Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Blaðsíða 17
SUMAR i ORKNEYJUM Kyrrstaða á rústum fornrar frægðar Fyrir þúsund árum voru Orkn- eyjar og Hjaltland hluti hins nor- ræna menningarsvæðis. Kynstofn- inn, sem þar bjó, var að miklu leyti norrænn, tangan norræn og völd öll í höndum norrænna manna. Enn heita þar margir stað- ir nöfnum, sem bera með sér nor- rænan uppruna sinn, og norrænna áhrifa gætir mjög í orkneysku og hjaltlenzku. En örlög Hjaltlands og Orkn- eyja urðu óiík örlögum annarra eylanda, þar sem norrænir menn höfðu setzt að. Hjaltland og Orkn- eyjar slitnuðu úr tengslum við móðurlöndin og lentu undir yfir- ráðum Engilsaxa. Tungan njengað- ist smám saman ensku, unz ensk mállýzka, íþætt norrænum orðum, varð alis ráðandi. Þjóðernið var fyrir bí. íslendingar og Færeying- ar varðveittu öll þjóðareinkenni sín, og þegar kviknaði sá frelsis- andi, sem leysti með ómótstæði- iegu afli úr læðingi þjóðir, er öðr- um höfðu orðið að lúta, var lífs- þróttur íslendinga og Færeyinga óbuganlegur. Færeyingar hafa að vísu ekki enn stofnað þjóðríki, en þó fengið mikið sjálfsforræði. Og séu menn í vafa um, að það er hið góða hlutskiptið, sem íslend- ingum og Færeyingum auðnaðist að hreppa, ættu þeir að bera saim- an framvinduna meðal þessarar frændþjóða annars vegar og Hjalt- lendinga og Orkneyinga hins veg- ar. Þar skiptir mjög í tvö horn: Á íslandi og Færeyjum hefur ver- ið mikil blómgun í atvinnúháttum og menningarlífi, og mannfjöld- inn tvöfaldazt á fjörutíu árum eða þar um bil. Á Hjaltlandi og í Orkn eyjum hefur verið kyrrstaða. Fólk inu fjölgar ekki, þrátt fyrir mikla viðkomu, því að meginlandið svelg ir hana jafnóðum. Þar hafa ekki risið upp neinir þeir atvinnuvegir, sem umtalsverðir eru, umfram það, sem eyjarskeggjar hafa haft sér til lífsframfæris í margar ald- ir. Menning og menntun er að langmestu leyti lánsfjaðrir úr hinu enska samyrkjubúi, án sjálfstæðs gildis og innra lífs, sem auki þræði í heiimsmenninguna. Orsökin er bersýnilega sú, að þessar eyjar eru aðeins vanræktir hreppar inn- an enska ríkisins, þótt greifadæmi nefnist þær víst. Flugfjaðrirnar hafa verið stýfðar. Svo dýrt er að glata máli og menningu og þjóð- erni. Orkneyjar eru sem kunnugt er norður af Katanesi á Skotlandi og gengur hinn illræmdi Pettlands- fjörður á milli þeirra og megin- landsins. Eyjarnar eru taldar sex- tíu og sjö, flestar heldur lágar og flatar, auk fjölmargra hólma og skerja, og eru tuttugu og átta býggðar. Seytján þessara eyja mega heita stórar eða allstórar að minnsta kosti. Að flatarmáli eru þær alls tæplega einn hundraðaðsti íslands, og íbúarnir bjakka i rúm- um tuttugu þúsundum, að nokkru leyti hjarandi á því, að þar er ensk flotastöð. Langstærst er Hrossey, er nú heitir Mainland, og þar er höfuð- staðurinn Kirkjuvogur með eitt- hvað svipaðri íbúatölu og Kefla- vik. Á Orkneyjum vantar flest, sem hafa þyrfti til þess, að eyjaskeggj- ar gætu verið nokkurn veginn sjál'fum sér nógir, jafnvel sjálf- sögðustu handverksmenn. Þeir verða flestir að sækja nám sitt til meginlandsins og koma svo ekki aftur. Saga, sem sagði dönsk stúlka, er var í Kirkjuvogi í sum- ar, varpar Ijósi á þetta. Hún spurði konuna, sem hún gisti hjá, hvar hún gæti fengið gert við úrið sitt. „Hér er enginn úrsmiður“, svar- aði hún. „En ég þekki mann, sem getur gert við úr“. Danska konan varð forðviða og spurði, hvort aldrei hefði verið úr- smiður á eyjunum. Húsfi'eyja kvað nei við því. Þetta var þó ekki alveg rétt. Það var úrsmiður í Kh'kjuvogi á árunum fyrir heimsstyrjöldina síð- ari. En hann var í rauninni ekki þangað kominn til þess að gera við úr eyjaskeggja, þó að hann léti svo heita. Þessi maður, sem bjó í Kirkjuvogi í tólf ár, nefndi sig Ortel og lézt vera Svisslendipgur, en hét í rauninni Wehring. Hann ítalskir striðsfangar, sem vistaðir voru I Orkneyjum á styrjaldarárunum, reistu þar lltla og faliega kapellu. T Í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 113

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.