Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 7
Skráð eftir Ingibjörgu Finnsdóttur Um Soffíu á Sandnesi Á 19. öld voru uppi margir kvenskörungar eins og fvrr og síðar. Frægust var Þuríður for- maður, en víðar voru liðtækar konur, þó að þær hafi ekki orðið eins kunnar. Ein þeirra var Soffía Torfa- dóttir (fædd 1842, dáin 1923), er lengst af bjó á Sandnesi við Steingrímsfjörð. Hún var dótt- ir Torfa alþingismanns á Kleif- um á Selströnd. Soffía var mik- il fyrir sér og vandist stór- verkum frá barnæsku. Hún var svo öruggur sjómaður, að þá þótti ekki fært yfir Steingríms- fjörð, ef Soffía reri ekki. Soffía giftist Einari Einars- syni smið. Hann virðist Jiafa verið ólíkur konu sinni, því að það var vani, að Soffía færi á manntalsþingin, en hann sæti þá heima við smíðar. Soffía var hreinskilin og skáldmælt. Einhverju sinni sagði hún, þegar talað var um, að hún snerist mikið í kring- um karlmenn: „Hvort sem það væri engill af himnum, maður af jörðunni eða ári neðan úr víti og segði, að ég hefði verið að daðra við sig eðá draga sig á tálar, þá lygi hann því.“ Um ævi sína orti Soffía þess- ar visur og sagði, að þær lýstu henni fullkomlega: Margan hlýjan hef ég dag hlotið lífs um ævi, margan kaldan mæðuslag meðfram reynt að hæfi. Hef ég þolað heitt og kalt, hraustra talin jafni. Gjörir ei þó gleymist allt í grafar dimmu safni. Húmar senn og haustar að. hækkar sól ei lengur. Líkt og visni liljublað linast hjartastrengur. Oft var Soffía sótt, þegar eitthvar var að. Hún var við tuttugu banasængur, en Ingi- björg hafði eftir henni, að ekki hefðj það þreytt hana eins og að vera yfir konu nokkurri geðveikri. Allmargar sagnir munu vera til um Soffíu Torfadóttur, en þær hafa ekki verið skráðar, svo að vitað sé. Þætti undir- rituðum því vænt um, ef menn gerðust til að senda honum sagnir um Soffíu eða láta hann vita um þá, sem eitthvað kunna af því tagi. Að endingu skai það tekið skýrt fram, að ekk- ert verður birt að mönnum for- spurðum. Haiifreður Örn Eiríksson, Handrítastofnun fslands, Reykjavík. — Nei, hún hefur versnað eins og skítur í regni. — Hvað finnst þér helzt vera að henni? — Ja, það veit ég ekki. Ég hef ekkert hugsað út í það, hvað er að henni. Það hefur heldur ekki verið rannsakað nákvæmlega. En hún stendur ekki hátt, nema að þessu leyti, við höfum fengið ógn af drasli, sem hægt er að kaupa fyrir peninga, vélknúðar þvörur og þess háttar. Ég veit ekki, hvort það heyrir undir menningu. Jú. Láklega. Þegar við vorum að berjast fyr- ir því, að allir menn yrðu ríkir, og allir hefðu nógar tekjur og all- ir ættu falleg hús, allir ættu hljóðfæri og allir ættu bíla, og allir hefðu allt, sem þeir vildu, þá héldum við, að fólkið mundi fá áhuga á menntun, að það mundi fara að nota allan tíma, sem það hefði aflögu, til að gefa sig að menningarmálum. í staðinn eyðir fólk tíimanum í alls konar ómerkilega hluti. Keyra í bíl eitthvað út í loftið, eða stunda draslaralegar skemmtanir og alls konar dáðlausar drabbarasetur. Eða góna á sjónvarpið. Okkur skortir tilfinnanlega það, sem kallað er á dönsku „intellekt- uelle mennesker“, á ensku „intellectuals“, menn, sem lifa aðeins fyrir andann, þann eina sanna fljótsins krókó- dil. Ekki bóhemar, það er allt annað. Intellektúellir menn lifa oftasf fátæklega, ekki vegna þess að þeir gætu ekki lifað svo vel, að þeir hefðu allt, sem venju- legur smáborgari þarf að hafa. Þeir hafa bara ekki áhuga á því. Þeim finnst áhugaverðara að lesa bækur, borða sig kannski aldrei sadda, nenna því ekki, eru ekki upp á það komnir. En þeir hafa gaman af að vera úti 1 náttúrunni. Til dæmis 1 Eng- landi, í London, fara út úr borg- inni á hverjum laugardagsseinni- parti tugir þúsunda af náttúru- fróðum mönnum með bakpoka að athuga fuglana. Þetta eru intell- ektúellir menn, sem stendur á sama um allt nema fræðigrein sí.na. Og það er hvorki smáborg- araleg né stórborgaraleg Paradís, sem fyrir þeim vakir. Þeir hafa ánægju af menntun og list í heim- inum. En þeir eru kannske á hæla- skökkum skóm og þeir eiga bara eitt slipsi að brúká á jólunum. Þetta eru oft óhemju skemmtileg- ir menn. Þeir eru salt jarðar. Því miður — fátt af þeim hérna. Þótt Laxness sé sjálfur intell- ektúal og nægilega fuglafróður til að skrifa í nýjustu bók sína: „Það, sem íslendingur tekur einkum eft- ir við Miðjarðarhaf, eru fjarvist- ir máva“, þá er hann, sem frægt er, of mikill heimsborgari tii að ganga á hælaskökkum skóm. Ég minnist eitthvað á þetta. — Heimsborgari, segir skáldið, — það var talið mönnum til heið- urs hér áður fyrr, og þeir menn kallaðir kosmópólíttar. Það þykir ekki sérlega mikið í það varið leng- ur. Menn voru hengdir fyrir það á síðustu dögum Stalíns. Það var háð þjóðernisbarátta á móti svo- kölluðum heimsborgurum. Sumum íslendingum gengur iila að sætta sig við að Laxness skuli eiga skyrtur og ibúðir til skipt- anna eftir árstíðum, enda vanir að fá að svelta skáld sín í friði. Ég er þó hrædd um, að mörgu Framhald i 118. síðu. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 103

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.