Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Side 11
Daginn, sem frostið var einna
mest í Aðaldal, fór ég með Páli
heitnum Jónssyni, móðurbróður
mínum, að sækja hey á hestum
og sleðum vestur að Skjálfanda-
fljóti. Hafði hann heyjað þar um
sumarið í landi Húsabakka, en átti
kindur hjá mér á heyinu. Logn
var, og vissum við, að frost myndi
vera mikið. En enginn mælir
var hjá mér. Við fórum um hlað-
ið í Nesi, næsta bæ, og var okkur
þá sagt, að frostið hefði um 'morg-
uninn verið þrjátíu og tvö stig
Hefðum við tæplega farið vegna
hestanna, hefðum við vitað það
En ferðin gekk vel, og komurn
við ekkj heim fyrr en á vöku um
kvöldið. Logn hélzt allan daginn,
og var okkur ekkert kalt, enda vel
búnir.
ísinn fór á góunni, og var hann
eins fljótur að hverfa og koma,
nema það sem stóð botn. En eft-
irköstin voru slæm — jörð mikið
kalin næs'ta sumar og gris'eysi.
En tíðin var góð, og mun hitinn
einn dag um sumarið hafa komizt
jafnhátt og frostið um veturinn i
Aðaldal.
Um hauistið gaus svo Katla, og
spánska veikin kom til landsins.
En við Þingeyingar höfðum litið
af því að segja. Aska barst lítii
lega norður, svo að hvítar kindur
urðu sem gráar, en spánska veik-
in korn e.kki. En ömurlegar voru
fréttirnar af veikindum og mann-
falli fyrir sunnan. .
Fleirj stórtíðindi gerðust á árinu,
og mun það teljast með viðburða-
ríkustu árum á þessari öld. Þá
lauk heimsstyrjöldinni fyrri, sem
kölluð hefur verið, eftir úm fjög-
ur ár. Þá varð ísland fullvalda
ríki, þó í konungssambandi við
Danmönbu.
★
Eftir að ég skrifaði þetta, las
ég í bókinni „Því gleymi ég
aldrei“, þátt eftir Davíð Stefáns-
son. Þar segir hann, að hafisinn
hafi komið vik-u fyrir jól. Það'er
algert misminni, því ei-n-s og ég
seigi, var ég á Húsavik 4. janúar.
Þar var þá auður sjór og skip á
höfninini. En 5. janúar byrj.aði byl
urinn, sem ísin.n rak inn.
p[|||lllll!llllllllllllllll!llfllllll!!llll!l!l!lllllillllllll!!lllllllil!llll]!!llllllll!!!!lllllg
| RÖSBERG G. SNÆDAL: |
I í SLÆGJUNNI |
— Hann skárar ennþá létt og Ijáin vex, EE
— hin lengi þráða stund í vændum er. EE
Hann veit hún muni koma klukkan sex, EE
EE en kankvíst bros á vörum enginn sér.
— Hún kemur eins og kölluð á hans fund, EE5
ES og kaupamaður hættir strax að slá. =
EE Hann veit, að náðin varir skamma stund, 5=
en vel skal notið — þegar sjaldan má. EE
= Hann þrýstir hana ,og þúfan bælist ögn, EE
ES og það er heilög kyrrð á engjateig. | =5
— Hún gefur allt. Hann þiggur allt í þögn,
== sem þyrstur maður bergi svala veig. ~
= Og ylur streymir út í fingurgóm,
SS og angan hennar leggur fyrir vit, ~
EE og honum einum brosa þúsund blóm,
EEE og brekkan skrýðist ennþá grænni lit. ~
= Til hinztu dreggja er dýrrar veigar neytt, =
" og dagsins annir flýja vitund hans. 2S
SS En hún, sem allan unað hefur veitt, =
= er óðar horfin sjónum sláttumanns. ==
SEE En sunnangolan hreyfir Ijósan lokk =
= og leikur sér að stuttum fléttum tveim, =
ES er lítil telpa trítlar aftur heim =
— með tóma engjaflösku í gráum sokk. =
N
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
155