Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 7
Mti'ð annað fyrir mig að gera en sálast úr huingri. Hjá dr. Mixa var ég i ein fáimm ár, og síðan hjá Urbancic, sem kom hingað í skipt- um við Mixa, í eitt eða tvö ár. Þessir menm voru mér mikil upp- örvun, og undir þeirra handieiðslu samdi ég {imislegt. Til dæmis svít- urna Á krossgötuim, hljómsveitar- venk, sem ar að sumu leyti einna nýstárlegast allra minna verka. Hún er, eins og allt sem ég geri, saimdn fynr það fóik, sem ég hafði í kring um mig. Þá vantaði auð- vitað mörg hljóðfæri í hljómsveit- ána okfcar, og auðvitað efcfci ann- að að gera en taka tillit til þass. Seinna hef ég svo bætt inn hljóð- færum, eftir því sem hljóðfæra- leikurum hefur fjölgað hér, og verkið þar með fengið fastari svip og stærra snið. En maður verður alltaf að laga sig eftir aðstæðum, (það er þýðingaxmikið boðorð, ekki síður fyrir músíkanta en aðra. „Og nú ertu búinn að semja þína fyrstu stóru sinfóníu, hef ég frétt. „Já, og hún verður meira að segja flutt núna í vikunni. Bodaihn Wodizsco ætlar að stjórna henni í Háskóiabíó á fimmtudaginn kem- ur. Hún er ailt öðruvísi en t.d. svítan ,,Á krossigö'thm“, mifclu kiassiskari í formi og anda. Samt er þar um að ræða þjóðlegt ívaf, ef svo mætti segja, þjóðlögin og þjóðlífið hefur alltaf staðið mér nærri hijarta. Annars er sinfónían, eins og þú bannski hefur frétt, tileinkuð Esjunni. Esjan er nefni- lega fjallið mitt. í sambandi við hana á ég, sem fæddur Reykvík- ingur svo margar fallegar og góð- ar miinmingar. Og minningarnar sækja á mann, þegar árin líða, þú kemst að því, seinma. Já, það er langur vegur geng- inn, upp að þessari sinfóníu. Ég man, að einihvern tírna á árunum milli þrjátíu og fjörutíu, var ég að hugsa um þetta. Og ég sagði við sjálfan mig: Nei, Karl, þetta er ekki til neims. Þú átt ekki eftir •að litfia það að hér verði sinfóníu- 'Mjóimsveit. Þú átt kanmsiki eftir að sjá Þjóðleikhúsið starfa, í hárri elili, ef þú l'ifir. En sinfóníuhljóm- sveit, nei, það verður ekki um þína daga. Nú er þetta ailt kom- ið, sinfóníur, óperur og margt, svo rnargt, orðið að dásamlegum veru- leika hér í Reykjavíkinni. Svo halda menn að kraftaverkin séu bara eitthvert forna'ldarfyrir- brigði! Nei, þau eru að ske, hér og nú, og hafa verið alla tíð frá því ég man eftir. Það eru áreiðan- lega bjartir dagar framundan, í músík éins og öðru. Við skulum aðeins efcki ofmetnast, og ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut, því alt á þetta sér langan aðdrag- anda þrotiauss starfs. Þau fræ- korn, sem frumkvöðlar lúðrasveit- anna sáðu l grýtta mold, hafa bor- ið blóm, og þau blóm eiga enn efitir að sá út frá sér. Elita mynd, sem til er af Lúðrasvelt Reykjavíkur, tekln rétt eftir að hún varð tH árlð 1922. Þarna á tjarnarbakkanum standa frá vinstrl: Eiríkur Magnússon, Oddgeir 'Hjartarson, Elnar Jónsson, Haraldur Ólafsson, Sigurður Hjörlelfsson, Gísli Guðmundsson, Guðmundur Guðiónsson, Stefán Guðnason, Óskar Jónsson, Tómas Albertsson, Krlstmundur Guðmundsson, Ottó Bötcher stjórnandl, Guðmundur Guðmundsson, Gísll Ólafsson, Björn Björnsson, Viktor ?son, Þorstelnn Halldórsson, Óskar Gíslason, Karl O. Runólfsson, Auðbjörn ?son, Eggert Jóhannesson, Sveinbjörn Stefánsson, Bjarni Böðvarsson, Björn Jónsson, Pétur Helgason, Torfl Sigmundsson, Fyrír aftan standa Kristjón Daðason og Vilhelm Stefánsson. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 343

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.