Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Qupperneq 13
Eiras og áður segir, mun VMBfl baifa fiutzt að Grjótnesi vorið 1906 með þeim Birni Sigurðssyni og Vilborgu Guðmundsdóttur. Hafði hann liengi verið á vegum þessa fólks, og orðinn því mjög handgenginn, og hafði myndazt gagnkvæm vimátta milli hans og fjölskyldunnar. Svo er það árið eftir, vorið 1907, að skip kemur á Kópasker 2. maí. Skipakomur voru fátíðar hér um slóðir á þeim árum og þóttu því jafnan nokkur viðburð- ur. Einkum átti þetta þó við um vorskipin svokölluðu, því að skip höfðu þá oft ekki komið um lang- an tíma, og með þeim kom ýmiss konar varningur, sem oft vildi skorta síðari hluta vetrar. Þá kom og skólafólk og aðrir, sem dval- izt höfðu að heiman vetrarlangt. Loks gafst mönnum hér tækifæri til þess að fá sér hressingu — þeim, sem eftir því sóttust og leng höfðu mátt vera þurrbrjósta. Það urðu því oft miklar mannaferðir í sambandi við þessar skipakom- ur og svo var einnig i þetta sinn Jörð var orðin rauð í byggð og reiðfæri ágætt, en þá var að sjálf sögðu eingöngu ferðazt á hestum, ellegar þá fótgangandi, ef enginn hesturinn var til. Einn af þeim, sem lagði ie’ð sína til Kópaskers í sambatuii við þessa skipkomu, var Villi Hansar- son. Var hann fótgangand þvi að síðari hest sinn, Svip, hafði hann selt fyrir tveim árum og eKk; feng ið sér annan í staðinn. Lágu til þess atburðir, sem ekki koma þess ari sögu við. Fúns og áður segir, átti Villi heirna á Grjótnesi. Fór hann að heiman um morguninn og gengur í einum áíanga inn á Kópasker. en sú leið er um 23 kílómetrar. Er hann hafði lokið erindum sín- um á Kópaskeri, leggur hanti ai stað aftur heimleiðis, einn síns iiðs og gangandi út á Hafnarbörð. Eru þau um fimmtán kílómetra fra næsta bæ, Leirhöfn. Þegar hann er kominn út undir svonefnd an Landhaug, sem er innarlega ó S'körðunum, nær honum hópur af riðandi fólki, sem er að koma frá Kópaskeri og er á leið út á Sléttu. Hafði það meðferðis laus- an hest, sem átti heima á Grjót- nesi, og býður það VilOa hestinn og vill, að hann sláist i förina. en bann er ófáanlegur til bess og verður svo að vera. Stkilur þar Þannig lauk Villi ævi sinni, með þeim, og heldur fólkið sína leið. Eklki kom Vii'li heim i Grjótnes um kvöldið. Var þá talið víst, að hann hefði setzt að í Leirhöfn, enda ekki ólíklegt, þar sem þetta var orðinn langur áfangi, en hann fór að heiman frá Grjótnesj um morguninn eins og fyrr segir. Að áliðnum næsta degi fara þeir Björn Sigurðsson og Gunnar Sig- urðsson, vinnumaður hans, síðar bóndi að Einarsstöðum í Núpa- sveit, sjóleiðis inn á Kópasker Var það ætlun þeirra að sækja svörð, en Grjótnesbændur sóttu þá svarð- artekju inn í Núpasveit. Ætluðu þeir að gista inn frá um nóttina, sem þeir og gerðu. Villi er þá enn ekki kominn heim. Ekki þótti þó ástæða til þess að óttast um hann, þar sem hann var sjálfum sér ráðandi og gat hagað ferðum sínum eftir vild, enda oft að heim- an lengur eða skemur. Þótti þetta því ekkert athugavert. Morguninn eftir er brugðið veðri og komin stórhríð. Eru nú engin tiltök fyrir þá Björn og Gunn».r að fara sjóleiðina til baka, og halda þeir kyrru fyrir fyrst í stað. Er á daginn leið, fór veður batn- andj og leggja þeir félagar þá út á Skörð gangandi. Er þeiir koma út á svonefndan Geitasand, sem er nokkuð norðan við mið Skörð- in, verður það að ráði með þeim, að stytta sér leið með því að fara svokaOOaða Dvergasteinshlíðar, sem stundum voru farnar af gangandi mönnum. Er þá farið fram hjá Háhyrningsdal, sem vegurinn ligg- ur um. Segir nú ekki af ferð þeirra félaga, fyrr en þeir koma út á svokalOað Leiti, rétt sunnan við Leirhöfn. Þar'mæta þeir fólki \ á inneftirleið, þar á meðal ferming- arbörnúm, því að daginn eftir átti að ferma ' Presthólakirkju. Þetta fólk héfur þá sögu að segja, að Vil'li hafi aldrei í Leirhöfn komið. Brá þeim mjög i brún við þessi tíðindi. Ekki þótti þó útilokað, að Villi hefði farið fram hjá Leirhöfn og til næstu bæja, og var nú haf- izt handa að grennslast eftir því, en það tók sinn tíma, þvi að langt er milli bæja. Næsta dag, sem var sunnudag- ur, er kominn allmikill snjór. Þennan dag er fermt í Presthóla- kirkju, svo sem áður er á minnzt. Hafa nú borizt fréttir af öllum ná- iægum bæjum, og hefur Villa hvergi orðið vart. Þykir nú ein- sýnt, að hann hafi aldrei komizt aiý Skörðunum. Er strax þá um -kvöldið hafin skipuleg leit af nokk um mönnum, en bar ekki árangur. Daginn eftir er svo fyrir alvöru hafizt handa með leit að Villa, en þar sem kominn var allmikilO snjór, verður leitin árangurslaus. Þykir nú sýnt, að ekki þýði að leita frek- ar, fyrr en snjóinn leysi. Þótti og liklegt, að það mundi ekki drag- ast lengi á þessum tíma árs. Það fór þó svo, að sú vika teið Tl«lNN - SUNNUDAGSBLAÐ 15/

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.