Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Síða 9
Jakob Björnsson frá Haga eystra, kunnur flest- um Reykvíkingum. Haustið 1917 var með eindæm- um vont á Norðurlandi. Voru rigningar í septembermánuði og svo uim mánaðamótin september— október. Var víða mikið úti af heyjum í Þingeyjarsýslu, að minnsta kosti í Aðaldal. 4. október var norðaustan krapa- hríð, en næsta dag var komin norðaustan stórhríð, eins og þær geta orðið verstar. Rak þá í öll vötn, og Laxá stíflaðist, eins og hún gerir venjulegast á haustin í fyrstu stórhríðum og frostum, og flæddi yfir allar engjar, sem að henni iiggja, og varð þá úti mik- iS af heyjum, sem óhirt voru á bökbuim hennar. 4. október vorum við, ég og ná- granni minn, Jakob Þorgrímsson í Haga, að koma frá Húsavík úr sMturferð. Skildum við vagnana eftir í Nesi fyrir norðan ána, en fórum lausir heim, því að það þurfti að fara á bát yfir ána með vörurnar. Eins og fyrr segir var stórhríð daginn eftir, svo að engin hreyfði sig úr húsi, en á þriðja degi var upp stytt. Fórum við þá að hugsa til að ná í flutninginn af vögn- unum. En nú var rekið í Laxá, en illa frosið krapið. Jakob átti prammann á mil'li okkar og troða uin. Þar er áin mjó, en breikkar mikið fyrir neðan. Var krapið einna þykkast á mjóddinni. Þar fórum við yfir með því að hafa pramman á milli okkar og troða undir okkur krapið. Tókum við svo það, sem við gátum borið af vögnunum, því að ekki var um anu að að ræða. En þegar við komum að ánni aftur hafði krapastíflan færzt niður á breiðina, svo að við komumst ekki yfir. Urðum við því að gista í Nesi, en daginn eftir var áin orðin geng. Daginn, sem stórhríðin var, átti að fara í þriðju göngur á Reykjaheiðj (Þeistareykjaland). En af því varð náttúrlega ekki. Eftir hríðina höfðu menn nóg að gera við að ná saman fé, sem var út um allt, og margir áttu eftir að koma fé í kaupstað til slátrunar, svo að ekki var hugsað um göng- ur að sinni. Á hreppsfundi, sem haldinn var fyrsta vetrardag, var rætt um að fara í göngurnar, þótt seint væri, og þá ákveðið að fara þriðjudag- inn fyrsta í vetri. Var þá orðið autt í byggð, en mikill snjór til fjalla og heiða. Búið var að gera fjallskil frá mínu heimili, en bóndi einn, sem átti að láta mann í göngurnar, en var sjálfur orð- inn roskinn og treystist ekki til fararinnar, fékk mig til að fara fyrir sig, og átti ég að fá tuttugu krónur fyrir ferðina, sem gert var ráð fyrir, að tæki hálfan þriðja dag að öllu forfallalausu. Á ákveðnum degi lagði ég af stað með skíði, nesti og nýja skó, því að gert hafði verið ráð fyrir að allir hefðu skíði í ferðina. Var ég stutt kominn áleiðis, er ég hitti þrjá nágranna mína, sem líka voru að leggja af stað í göngurnar, og var einm af þeiim gartignaforingimi, Jónas Sigurbjörnsson í Yzta- livammi. Ferðinni var heitið þá um kveldið að Þverá í Reykja- hverfi. Þar áttu allir að hittast, því að þar skyldi gist og þaðan lagt af stað á heiðina. Tuttugu menn áttu að vera í göngunni, en ekki komu að Þverá um kvöldið nema rúmur helming- ur, og skildum við ekki í, hvað hamlaði þeim að koma eins og ákveðið var. Klukkan tvö um nóttina var lagt af stað eftir lítinn svefn, þvj að nóttinni hafði verið eytt í söng og kveðskap, því að kátt var oft í Þverárhlöðu. Gátum við ekki neytt skíðanna fyrst í stað, en þegar kom ið var upp í svokallaðan Geldinga- dal, stigum við á skíðin og héldum við á skíðin og héldum viðstöðu- laust á afréttarmörk. Voru fyrst sendir menn í Mælifellshaga. Er það landsvæði, sem er að nokkru skilið frá öðrum hluta afréttarins af brunahrauni og fjöllum. Hinir héldu áfram að Sæluhúsmúla. Þar er leitum skipt. Ekki voru þá komnir þeir menn, sem. vanitaði af gangnaliðinu, en gangnaforinginn bjóst við, að þeir myndu hafa gist á öðrum bæjum í hverfinu. Vorum við, sem mættir vorum, því sendir í lengstu leit, sem köliluð er, austan fjala, því að fjallgarður skiptir Þeistareykja Iandi í tvo hluta. Átti ég að ganga um Þeistareykjabungu, og voru tveiir fyrir austan miig. Voru það nágrannar mínir, Kjartan Sigur- jónsision í Miðhvammi og Hörður Bergvinsson í Brekku. Vorum við jafnaldrar allir, tuttugu og tveggja ára. Áttum við að ganga þennan T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 153

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.