Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 11
Ingólfur Davíðsson magister: Veður / borg og byggi Trjáræk+ átti lengi mjög erfitt uppdráttar í Reykjavík. Nú geng- ■ur miklu betur. Menn kunna bet- ur til ræktunarog einnig hafa vaxtarskilyröin batnað verulega. Munar þar len*gme«t um skjólið, af hinum mörgu húsurn er þekja stór, samfelld svæði. Hinir lóðréttu vagigir l'iggja vel við sólargeislun- um og varpa meginhluta þeirra til jarðar. Veggfletir allra húsanna í borginni eru stórir, miklu stærri en flötur grunanna, svo að þeir varpa mikilli hitageislun til jarð- ar og ylia bæði loftið milli hús- anna og jarðveginn verulega í kyrru veðri. Minnir hiti rýkur burt en á bersvæði. Hin mikla upphit- un húsanna, hiti frá verksmiðj- um, bílum og öðru hefur og ein- hver áhrif. en þó sennilega lítil hér * Reykjavík, sem stendur úti á vindbl'ásnu nesi. í miblum iðnaðarborgum, sem eruri kyrrum dölum, eða annars staðar þar sem oftast er logn, er talið að ögn hlýrra sé í miðborg- inni, heldur en úti í sveit. Þar liggur l'fka mistur af kolareyk lang tímuim saman yfir borgunum, svo skilyrðin eru þar önnur en í okk- ar hitaveituborg. Athuganir í Bandaríkjunun'., Englandi og víðar sýna nokkuð sér stæt+ veðurfar stórborga. Blóm og tré springa þar ofurMtið fyrr út en í sveitinni vegna skjóls og hitageislunar, eins og fyrr var nefnt. Stemninn í húsum og göt- um leiðir hita um þrisvar sinnum fljótara en rök sandjörð #— og tekur á móti meiri hitaorku á skemmri tíma. Hiti í jarðvegi á hait asta tíma dags getur kannski ver- ið ögn meiri en á yfirborði suð- urhliðar steinveggjar, en 7—10 sentiimetra inni í veggnum er hit- inn meiri en í jarðveginum. Borgin losnar við úrkomu á sér- stakan hátt Regnvatnið streymir fljótf burf af götunum, niðurföil- in taka við því. Úti á víðavangi helzt regnvatnið lengur í yfir- borðj og ofarlega i jarðvegi og gufar smám saman upp. Uppguf- unin kælir, og sú kæling er mun minni inni í borginni. í lofti flestra bórga eir mikið af óhreinindum í föstu, fljótandi ög loftkenndu ástandi. Um 80% af hinum föstu óhreinindum eru agn- ir svo smáar, að þær,svifa dögum saman í kyrru lofti. Agnirnar end urkasta sólarbirtu og draga þann- ig úr hitamagninu, sem kernst til jarðar, en þær draga líka úr út- streymi hita frá jörðinni. Hin loft- benndu óhreinindi (en af þeim er venjulega meira en af hinum föstu), stafa aðallega firá ófull- komrium bruna ýmissa brennslu- ofna Er oft njikið í loftinu af brennisteinshúsýringi, en hann leysist stundum upp í regndrop- um og smádropum skýjanna og myndar þynnta brennisteinssýru. Alkunnugt ér að blóm springa snemma út uppi við veggi á móti sól. Veggirnir sjúga í sig sólaryl og hita ögn frá sér. Ef húsveggur er il'la einangraður, leiðist og nokk ur hiti frá húsinu út í gegnum vegginn. Moldin frýs seinna upp við húsvegg e-n úti í garðinum að öðru jöfmu. Hugsum oss borg á flötu eða hallalitlu landi, fjarri sjó og stór- vötnum, á kyrrum, heiðskírum sumardegi. Þegar sólin kemur upp Skín hún jafnt á borg og sveit. En sólargeislarnir falla á hið flata opna land undir litlu horni og mikið endurkastast frá yfirborð- inu Hinir mörgu, lóðréttu, veggir í borginni standa aftur á móti hornrétt á sólargeislana og fara nærri strax að sjúga í sig hita. Munurimn verður minni síðar á degi, en borgin byrjaði fyrr að hiifcna að mun og nýtur þess svo, að dagshitinn verður meiri. Heitast verður að öðru jöfnu í miðborginni. Að áliðnum morgni fer hið heita loft að streyma upp, en í staðinn kemuf svalara loft frá útjöðrum og umhverfi borgar- innar. Kaldara loftið streymir að með jörðinni, því að það er þyngra. Hiringrás lofts myndast þanmig — og heita loftið, sem upp stígur, breiðist út þar uppi, kólnar og síg- ur njður yfir opnu lan'dinu í kring. Um hádegis'bil eru sólairgeisllarnir farniir að falila beinna á opnu land- svæðin og munurinn og h'ringrás- In mimnka Em síðdegis sækir að nýjm í sama horf og að morgnin- um, og vex þá aftur hitamunur borgar og sveitar — a'llt til sólar- lags Á nó'ttum útgeisla götur og þök fljótast hitanum. Ef flest þök eru í sömu hæð, 'myndast lag af svölu loifti rétt yfir þökunum, og hlýja loftið niður á milli húsanna kemst ekki upp i bráðina. Borgin kólnar heldur hægar en opið land um hverfis að öðru jöfnu. Opna land ið er vindasamara og geislar fyrr út ylnum í borginni haldast hóli af hlýrra lofti milli húsanna og taka við nita, sem húsveggir gefa frá sér. Borgin er hlýrri en opna landið að morgninum.. í miklum iðnaða'rborgum fram- leiða verksmiðjur og bílar veru- legan hita. í heita loftinu, sem stíg- ur upp, er mikið sót og önnur ó- hreinindi, sem mynda misturhjúp yfir borginni, hvelfdan líbt og hjáim. Þegar loftið kólnar á nótt- um hleðst raki á rjrkagnirnar, og getur þá myndazt þoka. Fyrsta þokulagið myndast oft nærri toppi miáturhjálmsins, þar kólna agn- irnar fljótast. Siðan breiðist þoku- kúfurinn niður á við og hit- inn lækkar hægt, því að þokan ein angrar og hindrar líka uppstreymi agnanna. Ný óhreinindi bætast við daglega, hjálmurinn vex, ef ekki kem*r stoimur eða steypiregn til að eyða honum. Á vefcrum er upphitun húsa auk in, og óhreinindi færast mjög í au'kana, þar sem kynt er kolum og olíu — og svo er allur verk smiðjureykurinn í iðnaðarborgum Þegar hanh og önnur óhreinindi blandast þoku, gefcur hún orðíð furðu dimm, til dæmis hin al- rœmda sundúnaþoka, sem er í senn koldimm og óholl og getur lamað borgarMfið dögum saman. Svo slæma þoku þekkjum við ekki á íatandi. í miklum „rykþokuborgum“, er jafnvel fcalið að um 15% minna sólskin náj niður á jörð,.heldur en úti í sveit'unum, og 5% minna af útfjólubláu'm geislum á sumrin. Enn meiri er munurinn á veturna. Já, stórhorgin er að Öðru jöfnu hlýrri en umhverfið og öllu þykikra lof.t yfir borginni. Við erum laus við kolarykið hér í Reykjavík, en auðvitað menga bílar og verksmiðjur samt loftið Framhald á 358. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 347

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.