Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 16
svo farið, að hann maður eigi vinsæll af öllum. Framkoma hans gat verið nokkuð þjösnaleg stund- um, og það var sumra mál, að hann gerði sér talsverðan mannamun, eftir því hvar fólk stóð í mann- félagsstiganum. Samt var eins um hann og Huldu skáldkonu, að eng- Jnn efaðist um sannsögli hans, enda margt fólk til vitnis um það, að Ragnheiður hafði sagt frá furðu sýn þeirri, sem fyrir hann bar, áður en nokkur vestan Vaðlaheið- ar vissi tíðinda að segja úr Húsavík. Jók þetta enn umræðu manna um Húsavíkurbrunann og stuðlaði að því, að atvik öll voru oftar rifjuð upp en ella. Svo liðu nokkur ár, og smám saman fyrntist yfir hinar dular- fullu sögur, er oftast flutu með, þegar Húsavíkurbrunann bar á góma. En áður en varði kotmst harin á margra varir á ný, og þvi ollu ekki jötnar, sem gengu með járnstafi í greipum í draumum fólks, heldur skáld með p.enna í mund. Árið 1907 kom 'út skáldsaga Guðmundar Magnússonar, Leys- ing. Hún gerðist í kaupstað, þar sem mikilhæfur forstöðumaður danskrar selstöðuverzlunar, Þor- geir, átti í höggi við kaupfélags- menn Allir þóttust ,kenna. að hér væri Húsavík höfð í huga öðrum þræði. í sögunni nefndist kaup- staðurinn Vogabúðir, og virtist mönnum það vera nokkurs konar stæling á nafni Húsavíkur, er snúið hefði verið við og vogur látinn koma í stað víkur og búðir í stað húsa. Peter Jespersens Eft- erfölger, verzlunareigandinn í Leysingu, gat vel gilt fyrir Örum og Wulff, og loks var það, sem tók af tvímælin: Búðarbruninn. Það blekkti engan, þótt atvikum væri hnikað til á þann veg, að það var vöruskáli kaupfélagsins og Bræðraverzlunarinnar, sem fórst í eldinum af völdum gamla verzluniarstjórans, er fengið hafði öreigann Einar í Bæli til þess að kveikja 4 honum, og fyrirboðar allir látnir lönd og leið. Svo nærri var siglt því, sem við hafði borið á Húsavík, að menn þeir, sem börðust við eldinn, voru látnir velta olíutunnum niður fyrir sjáv- arbakkann, nákvæmlega eins og gert var brunanóttina 1902. Guðmundur Magnússon hefur auðvitað ekkj hugsað sér sögu sína neina fréttafrásögn eða sann- Ieiksvitni í bókstaflegum skiln- ingi, heldur ofið söguþræðina að geðþótta sínum, enda þótt uppi- staðan væri ótvírætt að nokkru leyti sótt til Húsavíkur. En eigi að síður mun þessi saga hafa vak- ið margar spurnir, kannski fleiri en höfundurinn ætlaðist til og fleiri en efni stóðu til. ☆ Sextíu ár eru nú liðin síðan menn höfðu Leysingu Guðmund- ar Magnússonar nýja á milli hand- anna, og Húsavíkurbruninn er fyr- ir löngu 'brðinn gamall og fyrnd- ur atburður, sem sjaldan er nefnd ur. Þó eru enn ofar moldu marg- ir menn, sem sáu logana sleikja húsin hvert af öðru og hryðja plássið og heyrðu íbyggið fólk tala með ýmsum hætti um váboðana, er urðu samfara brunanum — börn, sem stóðu við gluggann heima, þegar eldskinið lék um kaupstaðinn og reykjarstybban smaug inn í hvern kima, og ung- lingar, sem fengu að hætta sér nær bálinu. í örfleygri rás tímans fækkar þeim þó öðum, og senn rekur að því, að enginn verður á Bfi, er sjálfur sá logana, sem brenndu að grunni hin gamla verzlunarvígí Örums og Wulffs — húsin, þar sem Húsavíkur-Johnsen og aðrir nafntogaðir harðj'axlar fóru með drottinvald það yfir hér- aðinu, er kaupstaðurinn og pen- ingarnir og einokunaraðstaðan lögðu þeim í hendur. Selstöðuverzlun Örmus & Wulffs laut í lægra haldi, og Kaupfélag Þingeyinga erfði landið. Því miður erfðl það ekki líka gömlu húsln. 112 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.