Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Page 15
Kettir og jurtir, sem ibeir sækja í Yfirleitt mun fólk telja, að ke-ttir láti sig gróður jarðar ekki miklu skipta. Kettir og þeirra ættingjar eru einmitt hin dæmigeiðustu rándýr í hópi spendýra og leita sér ekki fæðu í jurtaríkinu. Samt sem áður laðast kettir undarlega að sumum jurtum. Vafningsrunni norskur er nefndur kattarunni vegna þess, hve kettir sækja í hann, og ýms ar tegundir kattablóma, sem hér eru ræktaðar í görðum, svo sem högnablóm, hafa hlotið nafn af sömu sökum. Sú jurt af íslenzkum upp- runa, sem kettir fíkjast mest í, er garðabrúðan, og er algengt, að þeir slægist mjög eftir að liggja við eða undir garða- brúðu á sumrin, þar sem þeir komast að henni. í japönsku riti, sem gefið var út árið 1822, var þess getið, að kettir sæktu í jurt eina, sem skyld er horblöðkunni eða álfta kólfinum íslenzka. Japanskur náttúrufræðingur, sem lesið hafði þetta, tók sig til og gerði tilraunir með ketti og jurtir. Meðal annars valdi hann áltta- kólfinn japanska <>g ýmsa vendi, svo sem mi- ríuvendi. Hann komst að raun am, að kettir breyttu hegðbn sinni, ef þeir komust í sumar þessara jurta. Einkum virtust þó stöngl- ar og rætur álftakólfsins japanska orka mjög á þá. Kett- irnir neru sér upp við jurtina, stru'ku við hana kjömmum, bitu í hania og lögðust loks á bakið og iðuðu með lappirnar upp í loftið. Þegar þeir loks þreytt- ust, lögðust þeir til svefns. Að- eins eina Asíujurt fann náttúru- fræðingurinn, er hafði jafnmik- il áhrif á ketti og álftakólfur- inn, þótt fleiri löðuðu þá nokk- uð að sér. Þurrkuð jurt hafði hér um bii sörnu áhrif og ný. Væri skor inn bitj úr þessum kattajurtum og hitaður vel undir þerriblaði á málmplötu, vakti þerriblaðið á eftir svipað atferli katta og jurtin sjálf. Það hafði þá dreg- ið í sig þau efni, er orkaði á kettina. Af þessum tilraunum mátti ráða, að þau losnuðu úr jurtinni á þrjátíu til sextíu mínútum við mikinn hita, um hundrað og áttatíu stiga. Þess var áður getið sem al- kunna er, hve kettir sækja í garðabrúðuna íslenzku. Aftur á móti er ókunnugt, hvaða áhrif álftakólfurinn kann að hafa á þá, því að ekki er unnt að ganga að því vísu, að íslenzka tegundin sé gædd sömu eigin- leikum og hin japanska. Álfta- kólfur verður sjálfsagt sjaldan á vegi katta. Hann vex á vot- lendi, í flóum og keldudrögum, en köttum lítt að skapi að ösla bleytu. T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSaLAÍI 303

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.