyrir það, að ég sé mik- ill þjóðernissinni. En hér heima man ég ekki til þess, að ég hafi í raun og veru slegið í gegn, sem kallað er, ekki í líkingu við mörg skáld okkar, sem hafa verið uppi á undan mér og samtímis mér. Mínar vinsældir eru innflutnings- vara, fluttar inn í landið frá út- löndum. En það gerir ekkert til, bætir hann við brosandi, — mér hefur alltaf þótt vœnt um landa mína, þó þeir hafi stundum, og ekki að ósekju, haft heldur lítið álit á mér. Sambandið er reist á föstum grund velli, svo hvorugur verður fyrir vonbrigðum með hinn! Samt, ég hef alltaf verið svo heppinn, að ég hef átt hér ágæta vini, gáfiaða menn, sem ég hef get að lært mikið af. Þeir menn voru aldrei ýkjamargir, en þeir hafa verið ágæt eign fyrir mig, andleg, og eru enn. Laxness veit auðvitað eins vel og ég, að stór hópur manna bíð- ur með óþreyju eftir hverju nýju ritverki eftir hann. Ég veit líka, að hiann er talinn hafa aflað sér meiri þekkingar en flestir aðrir íslendingar um miðaldasögu. Hins vegar veit ég ekki til, að Háskóli íslands hafi gert nokkuð •til að notfæra sér að hafa mann með hans þekkingu í seilingar- færi. En þegar ég minnist á skóla- kerfi og kommusetningu, hristir hann einungis höfuðið yfir fó- fræði og andlegri pyndingastarf- semi á vissum stöðum. — Ég kæri mig ekkert um að vita annað í málfræði en það, sem ég þarf að kunna sem verkamað- ur í mínum vingarði, segir hann. Reyndar hvíslaði illkvittinn ná- ungi því að mór um daginn, að líklega mundu fslendingar ekk- ert hafa vitað um tilkali sitt til Árnasafns, ef Haldór Laxness hefði ekki stoapað íslandsklukk- una um Árna Magnússon, sem átti sinn demón í þeim bókum, hverra „ísland var ísland og ekki annað ísland til.“ En hafi Laxness í víngarði sín- um toomið jurt íslenzkrar þjóð- erniskenndar til nokkurs þroska, þá þreifst Mfsblóm sósíalista þar einnig vel um langa hríð. — Eins og hér um bil allir höf- undar, sem rituðu á þessum tíma, hafði ég áhuga á þjóðfélaginu og því að vekja fólk svolítið upp til dáða. Ég var engin undantekn- ing að því leyti. Það voru margir rithöfundar, sem skrifuðu þjóðfé- lagslegar skáldsögur á þessum tíma, — jafnvel hér á landi. En ég leit aldrei á mig sem stjórn- málamann og var aldrei stjórn- málamaður, ég hef aldrei haft neina stjórnmálalega stöðu. Etoki einu sinni verið í framboði í hreppsnefnd! Ég stóð fyrir utan stjórnmálin að því leyti, en hafði sterka sam- úð með verkalýðnum 1 þeirri bar- áttu, sem þá átti sér stað. Jlá, ég hugsa sennilega öðruvísi núna, dálítið öðruvisi. Það er með al annars vegna þess, að þjóðfé- lagið hér á Vesturlöndum hefur breytzt mjög mikið, og ef maður hugsaði eftir stalínistiskum línum fra því milli 1930 og 1940, þá mundi maður verða eins og nátt- tröll. Það er allt öðruvísi hugsað og allt öðruvísi talað um þjóðfé- lagið hér á Vesturlöndum og reynd ar alls staðar, síðan hér varð svo mikil velgengni og aurasæld hjá almenningi. Tekjur manna hafa aukizt svo, að það er enginn sam- jöfnuður við það, sem var áður, þegar ég var að alast upp. Sá mað- ur, sem hefði talað um fátækt á undanförnum velgengnistímum, mundi hafa verið álitinn brjálaður. Það væri eins og gamla konan í tilteknu kauptúni, sem alltaf var vön að gefa hröfnunum og bera ruðurnar úr búrinu sínu út á fjörur handa þeim. En svo kom upp mikil útgeið þarna og fiskirí. Hrafnarnir höfðu meira en nóg af álls konar æti frá skipum og fisk- vinnslu, en kerlingin hélt áfram að bera út ruður handa þessum fótæku hröfnum, sem voru löngu hættir að koma. Þeir höfðu meira en þeir gátu torgað. Mér er sagt, að menn á íslandi hafi hæstu almennar tekjur í heim inum. Vestmannaeyjar hafa til dæmis hærri tekjur á einstakling en nokkurs staðar þekkist í borg af sömu stærð annars staðar í ver- öldinni. Og þá er ekki hægt að koma og segja við mann: Af hverju berstu ekki fyrir fátæka m-enn í Vestmannaeyjum? Þeir menn, sem maður hafði samúð með og vild-i hefja upp hér áður fyrr, þeir hafa komizt í efni. Nú er atvinnuleysi í uppsiglingu, og þá verður kannske hægt að fara að berjast aftur! — Finnst þér íslenzk menning hafa aukizt að sama skapi? 102 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.