Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Síða 18
Syndasonurinn
frá Kolmúla
• 1
Þau Jón Stefánsson og Guðlaug
Indriðadóttir bjuggu alla ævi á
Eyri, og þar dó Jón bóndi 13. júM
1890, en Guðlaug Indriðadóttir 3.
marz 1893.
Börn þeirra voru þessi:
1. Indriði, f. 5. ág. 1855 á Eyri
— dó þar 8. okt. 1857.
2. Stef^nda, f. 8. júlí 1856 á Eyri.
3. Árni, f. 3. júlí 1860 á Eyri.
4. Erlendur, f. 3. júlí 1863 á
Eyri.
5. Jón, f. 24. júli 1865 á Eyri.
6. Indriði, f. 20. júlí 1870 á Eyri.
Stefanía Jónsdóttir giftist 25.
júlí 1879 Þorsteini Lúðvíkssyni
Keanp. Bjuggu þau allan sinn bú-
skap á Eyri nema tvö ár, annað
í Vík, hitt í Víkurgerði. Stefanía
dó á Eyri 23. október 1915, en
Þorsteinn dó á Fögrueyri 29. ágúst
1921.
Stefanía og Þorsteinn, amma
mín og afi, voru bæði dáin áður
en ég fæddist, svo að ég man þau
ekki, en auðvitað hef ég sagnir af
þeirn. En þar sem þau eru mér
svo nákomin, finnst mér of per-
sónulegt að skrifa um þau hér.
Þó get ég ekki stillt mig um að
minnast á eitt atriði í sambandi
við ömmu mína, af því það var
sagt um hana af manni, mér. ó-
viðkomandi.
Þannig var, að ég var að fara
til Vestmannaeyjía á vetrarvertið,
en brá mér suður á Berufjarðar-
strönd til þess að kveðja konu-
efni mitt, fór svo þaðan á Djúpa-
vog og tók- far með Esju suður.
Ég var þar eina nótt. Þay sem
ég gisti var kona, sem hafði ver-
ið, að mig minnir, á Kirkjubóli
í Fáskrúðsfirði og var þá munað-
arlaus — ólst þar upp, einhvern
tima. Hún fór áð spyrja mig, hvað-
an ég væri og hverra manna, sem
ég þá sagði henni.
Það var á fermingardaginn henn
ar, hún var að ganga fyrir altarið
í Kolfreyjustaðarkirkju til þess að
játa skírnarheiti sínu. Sagðist hafa
kviðið mikið fyrir því að láta
spyrja sig út úr kverinu, eins og
öll börn hafa gert, þar til sá ó-
siður og pímtingarergla var lögð nið
ur, og fannst henni hún eittlhvað
einmana, þvi að öll önnur ferm-
ingarbörn voru með mæðrum sín-
um. Þá sagði hún, að hafi vikið
sér að sér kona alókunnug, og
verið svo hlýleg við sig. Skildi ekki
við hana fyrr en inn við altarið
hjá prestinum. Hún sagðist aldrei
gleyma þessari konu.
Þetta var Stefanía Jónsdóttir á
Eyri. Naut ég þess vel þarna, að
óg var dóttursonur Stefaníu.
Börn þeirra Þorsteins og Stef-
aníu voru þessi:
1. Jónína Guðiaug, f. 29. jan.
1880 á Eyri.
2. Oddný, f. 8. marz 1881 í Vík
— dó þar 11. júní 1881.
3. Stefán, f. 28. febr. 1882 á
Eyri.
4. Björn, f. 1. nóv. 1884 í Vík-
urgerði.
5. Oddný, f. 19. ág. 1893 á Eyri.
★
Árni Jónsson giftist Ingibjörgu
Jónsdóttur og bjuggu þaiu á Eyr-
arstekk. Mér er sagt, að Árni hafi
verið frekar lítill maður vexti, en
fjörmaður mikill og einn af þeim
mönnum, sem átti létt með að
koma öluim í gott skap. Hann
drukknaði á bezta aldri, 8. febrúar
1909, frá konu og tíu bömum,
sumum á bamsaldri. Móðir mín
hefur sagt mér, hvernig það slys
henti: Árni var að sækja meðöl
handa yngsta barni sínu, sem var
veikt, inn að Búðum, og var Er-
lendur bróðir hans með honum.
Það var sunnanrok og voru þeir
rétt norður af Eyri að koma til
baka. Þá skeði það, eins og oft
verður, þegar vindur stendur af
þessari átt í fjörðunum fyrir aust-
an, að vindurinn nær að skrúfa
sjóinn upp í loftið í einni hringiðu.
Þeir voru undir seglum og lentu
í einni slíkri roku, og var það víst
sú eina, sem kom allan daginn.
Þannig er oft stutt bilið milli lífs
og dauða. Bátnum hvolfdi, og voru
þeir þarna hjálparvana rétt fyri-r
fram-an augun á fólkinu, sem heirna
var. Báðir voru ósyndir, því að
þá þekktist ekki sundkennsla eins
og nú. Erlendur komst á kjöl á
bátnum, sem maraði i k-afi á
hvolífi, náði 1 höndina á Áma bróð-
ur sínum. En hann var drukknað-
ur, þegar að var komið. Það hef-
ur móðir mín sagt, að þá hafi
hún séð Indriða bróður þeirra
fljótastan, þegar hann fór til þess
að bja-rga þeim, og var hann þó
ekki alltaf lengi að snúa sér við.
Hún fór með honum og man þetta
því vel. Var þá sextán ára gömul.
Á Ingibjörgu, konu Árn-a, 1-ang-
ar miig til að minnast aðeins meira.
Hún var n-efnilega ein af þessum
undramanneskjum, sem en-ginn
veit neitt um. Enda þurf-ti ég ekki
SÍÐARI GREIN
lengi að leita tH þess að komast
að því, að hún var eitt synda-
barnið. Hún var þó fædd og upp-
alin í Fáskrúðsfirði og ekki lang-t
til ættar frá þessu Eyrarfólki.
Árið 1859 kemur gift vin-nu-
kona su-nnan frá Búlandsnesi í
Hálssókn að Dölum í Fásk-rúðs-
firði og með hen-ni sex ára gam-
alt barn, sem hún átti, hót Guð-
rún Filippusdóttir. Það dó sama
ár og þær komu að Dölium. Þes-si
I-ngibjörg var Ásmundsdóttir,
fædd um 1819 suður í Lóni. For-
eldrar hennar voru Ásmundwr,
f-æddur 1785 á Hlið í Lón-i, Ara-
son, bónda á HHð, Jónssonar, Páls-
sonar, og k-ona han-s, Ástríður,
fædd um 1781 á Holtu-m á Mýr-
um í Ein-holtssókn, Sigmundsdótt-
ir. Bjuggu þau á HHð 1816. Móð-
ir Ásmundar var Guðrún Ásmunds
dóttir frá Hvalnesi í Lóni og var
hún systir Hallgríms á Stóra-Sand-
fel-li. Þeir voru systkinasyn-ir, Ind-
162
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ