Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 9
Sofnhúsrústir í Gröf í Öræfum. Ljósmynd: Gísli Gestsson. Við það þornaði melurinn og varð léttari, ef ekki var rigningartíð. Þegar að því kom að flytja mel- inn heim, voru þrír partar bundn- ir saman með reipi, þéttfast — það var klyf — og hengdir á klyfberaklakk. Öll öxin sneru upp í klyfjunum. Var einkenni- lega fallegt að sjá hesta í lest með vel bundnum melklyfjum. Það var lalið gott, ef hestburð- ur fékkst til jafnaðar eftir hvern melamann um daginn — sex fimmhandapartar. Melskurður var skemmtilegt verk í göðu veðri. En þegar rign- ing var eða kuldi, fór af gaman- ið, og varð manni þá kalt á hönd- um, því að með berri hendi varð að taka stöngina. Og svo var bak- verkur næsta ásækinn við þetta verk. Einkum fékk eldra fólkið að finna til hans. Oft voru haustkvöldin fögur, og þegar birtu brá, var búizt til heim- ferðar, lagt á hestana og stigið á bak. Stundum var fólk -af ná- grannabæjum nálægt og átti þá samleið heim. Þá var skemmtilegt í rökkrinu, og stundum þreifandi myrkri, að ræðast við, kveða stök- ur eða raula lagstúf. Þegar heim var komið með mel- lestina, var reipið leyst af klyfj- unum og melpörtunum hlaðið upp í tvöfalt skrúf, þannig að efri end- araxið sneru saman. Gjarna var tyrft yfir samskeytin, svo að axið blotnaði ekki. Þannig var þetta látið bíða, þar til tími gafst til að skaka melinn. Til þess var valinn góðviðrisdag- ur, logn og þurrviðri. Sívalur eða brúnalaus staur var settur á höf um 80 sentimerta frá jörðu. Það hét stökustokkur, og lengd hans eftir því, hve margir áttu að vinna við hann. Staðurínn var slétt ur, þurr og hreinn grasbali. Bandið var losað af melpartin- um og hver maður tók linlega lófa fvlli og skipti því í báðar hendur. Svo stóð fólkið við stokkiíin og lamdi melstöngunum — axinu — jafnt og þétt í staurinn. Við það hrökk kornið úr stöng og féll nið- ur á jörðina. Smátt og smátt myndaðist kornbingur undir staurnum. Hver melpartur, sem kláraðist, var bentur aftur og lát- inn afsíðis. Þannig var haldið áfram unz þessu verki var lokið. Þá var stokkurinn tekinn niður, kornbing- urinn lagaður til og vandlega sóp- að allt í bring, því að víða höfðu kornin hrotið. Gerð var upphá, hryggmynduð lön, melstangir lagðar utan á og síðan þakið með góðu torfi. Þessi kornlön stóð svo fyrst um sinn. En stundum var melurinn skek- inn inni. í hreinu, vel sópuðu húsi var gerður skökustokkur og annar umbúnaður, og mátti svo vinna að þessu eftir hentugleikum, þótt veð ur væri misjafnt. Þessi verk, sem hér hefur verið sagt frá, voru sjálfsögð síðsumar- verk, sótt af eins miklu kappi og sjálfur slátturinn. Ekki mátti doska við melskurðinn, úr því að kornið var fullþroskað, því að einn rokdagur gat valdið því, að melur- inn varð hálfskekinn eða jafnvel alskekinn — glærskekinn — og ger- ónýtur. En nú var eftir að verka korn- ið. En það var allmikið verk, marg- brotið og nokkuð vandasamt. Vil ég nú lýsa því að nokkru, eftir eig- in sjón og raun. Sofnhúsið var byggt upp á sama hátt og önnur útihús: Veggir hlaðnir úr torfhnaus eða grjóti og torfþak haft á föftum. Bálkar eða kampar voru hlaðnir þvert yfir húsið, um tvo metra frá gaflhlaði, og op eða mjóar dyr voru milli kampanna, sem voru jafnháir veggjunum — um mannhæð. Innan við þessa milligerð var í miðju gólfi ■ ■ Melskurður í Þykkvabæ, véltækni beitt við frætekju. Skyldi ekki einnig mega beita nútimaþekkingu til þess að kynbæta melinn og gera hann að afurðamikilli kornjurt. Eiga aðrar kornjurtir kyn sitt a$ rekja til álitlegri plantna. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 105

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.