Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Síða 20
Úr einu í annað í tilraunastofu einni í Lvov í Sovétríkjunum hafa verið búnir til vélahlutar úr blágrýti. Blágrýtið er malað og siðan blandað saman við það dálitlu af ýmsum efnum. Blandan er brædd við fimmtán hundruð stiga hita og smeitunni hellt f mót, líkt og þegar steyptir eru hlutir úr járni eða stáli. Það fylgir sögunni, að vélahlutar af þessu tagi hafi gefið góða raun — hafi sæmilegt slitþol og stand- ist vel tærandi efni. Færeyingum er ömun að steinsteyptum görðum umhverfis grafreiti sína og klrkj- ur. Þeim finnst hlaðnir grjótgarðar miklu fallegri. Þess vegna veitlr kirkjusjóð- urinn færeyski miklu hærri styrk til hlaðinna garða en steyptra. í Færeyjum eru til mjög gamlir kirkjugarðar, hlaðnir af mikilli prýði, og er vakað yfir þvi, að handaverkum forfeðranna sé ( engu spillt. f síðustu áramótaræðu sinni brýndi forsætisráðherra Norðmanna fyrir löndum sínum að kaupa norska vöru, þegar völ væri á henni, frernur en útlenda. Nú fyrir skömmu tók fjármálaráðherra Dana, Poul Möller, f svipaðan sfteng og bað þjóð sina að vera þess minnuga, hver framleitt hefði þann varnig, sem hún kaupir. Tveir sovézkir vísindanienn eru taldir hafa ieitt rök að þvi, að efni, sem hnekkir vexti krabbameins, myndast i jurtum, er gammageislar eru látnir fara gegnum með hárri tíðni. Listamannafélag Færeyja var stofnað 1941, og vísl að listasafni eignaðist landlð árið 1948. Listsýningar hafa jafnan verið á Ólsfsvöktinni síðustu tvo áratugi. Nú hafa Færeyingar mikinn hug á þvi að byggja yfir listasr.fn sitt í Þórshöfn, og er skáldið William Heinesen, formaður listasafnsnofndarinnar þar í fararbroddi. ann og tína ber. Dagur var í þeim ferðum og sem endranær hrókur alls fagnaðar. Þannig liðu árin og áratugirnir fram á fullorðinsár. Yfirleitt. var sambýlið ánægjulegt, þótt skoðanir værn skiptar um ýmisiegt og við- horf ekki alltaf eins. Þegar kom fram á fuMorðinsár, varð breyting á: Þegar gömlu bæ- irnir voru byggðir upp og færðir, breikkaði bilið miMi þeirra og samgöngur urðu ekki eins tíðar. HeimiMn færðust meira i það horf að vera tvö heimili, þótt fólkið hittist daglega sem áður, ef tími gafst til vegna anna, Með djúpu þakklæti minnist ég margvíslegrar hjálpar og fyrirgreiðslu frá heim- ili Dags 'alla tíð og innilegrar hlýju f minn garð, bæði fyrr og síðar. Þair stend ég í óbættri þakkar- skulid. Aliur var búskapur erfiðarj á þessum árum en nú er. Þetta kom fraim á margan máta. Þegar áihugi bænda á túnrækt jókst, minnkaði heimafengið eldsneyti, því að þá fór sauðaskánin í flög og yfir- breiðslu á túnin Tíl að bæta þetta upp var mótekian aukin, þar sem hana var að hafa, enda var hún á þeim árum talin til hlunninda og notuð jafnt til sjávar og sveita. Þá munu bændur einnig hafa haft hug á að auka heygjöf, eftir því sem efni stóðu til og heyjafengur leyfði. Aðallega varð þó að treysta á útbeitina Fjármenn stóðu yfir, nærri því hve vont sem veður var, ef nokkur hagasnöp voru. Væru hagar góðir, var fé alls ekkj gefið, jafnvel þótt beitartíminn væri ekki nema fjórir eða fimm tímar á sólarhring. Væri svo slæmt í hög- um, að ekki værl unnt að láta féð bjargast á beitinni að öllu leyti, var því gefið á morgnana, áður en það var rekið til beitar — aldrei á kvöldin. Sú var trú þá, (nei, reynsla), að féð sviki af sér beit síðari hluta dagsins og sækti um of heiim af húsum, ef gefið væri á kvöldin. En oft var fjárgæzlan mikí- um mun erfiðari, er féð áttj ekki gjafar von að kvöldi, og gekk það ekki eins viljuglega í húsin, eiwk- um ef það kom ekki fullt að húsum í góðu veðri. Bar mest á þessu hjá forystukindum. Legðist gott í þær, stóðu þær frammi við dyr, þegar opnað var að morgni, en legðist illt í þær, færðu þær sig inn að stafni og voru tregar til út- göngu. Um aidamótin, og lengur þó, töldu bændur sig ekki geta verið án forystukinda, fremur en smala- hunda, ef iMu var að mæta um veðurlagið, enda var það oft svo, að góð forystukind og vænn hund- ur biörguðu bæði fé og smala. Og skemmtilegt var líka að reka fé til beitar í snjó, ef væn forystu- kind fór fyrir og rakti úr hópn- um, kind fyrir kind, unz allt féð rann í sporaslóð. En sporaslóð var það kallað, ef engar tvær kindur runnu samsíða. Margur smaUnn taldi það til unaðsstunda sinna að reka fé í mjaMsnjó, einkum ef góð forystukind fór fyrir. Tímabilið frá 1870 til 1920 mun hafa verið taMð heldur örðugt á ýmsan mát.a, bæði hart tíðarfar og misjöfn afkoma, er veðurfarið heF- ur eflaust valdið að meira eða minna leyti. Þau Dagur og Stein- unn hafa snemma fengið að kynn- ast ýmsum erfiðleikum og það strax á uppvaxtarárum sínum. Bæði voru þau af fátækum for- eldrum komin, og var þeim því snemma haldið til vinnu eftir því sem getan leyfði. Steinunn var prýðilega greind kona, en var Mt- ið haldið til bókar á uppvaxtar- árunum. Þó skrifaði hún góða hönd og lærði nokkuð í reikningi. Eitt- hvað datt henni í hug að fá til- sögn í ýmsum greinum, meira en hún átti völ á í heimahúsum, því að komið var henni fyrir á Stafa- feMi í Lónj hjá frú Margréti, konu sér Jóns Jónssonar. Úr því varð samt litið. Hún festi þar ekki yndi og varð því að fara heim aftur eftir stutta dvöl. Dagur var ágætlega gerður mað- ur, greindur vel, jafnlyndur og dagfarsprúðuir, bæði glaðlyndur og og hógvær, bókhneigður og Ijóð- elskur. Með honum átti ég marga góða stund í göngum, skemmti- ferðum og veiðiferðum. Ég held, að ein mesta ánægja hans hafi verið dalaiferðir í góðu veðri. Þá 308 TÍHINN - SUNNUÐAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.